„Sektirnar eru einfaldlega of lágar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2014 14:29 Bílastæðasjóður hækkar gjald í bílastæðahúsum. mynd/samsett Gjaldskrá Bílastæðasjóðs hækkaði um áramótin um tæplega 200% í bílastæðahúsum. Fyrir áramót kostaði fyrsti klukkutíminn í bílastæðahúsi 80 krónur og síðan 50 krónur fyrir næsta klukkutíma. Nú um áramótin varð verðskránni breytt og nú kostar hver klukkutími 150 krónur. Heill dagur, eða átta klukkustundir, kostuðu fyrir áramót 430 krónur en í dag kostar hann 1200 krónur. Þetta ku vera hækkun upp á 179%. „Ástæðan var í raun löngu tímabær hækkun í bílastæðahúsum sem hafa verið rekin með tapi árum saman,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdarstjóri Bílastæðasjóðs, í samtali við Vísi. „Þetta er bara hækkun á skammtímagjaldi sem hefur ekki verið hækkað frá árinu 2000. Það hefur nokkrum sinnum verið reynt að hækka þetta gjald en aldrei áður höfum við fengið samþykki fyrir því. Við erum einnig í samkeppni við önnur bílastæðahús en Harpan og Höfðatorg eru að selja stæðin á mun hærra verði.“ Stöðumælasektir í Reykjavík eru 2.500 krónur. Að frádregnum staðgreiðsluafslætti er upphæðin 1.400 krónur. Á gjaldsvæði 1, sem er dýrasta svæðið í Reykjavík, kostar heill dagur 1800 krónur og þar munar 400 krónum á sekt og gjaldi. Það er því spurning hver hvatinn í raun og veru er fyrir almenning að greiða í stöðumælirinn. „Sektirnar eru einfaldlega of lágar og það þarf í raun að hækka þær einnig. Það stendur til en þetta er bara ofboðslega erfitt mál í þjóðfélaginu í dag. Það þarf alveg klárlega að hækka aukastöðugjaldið og raun öll þessi brotagjöld því við erum ekki að ná settum árangri. Í eðlilegu árferði og samfélagi ættu svona hækkanir að fæla fólk frá því að brjóta þessi lög en það gerir það í raun ekki. Við sjáum kannski smá breytingu á hegðun fólks í nokkra mánuði en síðan fer þetta aftur í sama farið. Fólki virðist vera alveg sama þó að það þurfi að borga þessar sektir. Vonandi verður ekki langt í það að sektir verði hækkaðar. Það var til að mynda mikil umræða um þessi mál eftir síðustu Menningarnótt þar sem fólki var alveg sama hvar það lagði bílnum.“ „Bílastæðahúsin í Hörpu og Höfðatorgi hafa eðlilega sent til okkar kvartanir varðandi okkar verðskrá, þar sem þau hús hafa ekki getað keppt við okkar verðskrá, enda hefur hún verið of lág.“ Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Gjaldskrá Bílastæðasjóðs hækkaði um áramótin um tæplega 200% í bílastæðahúsum. Fyrir áramót kostaði fyrsti klukkutíminn í bílastæðahúsi 80 krónur og síðan 50 krónur fyrir næsta klukkutíma. Nú um áramótin varð verðskránni breytt og nú kostar hver klukkutími 150 krónur. Heill dagur, eða átta klukkustundir, kostuðu fyrir áramót 430 krónur en í dag kostar hann 1200 krónur. Þetta ku vera hækkun upp á 179%. „Ástæðan var í raun löngu tímabær hækkun í bílastæðahúsum sem hafa verið rekin með tapi árum saman,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdarstjóri Bílastæðasjóðs, í samtali við Vísi. „Þetta er bara hækkun á skammtímagjaldi sem hefur ekki verið hækkað frá árinu 2000. Það hefur nokkrum sinnum verið reynt að hækka þetta gjald en aldrei áður höfum við fengið samþykki fyrir því. Við erum einnig í samkeppni við önnur bílastæðahús en Harpan og Höfðatorg eru að selja stæðin á mun hærra verði.“ Stöðumælasektir í Reykjavík eru 2.500 krónur. Að frádregnum staðgreiðsluafslætti er upphæðin 1.400 krónur. Á gjaldsvæði 1, sem er dýrasta svæðið í Reykjavík, kostar heill dagur 1800 krónur og þar munar 400 krónum á sekt og gjaldi. Það er því spurning hver hvatinn í raun og veru er fyrir almenning að greiða í stöðumælirinn. „Sektirnar eru einfaldlega of lágar og það þarf í raun að hækka þær einnig. Það stendur til en þetta er bara ofboðslega erfitt mál í þjóðfélaginu í dag. Það þarf alveg klárlega að hækka aukastöðugjaldið og raun öll þessi brotagjöld því við erum ekki að ná settum árangri. Í eðlilegu árferði og samfélagi ættu svona hækkanir að fæla fólk frá því að brjóta þessi lög en það gerir það í raun ekki. Við sjáum kannski smá breytingu á hegðun fólks í nokkra mánuði en síðan fer þetta aftur í sama farið. Fólki virðist vera alveg sama þó að það þurfi að borga þessar sektir. Vonandi verður ekki langt í það að sektir verði hækkaðar. Það var til að mynda mikil umræða um þessi mál eftir síðustu Menningarnótt þar sem fólki var alveg sama hvar það lagði bílnum.“ „Bílastæðahúsin í Hörpu og Höfðatorgi hafa eðlilega sent til okkar kvartanir varðandi okkar verðskrá, þar sem þau hús hafa ekki getað keppt við okkar verðskrá, enda hefur hún verið of lág.“
Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira