Játuðu 250 þúsund króna fjársvik í IKEA Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 24. febrúar 2014 11:23 VÍSIR/SKJÁSKOT Fjórir voru ákærðir fyrir fjársvik í IKEA-málinu svokallaða, þingfesting málanna fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Tvö þeirra játuðu brot sín um svik upp á um 250 þúsund krónur og tilraun til fjársvika upp á um 40 þúsund krónur. Verjandi þeirra sagði fyrir dómi að um smávægilegt mál væri að ræða en málið hefði hlotið töluverða umfjöllun í fjölmiðlum og meðal annars verið kallað stóra IKEA málið. IKEA hefði sjálft farið með málið í fjölmiðla og meðal annars hefði IKEA nýtt sér málið til að búa til sérstakar auglýsingar. Það sem eftir stæði væri þó aðeins fjársvik upp á um 250 þúsund krónur og tilraun upp á 40 þúsund krónur. Tjónið sem fólkið hefði valdið hefði nú að fullu verið greitt en faðir konunnar greiddi það auk lögmannskostnaðar fyrir verslunina. Brotið hefði verið játað greiðlega fyrir dómi og hefði haft mikil áhrif á fólkið. Hann minnti á heimild í lögum til þess að fella niður mál þar sem viðkomandi hefði bætt tjón sitt að fullu. Ákæruvaldið telur hæfilegt að fólkið verði dæmt í tveggja til þriggja mánaða fangelsi, jafnvel skilorðsbundið með tilliti til þess að þau hafa hvort sakaferil að baki. Í fyrstu fréttum af málinu kom fram að grunur léki á að brotin hefðu staðið yfir frá árinu 2007 og tjón IKEA vegna þess væru margar milljónir. Eins og fram kom í frétt Vísis í haust höfðaði IKEA mál gegn fimm manns vegna þjófnaðar sem virtist vera þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði fyrirtækinu á fimmtu milljón króna. Hitt fólkið sem var ákært neitaði sök fyrir dómi. Þau eru ákærð fyrir fjársvik upp á um 80 þúsund krónur. Tengdar fréttir Milljónaþjófnaður í Ikea IKEA hefur lagt fram í kæru á hendur fjölmörgum aðilum sem grunaðir eru um stórfelldan þjófnað í verslun fyrirtækisins. Á meðal sakborninga eru tveir lögfræðingar og framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu. 6. maí 2013 20:27 IKEA krefur meinta þjófa um á fimmtu milljón IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. 15. október 2013 12:16 Vellauðugir þjófar á kreiki í IKEA Lögfræðingar, eigandi lögfræðistofu, framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu og hjúkrunarfræðingur eru meðal þeirra sem eru kærð til lögreglu fyrir meintan stórfelldan og skipulagðan þjófnað í IKEA. 6. maí 2013 08:25 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Fjórir voru ákærðir fyrir fjársvik í IKEA-málinu svokallaða, þingfesting málanna fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Tvö þeirra játuðu brot sín um svik upp á um 250 þúsund krónur og tilraun til fjársvika upp á um 40 þúsund krónur. Verjandi þeirra sagði fyrir dómi að um smávægilegt mál væri að ræða en málið hefði hlotið töluverða umfjöllun í fjölmiðlum og meðal annars verið kallað stóra IKEA málið. IKEA hefði sjálft farið með málið í fjölmiðla og meðal annars hefði IKEA nýtt sér málið til að búa til sérstakar auglýsingar. Það sem eftir stæði væri þó aðeins fjársvik upp á um 250 þúsund krónur og tilraun upp á 40 þúsund krónur. Tjónið sem fólkið hefði valdið hefði nú að fullu verið greitt en faðir konunnar greiddi það auk lögmannskostnaðar fyrir verslunina. Brotið hefði verið játað greiðlega fyrir dómi og hefði haft mikil áhrif á fólkið. Hann minnti á heimild í lögum til þess að fella niður mál þar sem viðkomandi hefði bætt tjón sitt að fullu. Ákæruvaldið telur hæfilegt að fólkið verði dæmt í tveggja til þriggja mánaða fangelsi, jafnvel skilorðsbundið með tilliti til þess að þau hafa hvort sakaferil að baki. Í fyrstu fréttum af málinu kom fram að grunur léki á að brotin hefðu staðið yfir frá árinu 2007 og tjón IKEA vegna þess væru margar milljónir. Eins og fram kom í frétt Vísis í haust höfðaði IKEA mál gegn fimm manns vegna þjófnaðar sem virtist vera þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði fyrirtækinu á fimmtu milljón króna. Hitt fólkið sem var ákært neitaði sök fyrir dómi. Þau eru ákærð fyrir fjársvik upp á um 80 þúsund krónur.
Tengdar fréttir Milljónaþjófnaður í Ikea IKEA hefur lagt fram í kæru á hendur fjölmörgum aðilum sem grunaðir eru um stórfelldan þjófnað í verslun fyrirtækisins. Á meðal sakborninga eru tveir lögfræðingar og framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu. 6. maí 2013 20:27 IKEA krefur meinta þjófa um á fimmtu milljón IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. 15. október 2013 12:16 Vellauðugir þjófar á kreiki í IKEA Lögfræðingar, eigandi lögfræðistofu, framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu og hjúkrunarfræðingur eru meðal þeirra sem eru kærð til lögreglu fyrir meintan stórfelldan og skipulagðan þjófnað í IKEA. 6. maí 2013 08:25 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Milljónaþjófnaður í Ikea IKEA hefur lagt fram í kæru á hendur fjölmörgum aðilum sem grunaðir eru um stórfelldan þjófnað í verslun fyrirtækisins. Á meðal sakborninga eru tveir lögfræðingar og framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu. 6. maí 2013 20:27
IKEA krefur meinta þjófa um á fimmtu milljón IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. 15. október 2013 12:16
Vellauðugir þjófar á kreiki í IKEA Lögfræðingar, eigandi lögfræðistofu, framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu og hjúkrunarfræðingur eru meðal þeirra sem eru kærð til lögreglu fyrir meintan stórfelldan og skipulagðan þjófnað í IKEA. 6. maí 2013 08:25