Illa sviknar á svörtum leigumarkaði Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. mars 2014 20:00 Sífellt færist í aukana að óprúttnir aðilar notfæri sér örvætingu fólks á leigumarkaði. Dæmi eru um að aðilar leigi út húsnæði sem þeir eiga ekki og láti sig svo hverfa með trygginga- og leigufé. Leiguverð hefur hækkað mikið síðustu ár og er ekki á færi allra að leigja á hinum almenna markaði. Einhverjir grípa til þess örþrifaráðs að leigja svart í góðri von. Jóhann Már Sigurbjörnsson, formaður Samtaka leigjenda, segir svarta leigumarkaðinn fara sífellt stækkandi og gerir ráð fyrir að um 50% leigjenda borgi leiguna svart. Pálína Ósk Ómarsdóttir hefur slæma reynslu af svörtum leigumarkaði. Hún hafði lengi leitað að leiguhúsnæði þegar hún rakst á íbúð á sanngjörnu verði á Bland.is. Leigan var 120 þúsund en auk þess þurfti hún að reiða fram 380 þúsund krónur í tryggingu. Hún hafði því greitt manninum sem leigði henni um 780 þúsund krónur þegar upp komst um svikin. „Við vorum búnar að búa í íbúðinni í þrjá mánuði þegar rafmagnið fór af og við komumst að því að bankinn á íbúðina en ekki maðurinn sem var að leigja okkur hana. Hann var fyrrum leigjandi þarna sjálfur og þegar eigandinn missti íbúðina til bankans ákvað hann að leigja hana út sjálfur og hirða peningana. Við vorum þannig búnar að vera í húsnæði í leyfisleysi í marga mánuði,“ segir Pálína. Ólöf Ýr hefur svipaða sögu að segja, en hún fann ódýrt herbergi til leigu á vefsíðunni Leiga.is. Eftir að hafa greitt 130 þúsund krónur í leigu og búið í herberginu í fjóra daga kom í ljós að aðilinn sem leigði henni herbergið hafði enga heimild til þess. Ef ekki er gerður húsaleigusamningur eru leigjendur svo gott sem réttindalausir. Hvorki Ólöf né Pálína náðu sambandi við leigusalann eftir að svikin komust upp og því eru því litlar sem engar líkur á að þær fái leiguféð endurgreitt. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Sjá meira
Sífellt færist í aukana að óprúttnir aðilar notfæri sér örvætingu fólks á leigumarkaði. Dæmi eru um að aðilar leigi út húsnæði sem þeir eiga ekki og láti sig svo hverfa með trygginga- og leigufé. Leiguverð hefur hækkað mikið síðustu ár og er ekki á færi allra að leigja á hinum almenna markaði. Einhverjir grípa til þess örþrifaráðs að leigja svart í góðri von. Jóhann Már Sigurbjörnsson, formaður Samtaka leigjenda, segir svarta leigumarkaðinn fara sífellt stækkandi og gerir ráð fyrir að um 50% leigjenda borgi leiguna svart. Pálína Ósk Ómarsdóttir hefur slæma reynslu af svörtum leigumarkaði. Hún hafði lengi leitað að leiguhúsnæði þegar hún rakst á íbúð á sanngjörnu verði á Bland.is. Leigan var 120 þúsund en auk þess þurfti hún að reiða fram 380 þúsund krónur í tryggingu. Hún hafði því greitt manninum sem leigði henni um 780 þúsund krónur þegar upp komst um svikin. „Við vorum búnar að búa í íbúðinni í þrjá mánuði þegar rafmagnið fór af og við komumst að því að bankinn á íbúðina en ekki maðurinn sem var að leigja okkur hana. Hann var fyrrum leigjandi þarna sjálfur og þegar eigandinn missti íbúðina til bankans ákvað hann að leigja hana út sjálfur og hirða peningana. Við vorum þannig búnar að vera í húsnæði í leyfisleysi í marga mánuði,“ segir Pálína. Ólöf Ýr hefur svipaða sögu að segja, en hún fann ódýrt herbergi til leigu á vefsíðunni Leiga.is. Eftir að hafa greitt 130 þúsund krónur í leigu og búið í herberginu í fjóra daga kom í ljós að aðilinn sem leigði henni herbergið hafði enga heimild til þess. Ef ekki er gerður húsaleigusamningur eru leigjendur svo gott sem réttindalausir. Hvorki Ólöf né Pálína náðu sambandi við leigusalann eftir að svikin komust upp og því eru því litlar sem engar líkur á að þær fái leiguféð endurgreitt.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Sjá meira