„Núna er þetta í höndunum á þjóðinni“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. febrúar 2014 14:59 Nú er málið í höndum þjóðarinnar, segir Birgitta. „Eina sem mun hjálpa okkur núna er ef nægilega margir sína vilja sinn í verki. Núna er þetta í höndunum á þjóðinni, engum öðrum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, í samtali við Vísi, um umræðuna um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra sem felur meðal annars í sér að aðildarumsókn Íslands í ESB verði dregin til baka. Birgitta leggur áherslu að þar sem um þingsályktunartillögu er að ræða fari málið ekki inn á borð forseta Íslands og þar af leiðandi ekki hægt að skjóta málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og þegar lög eru afgreidd. Píratar hafa lagt fram sína eigin þingsályktunartillögu vegna málsins, þeir vilja að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það liggur mikið á að klára málið sem fyrst. Besta leiðin til þess að ríkisstjórnin taki mark á þjóðaratkvæðagreiðslu er ef hún verði haldin samhliða sveitastjórnarkosningum. Annars myndu þeir væntanlega benda á kjörsókn og annað slíkt. Þetta er besta leiðin til þess að leyfa þjóðinni að ráða,“ útskýrir hún. „Þetta eru í raun svíðvirðileg pólitísk klækjabrögð ríkisstjórnarinnar að stilla stjórnarandstöðunni svona upp við vegg í þessu máli. Það liggur mjög á að koma þingsályktunartillögu okkar í gegn svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir vegna þjóðaratkvæðagreiðslu. Það tekur langan tíma að undirbúa hana og þess vegna fáum við ekki nægilega langan tíma til að ræða málið á þingi,“ segir Birgitta.Vísir/FanneyUppfært 15:20Málþóf og málskot duga ekki en mómæli gætu dugað Þingflokkur Pírata vekur í tilkynningu athygli á nokkrum atriðum varðandi umræðu um þingsályktunartillögu stjórnarinnar um að slíta skuli aðildarviðræðum við ESB. Þar sem um þingsályktunartillögu er að ræða er ekki hægt að beita málþófi eins og um lagafrumvarp væri að ræða. Þá getur forseti Íslands ekki skotið málinu til þjóðarinnar, þar sem um þingsályktun er að ræða og 26. gr. stjórnarskrárinnar gildir bara um lagafrumvörp. Þjóðaratkvæðagreiðsla um málið getur því ekki verið bindandi en mikilvægt er að þrýsta á að slík atkvæðagreiðsla geti farið fram samhliða sveitastjórnarkosningum, til að tryggja góða þátttöku. Þingsályktunartillaga Pírata um að leggja skuli málið í dóm þjóðarinnar, þarf að samþykkja í síðasta lagi nú á föstudag, til að unnt sé að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor, sbr. lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Í tilkynningu Pírata segir að í stuttu máli dugi málþóf ekki, málskot dugi ekki, en mótmæli gætu dugað. Til að þrýsta á að þingsályktunartillaga, um beina aðkomu þjóðarinnar að málinu, nái fram að ganga. Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
„Eina sem mun hjálpa okkur núna er ef nægilega margir sína vilja sinn í verki. Núna er þetta í höndunum á þjóðinni, engum öðrum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, í samtali við Vísi, um umræðuna um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra sem felur meðal annars í sér að aðildarumsókn Íslands í ESB verði dregin til baka. Birgitta leggur áherslu að þar sem um þingsályktunartillögu er að ræða fari málið ekki inn á borð forseta Íslands og þar af leiðandi ekki hægt að skjóta málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og þegar lög eru afgreidd. Píratar hafa lagt fram sína eigin þingsályktunartillögu vegna málsins, þeir vilja að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það liggur mikið á að klára málið sem fyrst. Besta leiðin til þess að ríkisstjórnin taki mark á þjóðaratkvæðagreiðslu er ef hún verði haldin samhliða sveitastjórnarkosningum. Annars myndu þeir væntanlega benda á kjörsókn og annað slíkt. Þetta er besta leiðin til þess að leyfa þjóðinni að ráða,“ útskýrir hún. „Þetta eru í raun svíðvirðileg pólitísk klækjabrögð ríkisstjórnarinnar að stilla stjórnarandstöðunni svona upp við vegg í þessu máli. Það liggur mjög á að koma þingsályktunartillögu okkar í gegn svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir vegna þjóðaratkvæðagreiðslu. Það tekur langan tíma að undirbúa hana og þess vegna fáum við ekki nægilega langan tíma til að ræða málið á þingi,“ segir Birgitta.Vísir/FanneyUppfært 15:20Málþóf og málskot duga ekki en mómæli gætu dugað Þingflokkur Pírata vekur í tilkynningu athygli á nokkrum atriðum varðandi umræðu um þingsályktunartillögu stjórnarinnar um að slíta skuli aðildarviðræðum við ESB. Þar sem um þingsályktunartillögu er að ræða er ekki hægt að beita málþófi eins og um lagafrumvarp væri að ræða. Þá getur forseti Íslands ekki skotið málinu til þjóðarinnar, þar sem um þingsályktun er að ræða og 26. gr. stjórnarskrárinnar gildir bara um lagafrumvörp. Þjóðaratkvæðagreiðsla um málið getur því ekki verið bindandi en mikilvægt er að þrýsta á að slík atkvæðagreiðsla geti farið fram samhliða sveitastjórnarkosningum, til að tryggja góða þátttöku. Þingsályktunartillaga Pírata um að leggja skuli málið í dóm þjóðarinnar, þarf að samþykkja í síðasta lagi nú á föstudag, til að unnt sé að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor, sbr. lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Í tilkynningu Pírata segir að í stuttu máli dugi málþóf ekki, málskot dugi ekki, en mótmæli gætu dugað. Til að þrýsta á að þingsályktunartillaga, um beina aðkomu þjóðarinnar að málinu, nái fram að ganga.
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira