Forsætisráðherra magalendir í haftamálinu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 8. desember 2014 20:00 Afnám gjaldeyrishaftanna verður ekki sá gróðavegur fyrir íslenska ríkið sem forsætisráðherra boðaði fyrir síðustu kosningar. Þetta segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar en tillögur ráðgjafanefndar um afnám haftanna voru kynntar fyrir fulltrúum þingflokka í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson boðaði fyrir síðustu þingkosningar að samningar við kröfuhafa myndu skila um 300 milljörðum í ríkiskassann enda lægi kröfuhöfum á að fara með peningana úr landi. Stjórnvöld hefðu þau tæki sem þyrfti til að ná þessum peningum sem yrðu nýttir í þágu heimilanna í landinu. Árni Páll segir að ljóst sé eftir fundinn í dag að ekkert slíkt sé í farvatninu. „Þetta er ekkert í líkingu við það, sem forsætisráðherra hefur margsinnis sagt, að það sé rakinn gróðavegur að afnema höft, og það sé hægt að búa til peninga með afnámi hafta. Þvert á móti, er hægt að ráða það af því sem okkur var kynnt í dag, að það er ekki ætlunin.“ Rætt hefur verið um að skattleggja fé sem kröfuhafar fara með úr landi til að draga úr afleiðingum snjóhengjunnar svokölluðu.Tillögur ráðgjafahópsins um afnám gjaldeyrishafta eru bundnar trúnaði en formaður Samfylkingarinnar fékkst engu að síður til að leggja mat á tillögurnar í samtali við Stöð 2. Hann segir að fyrir tveimur árum hafi legið fyrir áætlun um afnám hafta með samningum sem hefði átt að skila 300 milljörðum í ríkiskassann. Núverandi stjórnvöld hafi ýtt henni til hliðar. „Það sem líka virðist blasa við er að lífeyrissjóðir almennings verði aftast í biðröðinni við afnám hafta og hagsmunir kröfuhafa verði í forgangi. Það er eðlilegt að spyrja núna. Hvað hefur þessi töf kostað?“ Árni Páll segir að það hafi alltaf verið holur hljómur í yfirlýsingum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrir síðustu kosningar. Þess hafi því verið beðið, hvað yrði í framhaldinu: „En þetta sem verið er að kynna núna er í sjálfu sér alger magalending fyrir forsætisráðherrann.“ Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Sjá meira
Afnám gjaldeyrishaftanna verður ekki sá gróðavegur fyrir íslenska ríkið sem forsætisráðherra boðaði fyrir síðustu kosningar. Þetta segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar en tillögur ráðgjafanefndar um afnám haftanna voru kynntar fyrir fulltrúum þingflokka í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson boðaði fyrir síðustu þingkosningar að samningar við kröfuhafa myndu skila um 300 milljörðum í ríkiskassann enda lægi kröfuhöfum á að fara með peningana úr landi. Stjórnvöld hefðu þau tæki sem þyrfti til að ná þessum peningum sem yrðu nýttir í þágu heimilanna í landinu. Árni Páll segir að ljóst sé eftir fundinn í dag að ekkert slíkt sé í farvatninu. „Þetta er ekkert í líkingu við það, sem forsætisráðherra hefur margsinnis sagt, að það sé rakinn gróðavegur að afnema höft, og það sé hægt að búa til peninga með afnámi hafta. Þvert á móti, er hægt að ráða það af því sem okkur var kynnt í dag, að það er ekki ætlunin.“ Rætt hefur verið um að skattleggja fé sem kröfuhafar fara með úr landi til að draga úr afleiðingum snjóhengjunnar svokölluðu.Tillögur ráðgjafahópsins um afnám gjaldeyrishafta eru bundnar trúnaði en formaður Samfylkingarinnar fékkst engu að síður til að leggja mat á tillögurnar í samtali við Stöð 2. Hann segir að fyrir tveimur árum hafi legið fyrir áætlun um afnám hafta með samningum sem hefði átt að skila 300 milljörðum í ríkiskassann. Núverandi stjórnvöld hafi ýtt henni til hliðar. „Það sem líka virðist blasa við er að lífeyrissjóðir almennings verði aftast í biðröðinni við afnám hafta og hagsmunir kröfuhafa verði í forgangi. Það er eðlilegt að spyrja núna. Hvað hefur þessi töf kostað?“ Árni Páll segir að það hafi alltaf verið holur hljómur í yfirlýsingum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrir síðustu kosningar. Þess hafi því verið beðið, hvað yrði í framhaldinu: „En þetta sem verið er að kynna núna er í sjálfu sér alger magalending fyrir forsætisráðherrann.“
Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Sjá meira