Innlent

Slökkviliðið kallað út í Landsbankann í Borgartúni

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá slökkviliðsbílinn fyrir utan Landsbankann um þrjú í dag.
Hér má sjá slökkviliðsbílinn fyrir utan Landsbankann um þrjú í dag. Mynd/Þorgeir Ólafsson
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum vegna þess að rafmagnsinntak brann yfir í húsi Landsbankans í Borgartúni. 

Rafmagnsinntakið var í kjallaranum og í upplýsingum frá Slökkviliðinu kemur fram að reykur og lykt hafi myndast, þannig að einhverjir starfsmenn þurftu að yfirgefa húsnæðið.

Slökkviliðið var kallað út til þess að reykræsta húsið. Ólíklegt er talið að eitthvað tjón verði af þessu. 

Hér má sjá aðra mynd af slökkviliðsbílnum fyrir utan Landsbankann.Mynd/Þorgeir Ólafsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×