Stærsta verndarsvæði Suður-Afríku Frosti Logason skrifar 17. október 2014 08:41 Þegar kemur að dýralífi og villtri náttúru er ekkert sem toppar óbyggðir Afríku. Suður-Afríka býr yfir frábærum svæðum sem eru fullkomin til útivistar og ævintýraferða. Eitt þeirra er þjóðgarðurinn Kruger Park. Eftir ríflega 8 klukkustunda akstur þangað frá Jóhannesarborg var ánægjulegt að koma að einstaklega notalegu sveitahóteli þar sem þægilegt var að slappa af við sundlaugarbakkann í kvöldsólinni. Á leiðinni upp eftir náðum við að kynnast ferðafélögunum vel en við vorum í bíl með nokkrum konum frá Ástralíu og mjög sérstökum manni frá Ísrael. Það var um margt að spjalla á leiðinni og menn tókust aðeins á í rökræðum en bílferðin var þó ekki nægilega löng til þess að okkur tækist að leysa deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs.Algeng sjón í Kruger park en þar eru yfir 13 þúsund fílar.MYND/Frosti LogasonKruger Park er stærsta verndarsvæði Suður-Afríku sem nær yfir 19,633 ferkílómetra í tveimur héruðum í norð-austur hluta landsins. Frá nyrsta hluta svæðisins til þess syðsta eru einir 360 kílómetrar og 65 kílómetrar frá austri til vesturs. Svæðið er því stærra en til dæmis allt Holland og þar er að finna ótrúlega fjölbreytta náttúru. Holland er reyndar alltaf að verða minna og minna einhvernvegin. Sérstaklega þegar talað er um knattspyrnu. Ísraels maðurinn David hafði á orði að það tæki ekki nema fimm tíma að keyra Ísrael endana á milli. Honum fannst Kruger Park vera ævintýralega stór þjóðgarður.Sebrahestarnir flækjast oft fyrir enda eru þeir útum allt í Kruger Park.Mynd/Frosti LogasonSafarí ferðir um Kruger Park eru gríðarlega vinælar meðal ferðamanna sem heimsækja Suður-Afríku. Ferðast er um á opnum bílum sem gefur fólki færi á að sjá mörg af stærstu spendýrum jarðar með berum augum og í ótrúlegu návígi. Gestir eru þó varaðir sterklega við því að nálgast skepnurnar með nokkrum hætti og það má til dæmis ekki fara út úr ökutækjunum á neinum tímapunkti. Öll dýrin í Kruger Park eru fullkomlega villt og óvön öllu samneyti við mannfólk þó svo að þau séu kannski vön því að sjá bíla keyra framhjá. Í myndbandi hér að neðan má þó sjá að maður er ekki einu sinni hundrað prósent öruggur inn í læstu ökutæki. Það er því lang best að vera á ferð með reyndum leiðsögumanni líkt og við gerðum.Ljónin veiða í hópum og vatnabuffalóar eru vinsælir á matseðlinum.MYND/Frosti LogasonFílar, ljón, flóðhestar, gíraffar og nashyrningar eru bara brot af þeim skepnum sem við sáum á tveggja daga safaríferð okkar um verndarsvæðið sem geymir 147 spendýrategundir, 114 skriðdýrategundir og yfir 500 fuglategundir. Kruger Park er örugglega besti staður veraldar til þess að sjá fjölbreytt og villt dýralíf á skömmum tíma. Maður var alltaf að sjá eitthvað bara með því að malla í gegnum svæðið. Leiðsögumaðurinn sem keyrði bílinn var líka með allt á hreinu og gat sagt okkur áhugaverðar staðreyndir um hverja einustu dýrategund sem við sáum á leiðinni.Gíraffar eru undarlegar skepnur og vinalegar.MYND/Frosti LogasonEins og áður segir dvöldum við sjálfir á mjög huggulegu sveitahóteli þann tíma sem við vorum þarna en einnig er hægt að taka lengri safaríferðir og gista í tjöldum úti í villtri náttúrunni ef fólk treystir sér til þess. Kruger Park er mögnuð náttúruperla sem lætur engann sem þangað kemur ósnortinn.Vinirnir Frosti Logason og Sigurður Þorsteinsson fara í haust í sex vikna ferðalag um Asíu og Afríku. Þeir ætla að leyfa lesendum Vísis að fylgjast með ferðalaginu í máli, myndum og myndböndum. Félagarnir fara meðal annars í safarí í Suður-Afríku, fara á brimbrettanámskeið á Balí og læra að kafa í Taílandi. Verkefnið gengur undir heitinu