Innlent

Strandveiðar stöðvaðar á þremur svæðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
Síðasti veiðidagur á svæði A, sem nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps, þetta árið er 12. ágúst. Þá verður veiðum hætt á svæðum B og C þann 13. ágúst. Samkvæmt vef Fiskistofu eru enn 246 tonn óveidd á D svæði.

Samtals hafa strandveiðar verið stundaðar á 647 bátum í sumar og hafa þeir landað 14.449 sinnum. Alls hafa veiðst 7.863 tonn í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×