Stærsta verndarsvæði Suður-Afríku Frosti Logason skrifar 17. október 2014 08:41 Þegar kemur að dýralífi og villtri náttúru er ekkert sem toppar óbyggðir Afríku. Suður-Afríka býr yfir frábærum svæðum sem eru fullkomin til útivistar og ævintýraferða. Eitt þeirra er þjóðgarðurinn Kruger Park. Eftir ríflega 8 klukkustunda akstur þangað frá Jóhannesarborg var ánægjulegt að koma að einstaklega notalegu sveitahóteli þar sem þægilegt var að slappa af við sundlaugarbakkann í kvöldsólinni. Á leiðinni upp eftir náðum við að kynnast ferðafélögunum vel en við vorum í bíl með nokkrum konum frá Ástralíu og mjög sérstökum manni frá Ísrael. Það var um margt að spjalla á leiðinni og menn tókust aðeins á í rökræðum en bílferðin var þó ekki nægilega löng til þess að okkur tækist að leysa deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs.Algeng sjón í Kruger park en þar eru yfir 13 þúsund fílar.MYND/Frosti LogasonKruger Park er stærsta verndarsvæði Suður-Afríku sem nær yfir 19,633 ferkílómetra í tveimur héruðum í norð-austur hluta landsins. Frá nyrsta hluta svæðisins til þess syðsta eru einir 360 kílómetrar og 65 kílómetrar frá austri til vesturs. Svæðið er því stærra en til dæmis allt Holland og þar er að finna ótrúlega fjölbreytta náttúru. Holland er reyndar alltaf að verða minna og minna einhvernvegin. Sérstaklega þegar talað er um knattspyrnu. Ísraels maðurinn David hafði á orði að það tæki ekki nema fimm tíma að keyra Ísrael endana á milli. Honum fannst Kruger Park vera ævintýralega stór þjóðgarður.Sebrahestarnir flækjast oft fyrir enda eru þeir útum allt í Kruger Park.Mynd/Frosti LogasonSafarí ferðir um Kruger Park eru gríðarlega vinælar meðal ferðamanna sem heimsækja Suður-Afríku. Ferðast er um á opnum bílum sem gefur fólki færi á að sjá mörg af stærstu spendýrum jarðar með berum augum og í ótrúlegu návígi. Gestir eru þó varaðir sterklega við því að nálgast skepnurnar með nokkrum hætti og það má til dæmis ekki fara út úr ökutækjunum á neinum tímapunkti. Öll dýrin í Kruger Park eru fullkomlega villt og óvön öllu samneyti við mannfólk þó svo að þau séu kannski vön því að sjá bíla keyra framhjá. Í myndbandi hér að neðan má þó sjá að maður er ekki einu sinni hundrað prósent öruggur inn í læstu ökutæki. Það er því lang best að vera á ferð með reyndum leiðsögumanni líkt og við gerðum.Ljónin veiða í hópum og vatnabuffalóar eru vinsælir á matseðlinum.MYND/Frosti LogasonFílar, ljón, flóðhestar, gíraffar og nashyrningar eru bara brot af þeim skepnum sem við sáum á tveggja daga safaríferð okkar um verndarsvæðið sem geymir 147 spendýrategundir, 114 skriðdýrategundir og yfir 500 fuglategundir. Kruger Park er örugglega besti staður veraldar til þess að sjá fjölbreytt og villt dýralíf á skömmum tíma. Maður var alltaf að sjá eitthvað bara með því að malla í gegnum svæðið. Leiðsögumaðurinn sem keyrði bílinn var líka með allt á hreinu og gat sagt okkur áhugaverðar staðreyndir um hverja einustu dýrategund sem við sáum á leiðinni.Gíraffar eru undarlegar skepnur og vinalegar.MYND/Frosti LogasonEins og áður segir dvöldum við sjálfir á mjög huggulegu sveitahóteli þann tíma sem við vorum þarna en einnig er hægt að taka lengri safaríferðir og gista í tjöldum úti í villtri náttúrunni ef fólk treystir sér til þess. Kruger Park er mögnuð náttúruperla sem lætur engann sem þangað kemur ósnortinn.Vinirnir Frosti Logason og Sigurður Þorsteinsson fara í haust í sex vikna ferðalag um Asíu og Afríku. Þeir ætla að leyfa lesendum Vísis að fylgjast með ferðalaginu í máli, myndum og myndböndum. Félagarnir fara meðal annars í safarí í Suður-Afríku, fara á brimbrettanámskeið á Balí og læra að kafa í Taílandi. Verkefnið gengur undir heitinu