AsíAfríka. AsíAfríka Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Þegar kemur að dýralífi og villtri náttúru er ekkert sem toppar óbyggðir Afríku. Suður-Afríka býr yfir frábærum svæðum sem eru fullkomin til útivistar og ævintýraferða. Eitt þeirra er þjóðgarðurinn Kruger Park. Eftir ríflega 8 klukkustunda akstur þangað frá Jóhannesarborg var ánægjulegt að koma að einstaklega notalegu sveitahóteli þar sem þægilegt var að slappa af við sundlaugarbakkann í kvöldsólinni. Á leiðinni upp eftir náðum við að kynnast ferðafélögunum vel en við vorum í bíl með nokkrum konum frá Ástralíu og mjög sérstökum manni frá Ísrael. Það var um margt að spjalla á leiðinni og menn tókust aðeins á í rökræðum en bílferðin var þó ekki nægilega löng til þess að okkur tækist að leysa deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs.Algeng sjón í Kruger park en þar eru yfir 13 þúsund fílar.MYND/Frosti LogasonKruger Park er stærsta verndarsvæði Suður-Afríku sem nær yfir 19,633 ferkílómetra í tveimur héruðum í norð-austur hluta landsins. Frá nyrsta hluta svæðisins til þess syðsta eru einir 360 kílómetrar og 65 kílómetrar frá austri til vesturs. Svæðið er því stærra en til dæmis allt Holland og þar er að finna ótrúlega fjölbreytta náttúru. Holland er reyndar alltaf að verða minna og minna einhvernvegin. Sérstaklega þegar talað er um knattspyrnu. Ísraels maðurinn David hafði á orði að það tæki ekki nema fimm tíma að keyra Ísrael endana á milli. Honum fannst Kruger Park vera ævintýralega stór þjóðgarður.Sebrahestarnir flækjast oft fyrir enda eru þeir útum allt í Kruger Park.Mynd/Frosti LogasonSafarí ferðir um Kruger Park eru gríðarlega vinælar meðal ferðamanna sem heimsækja Suður-Afríku. Ferðast er um á opnum bílum sem gefur fólki færi á að sjá mörg af stærstu spendýrum jarðar með berum augum og í ótrúlegu návígi. Gestir eru þó varaðir sterklega við því að nálgast skepnurnar með nokkrum hætti og það má til dæmis ekki fara út úr ökutækjunum á neinum tímapunkti. Öll dýrin í Kruger Park eru fullkomlega villt og óvön öllu samneyti við mannfólk þó svo að þau séu kannski vön því að sjá bíla keyra framhjá. Í myndbandi hér að neðan má þó sjá að maður er ekki einu sinni hundrað prósent öruggur inn í læstu ökutæki. Það er því lang best að vera á ferð með reyndum leiðsögumanni líkt og við gerðum.Ljónin veiða í hópum og vatnabuffalóar eru vinsælir á matseðlinum.MYND/Frosti LogasonFílar, ljón, flóðhestar, gíraffar og nashyrningar eru bara brot af þeim skepnum sem við sáum á tveggja daga safaríferð okkar um verndarsvæðið sem geymir 147 spendýrategundir, 114 skriðdýrategundir og yfir 500 fuglategundir. Kruger Park er örugglega besti staður veraldar til þess að sjá fjölbreytt og villt dýralíf á skömmum tíma. Maður var alltaf að sjá eitthvað bara með því að malla í gegnum svæðið. Leiðsögumaðurinn sem keyrði bílinn var líka með allt á hreinu og gat sagt okkur áhugaverðar staðreyndir um hverja einustu dýrategund sem við sáum á leiðinni.Gíraffar eru undarlegar skepnur og vinalegar.MYND/Frosti LogasonEins og áður segir dvöldum við sjálfir á mjög huggulegu sveitahóteli þann tíma sem við vorum þarna en einnig er hægt að taka lengri safaríferðir og gista í tjöldum úti í villtri náttúrunni ef fólk treystir sér til þess. Kruger Park er mögnuð náttúruperla sem lætur engann sem þangað kemur ósnortinn.Vinirnir Frosti Logason og Sigurður Þorsteinsson fara í haust í sex vikna ferðalag um Asíu og Afríku. Þeir ætla að leyfa lesendum Vísis að fylgjast með ferðalaginu í máli, myndum og myndböndum. Félagarnir fara meðal annars í safarí í Suður-Afríku, fara á brimbrettanámskeið á Balí og læra að kafa í Taílandi. Verkefnið gengur undir heitinu AsíAfríka.
AsíAfríka Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira