Játuðu 250 þúsund króna fjársvik í IKEA Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 24. febrúar 2014 11:23 VÍSIR/SKJÁSKOT Fjórir voru ákærðir fyrir fjársvik í IKEA-málinu svokallaða, þingfesting málanna fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Tvö þeirra játuðu brot sín um svik upp á um 250 þúsund krónur og tilraun til fjársvika upp á um 40 þúsund krónur. Verjandi þeirra sagði fyrir dómi að um smávægilegt mál væri að ræða en málið hefði hlotið töluverða umfjöllun í fjölmiðlum og meðal annars verið kallað stóra IKEA málið. IKEA hefði sjálft farið með málið í fjölmiðla og meðal annars hefði IKEA nýtt sér málið til að búa til sérstakar auglýsingar. Það sem eftir stæði væri þó aðeins fjársvik upp á um 250 þúsund krónur og tilraun upp á 40 þúsund krónur. Tjónið sem fólkið hefði valdið hefði nú að fullu verið greitt en faðir konunnar greiddi það auk lögmannskostnaðar fyrir verslunina. Brotið hefði verið játað greiðlega fyrir dómi og hefði haft mikil áhrif á fólkið. Hann minnti á heimild í lögum til þess að fella niður mál þar sem viðkomandi hefði bætt tjón sitt að fullu. Ákæruvaldið telur hæfilegt að fólkið verði dæmt í tveggja til þriggja mánaða fangelsi, jafnvel skilorðsbundið með tilliti til þess að þau hafa hvort sakaferil að baki. Í fyrstu fréttum af málinu kom fram að grunur léki á að brotin hefðu staðið yfir frá árinu 2007 og tjón IKEA vegna þess væru margar milljónir. Eins og fram kom í frétt Vísis í haust höfðaði IKEA mál gegn fimm manns vegna þjófnaðar sem virtist vera þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði fyrirtækinu á fimmtu milljón króna. Hitt fólkið sem var ákært neitaði sök fyrir dómi. Þau eru ákærð fyrir fjársvik upp á um 80 þúsund krónur. Tengdar fréttir Milljónaþjófnaður í Ikea IKEA hefur lagt fram í kæru á hendur fjölmörgum aðilum sem grunaðir eru um stórfelldan þjófnað í verslun fyrirtækisins. Á meðal sakborninga eru tveir lögfræðingar og framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu. 6. maí 2013 20:27 IKEA krefur meinta þjófa um á fimmtu milljón IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. 15. október 2013 12:16 Vellauðugir þjófar á kreiki í IKEA Lögfræðingar, eigandi lögfræðistofu, framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu og hjúkrunarfræðingur eru meðal þeirra sem eru kærð til lögreglu fyrir meintan stórfelldan og skipulagðan þjófnað í IKEA. 6. maí 2013 08:25 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
Fjórir voru ákærðir fyrir fjársvik í IKEA-málinu svokallaða, þingfesting málanna fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Tvö þeirra játuðu brot sín um svik upp á um 250 þúsund krónur og tilraun til fjársvika upp á um 40 þúsund krónur. Verjandi þeirra sagði fyrir dómi að um smávægilegt mál væri að ræða en málið hefði hlotið töluverða umfjöllun í fjölmiðlum og meðal annars verið kallað stóra IKEA málið. IKEA hefði sjálft farið með málið í fjölmiðla og meðal annars hefði IKEA nýtt sér málið til að búa til sérstakar auglýsingar. Það sem eftir stæði væri þó aðeins fjársvik upp á um 250 þúsund krónur og tilraun upp á 40 þúsund krónur. Tjónið sem fólkið hefði valdið hefði nú að fullu verið greitt en faðir konunnar greiddi það auk lögmannskostnaðar fyrir verslunina. Brotið hefði verið játað greiðlega fyrir dómi og hefði haft mikil áhrif á fólkið. Hann minnti á heimild í lögum til þess að fella niður mál þar sem viðkomandi hefði bætt tjón sitt að fullu. Ákæruvaldið telur hæfilegt að fólkið verði dæmt í tveggja til þriggja mánaða fangelsi, jafnvel skilorðsbundið með tilliti til þess að þau hafa hvort sakaferil að baki. Í fyrstu fréttum af málinu kom fram að grunur léki á að brotin hefðu staðið yfir frá árinu 2007 og tjón IKEA vegna þess væru margar milljónir. Eins og fram kom í frétt Vísis í haust höfðaði IKEA mál gegn fimm manns vegna þjófnaðar sem virtist vera þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði fyrirtækinu á fimmtu milljón króna. Hitt fólkið sem var ákært neitaði sök fyrir dómi. Þau eru ákærð fyrir fjársvik upp á um 80 þúsund krónur.
Tengdar fréttir Milljónaþjófnaður í Ikea IKEA hefur lagt fram í kæru á hendur fjölmörgum aðilum sem grunaðir eru um stórfelldan þjófnað í verslun fyrirtækisins. Á meðal sakborninga eru tveir lögfræðingar og framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu. 6. maí 2013 20:27 IKEA krefur meinta þjófa um á fimmtu milljón IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. 15. október 2013 12:16 Vellauðugir þjófar á kreiki í IKEA Lögfræðingar, eigandi lögfræðistofu, framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu og hjúkrunarfræðingur eru meðal þeirra sem eru kærð til lögreglu fyrir meintan stórfelldan og skipulagðan þjófnað í IKEA. 6. maí 2013 08:25 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
Milljónaþjófnaður í Ikea IKEA hefur lagt fram í kæru á hendur fjölmörgum aðilum sem grunaðir eru um stórfelldan þjófnað í verslun fyrirtækisins. Á meðal sakborninga eru tveir lögfræðingar og framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu. 6. maí 2013 20:27
IKEA krefur meinta þjófa um á fimmtu milljón IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. 15. október 2013 12:16
Vellauðugir þjófar á kreiki í IKEA Lögfræðingar, eigandi lögfræðistofu, framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu og hjúkrunarfræðingur eru meðal þeirra sem eru kærð til lögreglu fyrir meintan stórfelldan og skipulagðan þjófnað í IKEA. 6. maí 2013 08:25