Fótbolti

Rossi fer ekki til Brasilíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Giuseppe Rossi.
Giuseppe Rossi. Vísir/Getty
Giuseppe Rossi var ekki í lokahópi Ítalíu sem fer á HM í Brasilíu nú síðar í sumar.

Rossi, sem leikur með Fiorentina, var frá í fjóra mánuði vegna hnémeiðsla í vetur en þegar hann meiddist var hann markahæsti leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Hann spilaði í 71 mínútu í markalausu jafntefli Ítalíu gegn Írlandi í gær og gerði ekki nóg til að heilla Cesare Prandelli, landsliðsþjálfara.

Antonio Cassano fer hins vegar með til Brasilíu en hann skoraði tólf mörk fyrir Parma í vetur. Mario Balotelli er einnig í hóp Prandelli.

Riccardo Montolivo missir af keppninni en hann fótbrotnaði í leiknum gegn Írlandi í gær. Aðrir sem féllu úr 30 manna hópi Ítalíu voru Mattia Destro, Romulo, Manuel Pasqual og Christian Maggio.

Fyrsti leikur Ítalíu á HM verður gegn Englandi þann 12. júní. Úrúgvæ og Kosta Ríka eru einnig í B-riðli keppninnar.

Hópurinn:

Markverðir: Gianluigi Buffon (Juventus), Salvatore Sirigu (Paris St Germain), Mattia Perin (Genoa).

Varnarmenn: Andrea Barzagli, Leonardo Bonucci, Giorigo Chiellini (all Juventus), Gabriel Paletta (Parma), Ignazio Abate, Mattia De Sciglio (both AC Milan), Matteo Darmian (Torino).

Miðjumenn: Andrea Pirlo, Claudio Marchisio (both Juventus), Thiago Motta, Marco Verratti (both Paris St Germain), Daniele De Rossi (AS Roma), Antonio Candreva (Lazio), Marco Parolo (Parma), Alberto Aquilani (Fiorentina).

Framherjar: Mario Balotelli (AC Milan), Antonio Cassano (Parma), Alessio Cerci (Torino), Ciro Immobile (Torino), Lorenzo Insigne (Napoli).


Tengdar fréttir

Rossi fékk góðar fréttir

Giuseppe Rossi þarf ekki að fara í aðgerð vegna hnémeiðsla sinna og gæti því náð HM í Brasilíu í sumar.

Rossi meiddist á hné í þriðja sinn

Þrátt fyrir að hafa nælt í stigin þrjú varð Fiorentina fyrir áfalli í 1-0 sigri gegn Livorno. Giuseppe Rossi, markahæsti leikmaður Serie A meiddist á hægra hné þegar rúmlega sjötíu mínútur voru búnar af leiknum.

Rossi á góðum batavegi

Giuseppe Rossi, leikmaður Fiorentina, er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir alvarleg hnémeiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×