AsíAfríka. AsíAfríka Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Þegar kemur að dýralífi og villtri náttúru er ekkert sem toppar óbyggðir Afríku. Suður-Afríka býr yfir frábærum svæðum sem eru fullkomin til útivistar og ævintýraferða. Eitt þeirra er þjóðgarðurinn Kruger Park. Eftir ríflega 8 klukkustunda akstur þangað frá Jóhannesarborg var ánægjulegt að koma að einstaklega notalegu sveitahóteli þar sem þægilegt var að slappa af við sundlaugarbakkann í kvöldsólinni. Á leiðinni upp eftir náðum við að kynnast ferðafélögunum vel en við vorum í bíl með nokkrum konum frá Ástralíu og mjög sérstökum manni frá Ísrael. Það var um margt að spjalla á leiðinni og menn tókust aðeins á í rökræðum en bílferðin var þó ekki nægilega löng til þess að okkur tækist að leysa deiluna fyrir botni Miðjarðarhafs.Algeng sjón í Kruger park en þar eru yfir 13 þúsund fílar.MYND/Frosti LogasonKruger Park er stærsta verndarsvæði Suður-Afríku sem nær yfir 19,633 ferkílómetra í tveimur héruðum í norð-austur hluta landsins. Frá nyrsta hluta svæðisins til þess syðsta eru einir 360 kílómetrar og 65 kílómetrar frá austri til vesturs. Svæðið er því stærra en til dæmis allt Holland og þar er að finna ótrúlega fjölbreytta náttúru. Holland er reyndar alltaf að verða minna og minna einhvernvegin. Sérstaklega þegar talað er um knattspyrnu. Ísraels maðurinn David hafði á orði að það tæki ekki nema fimm tíma að keyra Ísrael endana á milli. Honum fannst Kruger Park vera ævintýralega stór þjóðgarður.Sebrahestarnir flækjast oft fyrir enda eru þeir útum allt í Kruger Park.Mynd/Frosti LogasonSafarí ferðir um Kruger Park eru gríðarlega vinælar meðal ferðamanna sem heimsækja Suður-Afríku. Ferðast er um á opnum bílum sem gefur fólki færi á að sjá mörg af stærstu spendýrum jarðar með berum augum og í ótrúlegu návígi. Gestir eru þó varaðir sterklega við því að nálgast skepnurnar með nokkrum hætti og það má til dæmis ekki fara út úr ökutækjunum á neinum tímapunkti. Öll dýrin í Kruger Park eru fullkomlega villt og óvön öllu samneyti við mannfólk þó svo að þau séu kannski vön því að sjá bíla keyra framhjá. Í myndbandi hér að neðan má þó sjá að maður er ekki einu sinni hundrað prósent öruggur inn í læstu ökutæki. Það er því lang best að vera á ferð með reyndum leiðsögumanni líkt og við gerðum.Ljónin veiða í hópum og vatnabuffalóar eru vinsælir á matseðlinum.MYND/Frosti LogasonFílar, ljón, flóðhestar, gíraffar og nashyrningar eru bara brot af þeim skepnum sem við sáum á tveggja daga safaríferð okkar um verndarsvæðið sem geymir 147 spendýrategundir, 114 skriðdýrategundir og yfir 500 fuglategundir. Kruger Park er örugglega besti staður veraldar til þess að sjá fjölbreytt og villt dýralíf á skömmum tíma. Maður var alltaf að sjá eitthvað bara með því að malla í gegnum svæðið. Leiðsögumaðurinn sem keyrði bílinn var líka með allt á hreinu og gat sagt okkur áhugaverðar staðreyndir um hverja einustu dýrategund sem við sáum á leiðinni.Gíraffar eru undarlegar skepnur og vinalegar.MYND/Frosti LogasonEins og áður segir dvöldum við sjálfir á mjög huggulegu sveitahóteli þann tíma sem við vorum þarna en einnig er hægt að taka lengri safaríferðir og gista í tjöldum úti í villtri náttúrunni ef fólk treystir sér til þess. Kruger Park er mögnuð náttúruperla sem lætur engann sem þangað kemur ósnortinn.Vinirnir Frosti Logason og Sigurður Þorsteinsson fara í haust í sex vikna ferðalag um Asíu og Afríku. Þeir ætla að leyfa lesendum Vísis að fylgjast með ferðalaginu í máli, myndum og myndböndum. Félagarnir fara meðal annars í safarí í Suður-Afríku, fara á brimbrettanámskeið á Balí og læra að kafa í Taílandi. Verkefnið gengur undir heitinu AsíAfríka.
AsíAfríka Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira