Hef alltaf verið mikill leturperri Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 22. október 2014 10:00 Guðmundur Úlfarsson Vísir/Ernir „Ég hannaði þetta letur upphaflega fyrir afmælisbók Lunga árið 2010,“ segir grafíski hönnuðurinn Guðmundur Úlfarsson. Letur eftir hann verður notað í allt kynningarefni fyrir kvikmyndahátíðina Sundance á næsta ári. „Hönnunarstúdíóið Mother í New York sá letrið svo á síðunni minni, leist vel á það og hafði samband og spurði hvort þau mættu ekki nota það í auglýsingar fyrir Sundance,“ segir Guðmundur. Hönnunarstúdíóið mun sjá um alla grafík fyrir kvikmyndahátíðina. „Ég þurfti að gera smávægilegar breytingar á letrinu samt, en ég fékk alveg ágætlega greitt fyrir þetta svo ég er sáttur,“ segir hann. Guðmundur lærði grafíska hönnun í Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam, en lærði ekki leturgerð sérstaklega. Í dag rekur hann fyrirtækið Or Type, en hann segist alltaf hafa verið mikill leturperri og hafi þess vegna endað í leturgerð. „Þetta er mjög merkilegt fyrir mig sem leturhönnuð að fá svona góða auglýsingu og aldrei að vita hvort ég fari í frekara samstarf með Mother. Ég vil samt ekki segja of mikið eins og er,“ segir hann. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
„Ég hannaði þetta letur upphaflega fyrir afmælisbók Lunga árið 2010,“ segir grafíski hönnuðurinn Guðmundur Úlfarsson. Letur eftir hann verður notað í allt kynningarefni fyrir kvikmyndahátíðina Sundance á næsta ári. „Hönnunarstúdíóið Mother í New York sá letrið svo á síðunni minni, leist vel á það og hafði samband og spurði hvort þau mættu ekki nota það í auglýsingar fyrir Sundance,“ segir Guðmundur. Hönnunarstúdíóið mun sjá um alla grafík fyrir kvikmyndahátíðina. „Ég þurfti að gera smávægilegar breytingar á letrinu samt, en ég fékk alveg ágætlega greitt fyrir þetta svo ég er sáttur,“ segir hann. Guðmundur lærði grafíska hönnun í Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam, en lærði ekki leturgerð sérstaklega. Í dag rekur hann fyrirtækið Or Type, en hann segist alltaf hafa verið mikill leturperri og hafi þess vegna endað í leturgerð. „Þetta er mjög merkilegt fyrir mig sem leturhönnuð að fá svona góða auglýsingu og aldrei að vita hvort ég fari í frekara samstarf með Mother. Ég vil samt ekki segja of mikið eins og er,“ segir hann.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira