Játuðu 250 þúsund króna fjársvik í IKEA Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 24. febrúar 2014 11:23 VÍSIR/SKJÁSKOT Fjórir voru ákærðir fyrir fjársvik í IKEA-málinu svokallaða, þingfesting málanna fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Tvö þeirra játuðu brot sín um svik upp á um 250 þúsund krónur og tilraun til fjársvika upp á um 40 þúsund krónur. Verjandi þeirra sagði fyrir dómi að um smávægilegt mál væri að ræða en málið hefði hlotið töluverða umfjöllun í fjölmiðlum og meðal annars verið kallað stóra IKEA málið. IKEA hefði sjálft farið með málið í fjölmiðla og meðal annars hefði IKEA nýtt sér málið til að búa til sérstakar auglýsingar. Það sem eftir stæði væri þó aðeins fjársvik upp á um 250 þúsund krónur og tilraun upp á 40 þúsund krónur. Tjónið sem fólkið hefði valdið hefði nú að fullu verið greitt en faðir konunnar greiddi það auk lögmannskostnaðar fyrir verslunina. Brotið hefði verið játað greiðlega fyrir dómi og hefði haft mikil áhrif á fólkið. Hann minnti á heimild í lögum til þess að fella niður mál þar sem viðkomandi hefði bætt tjón sitt að fullu. Ákæruvaldið telur hæfilegt að fólkið verði dæmt í tveggja til þriggja mánaða fangelsi, jafnvel skilorðsbundið með tilliti til þess að þau hafa hvort sakaferil að baki. Í fyrstu fréttum af málinu kom fram að grunur léki á að brotin hefðu staðið yfir frá árinu 2007 og tjón IKEA vegna þess væru margar milljónir. Eins og fram kom í frétt Vísis í haust höfðaði IKEA mál gegn fimm manns vegna þjófnaðar sem virtist vera þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði fyrirtækinu á fimmtu milljón króna. Hitt fólkið sem var ákært neitaði sök fyrir dómi. Þau eru ákærð fyrir fjársvik upp á um 80 þúsund krónur. Tengdar fréttir Milljónaþjófnaður í Ikea IKEA hefur lagt fram í kæru á hendur fjölmörgum aðilum sem grunaðir eru um stórfelldan þjófnað í verslun fyrirtækisins. Á meðal sakborninga eru tveir lögfræðingar og framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu. 6. maí 2013 20:27 IKEA krefur meinta þjófa um á fimmtu milljón IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. 15. október 2013 12:16 Vellauðugir þjófar á kreiki í IKEA Lögfræðingar, eigandi lögfræðistofu, framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu og hjúkrunarfræðingur eru meðal þeirra sem eru kærð til lögreglu fyrir meintan stórfelldan og skipulagðan þjófnað í IKEA. 6. maí 2013 08:25 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Fjórir voru ákærðir fyrir fjársvik í IKEA-málinu svokallaða, þingfesting málanna fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Tvö þeirra játuðu brot sín um svik upp á um 250 þúsund krónur og tilraun til fjársvika upp á um 40 þúsund krónur. Verjandi þeirra sagði fyrir dómi að um smávægilegt mál væri að ræða en málið hefði hlotið töluverða umfjöllun í fjölmiðlum og meðal annars verið kallað stóra IKEA málið. IKEA hefði sjálft farið með málið í fjölmiðla og meðal annars hefði IKEA nýtt sér málið til að búa til sérstakar auglýsingar. Það sem eftir stæði væri þó aðeins fjársvik upp á um 250 þúsund krónur og tilraun upp á 40 þúsund krónur. Tjónið sem fólkið hefði valdið hefði nú að fullu verið greitt en faðir konunnar greiddi það auk lögmannskostnaðar fyrir verslunina. Brotið hefði verið játað greiðlega fyrir dómi og hefði haft mikil áhrif á fólkið. Hann minnti á heimild í lögum til þess að fella niður mál þar sem viðkomandi hefði bætt tjón sitt að fullu. Ákæruvaldið telur hæfilegt að fólkið verði dæmt í tveggja til þriggja mánaða fangelsi, jafnvel skilorðsbundið með tilliti til þess að þau hafa hvort sakaferil að baki. Í fyrstu fréttum af málinu kom fram að grunur léki á að brotin hefðu staðið yfir frá árinu 2007 og tjón IKEA vegna þess væru margar milljónir. Eins og fram kom í frétt Vísis í haust höfðaði IKEA mál gegn fimm manns vegna þjófnaðar sem virtist vera þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði fyrirtækinu á fimmtu milljón króna. Hitt fólkið sem var ákært neitaði sök fyrir dómi. Þau eru ákærð fyrir fjársvik upp á um 80 þúsund krónur.
Tengdar fréttir Milljónaþjófnaður í Ikea IKEA hefur lagt fram í kæru á hendur fjölmörgum aðilum sem grunaðir eru um stórfelldan þjófnað í verslun fyrirtækisins. Á meðal sakborninga eru tveir lögfræðingar og framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu. 6. maí 2013 20:27 IKEA krefur meinta þjófa um á fimmtu milljón IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. 15. október 2013 12:16 Vellauðugir þjófar á kreiki í IKEA Lögfræðingar, eigandi lögfræðistofu, framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu og hjúkrunarfræðingur eru meðal þeirra sem eru kærð til lögreglu fyrir meintan stórfelldan og skipulagðan þjófnað í IKEA. 6. maí 2013 08:25 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Milljónaþjófnaður í Ikea IKEA hefur lagt fram í kæru á hendur fjölmörgum aðilum sem grunaðir eru um stórfelldan þjófnað í verslun fyrirtækisins. Á meðal sakborninga eru tveir lögfræðingar og framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu. 6. maí 2013 20:27
IKEA krefur meinta þjófa um á fimmtu milljón IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. 15. október 2013 12:16
Vellauðugir þjófar á kreiki í IKEA Lögfræðingar, eigandi lögfræðistofu, framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu og hjúkrunarfræðingur eru meðal þeirra sem eru kærð til lögreglu fyrir meintan stórfelldan og skipulagðan þjófnað í IKEA. 6. maí 2013 08:25