Klói er orðinn köttaður Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. júlí 2014 14:31 Hér má sjá breytingarnar á Klóa. Samsett mynd/MS Kötturinn Klói, sem hefur verið utan á Kókómjólkurfernum í um aldarfjórðung, er nú orðinn massaður. Uppskriftin að Kókómjólkinni er þó alltaf sú sama, þrátt fyrir að upplýsingar um næringainnihald hafi breyst. Við breytingar á útliti fernunnar voru breytingar gerðar á upplýsingum sem gefnar eru upp í næringainnihaldi drykksins. Upplýsingarnar eru reiknaðar upp úr nýjum mælingum á mjólkurhráefni. „Við gerum allar breytingar á Klóa af mikilli varfærni,“ segir Baldur Jónsson, verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Íslenska auglýsingastofan sá um breytingarnar á Klóa. „Umbúðum hefur verið breytt reglulega til að færa vöruna til nútímans en uppskriftin er alltaf sú sama,“ bætir Baldur við.Hér má sjá samanburð á fernunum og upplýsingum um næringainnihald.Mynd/DÞGUppskriftinni ekki breyttÞegar nýju fernurnar voru kynntar fyrir skömmu vakti það athygli að upplýsingar um næringainnihald höfðu breyst. Á nýju fernunum kemur t.d. fram að 68 kaloríur séu í 100 grömmum af Kókómjólk, sem er einni kaloríu meira en áður. Uppgefið hlutfall próteins og kolvetna á nýju fernunum var einnig hærra en á þeim gömlu. Dr. Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS segir uppskriftina ekki hafa breyst. Upplýsingarnar á nýju fernunum eru í samræmi við nýjar mælingar á mjólkurhráefni og munurinn er innan skekkjumarka.Klói á besta aldriKókómjólkin kom á markað árið 1973. „1990 eða fyrir 24 árum hoppaði síðan Klói inn á pakkningarnar,“ segir Baldur Jónsson. Klói var upphaflega teiknaður af Jóni Axeli Egilssyni kvikmyndagerðarmanni. Fyrstu ellefu árin sem Klói var á Kókómjólkurfernuninni hélst hann óbreyttur. Eftir breytingarnar varð Klói aðeins unglegri að sögn Baldurs. „Þá var höfundarréttur keyptur af Jóni Axeli. Hvíta Húsið hafði þá unnið að endurhönnun umbúða og andlitslyftingu á Klóa sem voru svo teknar í gagnið 2001. Mikil undirbúningsvinna var unnin áður en þeim breytingum var hrint í framkvæmd,“ segir Baldur og bætir við: „Við höfum alltaf farið varlega í breytingar á Klóa. Til dæmis voru auglýsingar með nýju útliti Klóa búnar að vera í gangi í tvö ár áður en við breyttum honum á fernunni.“Gamli Klói.Reglulegar breytingarEins og Baldur segir hefur Klóa og Kókómjólkurfernunum verið breytt reglulega eftir aldarmót. „Í aðdraganda ársins 2014 var enn á ný unnið með útlit umbúða og Íslenska auglýsingastofan hefur unnið að umbúðabreytingum.“ Baldur segir að samhliða breytingum á útliti Klóa á Kókómjólkurfernunum verði búningi sem notaður er við markaðssetninguna líklega breytt. „Klói hefur alltaf látið sjá sig annað slagið á skemmtunum. Búningurinn sem notaður var í það var nokkuð þungur og erfitt að athafna sig í honum. Nýi búningurinn verður miklu léttari og verður meira í ætt við fimleikabúning einhverskonar. Þeim sem koma fram í búningnum finnst það líklega mjög góð breyting,“ segir hann. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Kötturinn Klói, sem hefur verið utan á Kókómjólkurfernum í um aldarfjórðung, er nú orðinn massaður. Uppskriftin að Kókómjólkinni er þó alltaf sú sama, þrátt fyrir að upplýsingar um næringainnihald hafi breyst. Við breytingar á útliti fernunnar voru breytingar gerðar á upplýsingum sem gefnar eru upp í næringainnihaldi drykksins. Upplýsingarnar eru reiknaðar upp úr nýjum mælingum á mjólkurhráefni. „Við gerum allar breytingar á Klóa af mikilli varfærni,“ segir Baldur Jónsson, verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Íslenska auglýsingastofan sá um breytingarnar á Klóa. „Umbúðum hefur verið breytt reglulega til að færa vöruna til nútímans en uppskriftin er alltaf sú sama,“ bætir Baldur við.Hér má sjá samanburð á fernunum og upplýsingum um næringainnihald.Mynd/DÞGUppskriftinni ekki breyttÞegar nýju fernurnar voru kynntar fyrir skömmu vakti það athygli að upplýsingar um næringainnihald höfðu breyst. Á nýju fernunum kemur t.d. fram að 68 kaloríur séu í 100 grömmum af Kókómjólk, sem er einni kaloríu meira en áður. Uppgefið hlutfall próteins og kolvetna á nýju fernunum var einnig hærra en á þeim gömlu. Dr. Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS segir uppskriftina ekki hafa breyst. Upplýsingarnar á nýju fernunum eru í samræmi við nýjar mælingar á mjólkurhráefni og munurinn er innan skekkjumarka.Klói á besta aldriKókómjólkin kom á markað árið 1973. „1990 eða fyrir 24 árum hoppaði síðan Klói inn á pakkningarnar,“ segir Baldur Jónsson. Klói var upphaflega teiknaður af Jóni Axeli Egilssyni kvikmyndagerðarmanni. Fyrstu ellefu árin sem Klói var á Kókómjólkurfernuninni hélst hann óbreyttur. Eftir breytingarnar varð Klói aðeins unglegri að sögn Baldurs. „Þá var höfundarréttur keyptur af Jóni Axeli. Hvíta Húsið hafði þá unnið að endurhönnun umbúða og andlitslyftingu á Klóa sem voru svo teknar í gagnið 2001. Mikil undirbúningsvinna var unnin áður en þeim breytingum var hrint í framkvæmd,“ segir Baldur og bætir við: „Við höfum alltaf farið varlega í breytingar á Klóa. Til dæmis voru auglýsingar með nýju útliti Klóa búnar að vera í gangi í tvö ár áður en við breyttum honum á fernunni.“Gamli Klói.Reglulegar breytingarEins og Baldur segir hefur Klóa og Kókómjólkurfernunum verið breytt reglulega eftir aldarmót. „Í aðdraganda ársins 2014 var enn á ný unnið með útlit umbúða og Íslenska auglýsingastofan hefur unnið að umbúðabreytingum.“ Baldur segir að samhliða breytingum á útliti Klóa á Kókómjólkurfernunum verði búningi sem notaður er við markaðssetninguna líklega breytt. „Klói hefur alltaf látið sjá sig annað slagið á skemmtunum. Búningurinn sem notaður var í það var nokkuð þungur og erfitt að athafna sig í honum. Nýi búningurinn verður miklu léttari og verður meira í ætt við fimleikabúning einhverskonar. Þeim sem koma fram í búningnum finnst það líklega mjög góð breyting,“ segir hann.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira