Íslensk stjórnvöld ráða framhaldi ESB viðræðna Heimir Már Pétursson skrifar 16. júlí 2014 14:00 Evrópusambandið mun ekki taka upp aðildarviðræður við Ísland á nýjan leik án þess að íslensk stjórnvöld sýni slíkum viðræðum mikinn áhuga, að mati sérfræðings í Evrópumálum. Nýr forseti framkvæmdastjórnar sambandsins vill frysta stækkunarferli þess næstu fimm árin, en í dag eru fimm ár frá því Alþingi samþykkti aðildarumsókn Íslands að sambandinu. Jean-Claude Juncker er fyrsti framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sem greidd eru atkvæði um á Evrópuþinginu, en skipan hans í embætti var samþykkt á þinginu í gær. Í ræðu sem hann hélt áður en atkvæðagreiðslan fór fram sagði hann stækkunarferli sambandsins á undanförnum áratug hafa verið mjög árangursríkt, en aðildarríkjunum hefur á þeim tíma fjölgað um þrettán og eru nú 28. Aðildarríkin þyrftu hins vegar að melta þá stækkun sem átt hefði sér stað og sambandið þyrfti á því að halda að hlé yrði gert á stækkunarferlinu. Þess vegna yrði yfirstandandi aðildarviðræðum við einstök ríki haldið áfram, en enginn frekari stækkun á sambandinu muni eiga sér stað á næstu fimm árum. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst segir að innan Evrópusambandsins hafi menn verið að tala sig í þessa átt á undanförnum árum eftir stækkun sambandsins til austurs og efnahagskreppuna í Evrópu. „Gagnvart Íslandi er staðan sú að við sluppum inn fyrir ákveðinn þröskuld á sínum tíma og vorum samþykkt sem fullgilt umsóknarríki í aðildarferli. Og það er eiginlega alveg öruggt að svoleiðiðs ákvörðun verður ekki tekin fyrir önnur ríki núna á næstu árum,“ segir Eiríkur. Hins vegar hafi íslensk stjórnvöld stöðvað viðræðurnar og þar með sé Ísland í óljósri stöðu. „Og við vitum ekki ennþá hvort að Juncker eigi líka við Ísland, um að við getum ekki fengið aðild. En í það minnsta myndi ég halda að það væri algerlega augljóst að Evrópusambandið ætti mjög erfitt með að halda áfram með aðildarsamning við Ísland nema að hér birtist mjög skýr pólitískur vilji til að ganga í Evrópusambandið,“ segir Eiríkur. Íslendingar muni að öllum líkindum njóta mikils stuðnings Norðurlandaþjóðanna innan sambandsins ákveði þeir að halda viðræðunum áfram. En spyrja máhvort með þessari afstöðu Junckers hafi andstæðingum aðildar veriðbjargaðmeðbjöllunni, eins og talaðer umíboxhringnum? „Það á raunar eftir að koma í ljós hvort að svo sé. Það getur líka vel verið að Evrópusambandið taki þá ákvörðun að við höfum stigið aftur fyrir þröskuldinn sjálf með þessari ákvörðun sem hér var tekin fyrir skemmstu um að stöðva aðildarviðræðurnar,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Evrópusambandið mun ekki taka upp aðildarviðræður við Ísland á nýjan leik án þess að íslensk stjórnvöld sýni slíkum viðræðum mikinn áhuga, að mati sérfræðings í Evrópumálum. Nýr forseti framkvæmdastjórnar sambandsins vill frysta stækkunarferli þess næstu fimm árin, en í dag eru fimm ár frá því Alþingi samþykkti aðildarumsókn Íslands að sambandinu. Jean-Claude Juncker er fyrsti framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sem greidd eru atkvæði um á Evrópuþinginu, en skipan hans í embætti var samþykkt á þinginu í gær. Í ræðu sem hann hélt áður en atkvæðagreiðslan fór fram sagði hann stækkunarferli sambandsins á undanförnum áratug hafa verið mjög árangursríkt, en aðildarríkjunum hefur á þeim tíma fjölgað um þrettán og eru nú 28. Aðildarríkin þyrftu hins vegar að melta þá stækkun sem átt hefði sér stað og sambandið þyrfti á því að halda að hlé yrði gert á stækkunarferlinu. Þess vegna yrði yfirstandandi aðildarviðræðum við einstök ríki haldið áfram, en enginn frekari stækkun á sambandinu muni eiga sér stað á næstu fimm árum. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst segir að innan Evrópusambandsins hafi menn verið að tala sig í þessa átt á undanförnum árum eftir stækkun sambandsins til austurs og efnahagskreppuna í Evrópu. „Gagnvart Íslandi er staðan sú að við sluppum inn fyrir ákveðinn þröskuld á sínum tíma og vorum samþykkt sem fullgilt umsóknarríki í aðildarferli. Og það er eiginlega alveg öruggt að svoleiðiðs ákvörðun verður ekki tekin fyrir önnur ríki núna á næstu árum,“ segir Eiríkur. Hins vegar hafi íslensk stjórnvöld stöðvað viðræðurnar og þar með sé Ísland í óljósri stöðu. „Og við vitum ekki ennþá hvort að Juncker eigi líka við Ísland, um að við getum ekki fengið aðild. En í það minnsta myndi ég halda að það væri algerlega augljóst að Evrópusambandið ætti mjög erfitt með að halda áfram með aðildarsamning við Ísland nema að hér birtist mjög skýr pólitískur vilji til að ganga í Evrópusambandið,“ segir Eiríkur. Íslendingar muni að öllum líkindum njóta mikils stuðnings Norðurlandaþjóðanna innan sambandsins ákveði þeir að halda viðræðunum áfram. En spyrja máhvort með þessari afstöðu Junckers hafi andstæðingum aðildar veriðbjargaðmeðbjöllunni, eins og talaðer umíboxhringnum? „Það á raunar eftir að koma í ljós hvort að svo sé. Það getur líka vel verið að Evrópusambandið taki þá ákvörðun að við höfum stigið aftur fyrir þröskuldinn sjálf með þessari ákvörðun sem hér var tekin fyrir skemmstu um að stöðva aðildarviðræðurnar,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira