Fólk geti ráðið hvenær það vill fara í framhaldsskóla Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 17. október 2014 07:00 Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ, segir að hugsa verði um réttindi fólks til náms. Menntamálaráðherra telur að framhaldsskólar eigi að vera ungmennaskólar og það eigi að loka fyrir aðgang þeirra sem eru orðnir 25 ára og eldri. Fréttablaðið/Vilhelm Samkvæmt upplýsingum menntamálaráðuneytisins eru 2.200 framhaldsskólanemar hér á landi 25 ára og eldri. Af þeim eru um 570 í verknámi. Í forsendum fjárlagafrumvarps er gert ráð fyrir að framhaldsskólarnir takmarki mjög aðgang eða hætti að taka við nemendum sem eru orðnir 25 ára í bóknám. Þar stendur hins vegar ekki til að gera breytingar verknáminu. „Ég tel það rétt allra að eiga kost á ókeypis framhaldsskólafræðslu í þrjú til fjögur ár,“ segir Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Kristinn segir að það verði að hugsa um réttindi fólks. Hann hafi áhyggjur af þeim sem fara beint út á vinnumarkaðinn eftir grunnskóla og séu þar góðir og nýtir þegnar í mörg ár og borgi sína skatta og skyldur. „Ég tel að þetta fólk eigi rétt á framhaldsskólanámi án þess að þurfa að borga fyrir það. Það á að vera val hvers og eins hvenær hann nýtir þennan rétt. Það er ekki hægt að leggja þetta fólk sem fer út á vinnumarkaðinn að jöfnu við þá sem eru að druslast inni í kerfinu í mörg ár án þess að ljúka náminu,“ segir Kristinn og bendir á að hingað til hafi það þótt henta þjóðfélaginu ágætlega að ungt fólk fari að vinna í fiski eða frystihúsum. Bent hefur verið á meðal annars í umræðum á Alþingi að breytingarnar komi sér sérlega illa fyrir marga landsbyggðarskóla. Hlutfall eldri nemenda í þeim sé hátt.Illugi GunnarssonLíneik Anna Sævarsdóttir, þingaður Framsóknarflokksins og varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir að málið sé flóknara en svo að hún geti svarað því af eða á hvort hún styðji þessar breytingar. „Ég hef áhyggjur af ákveðnum þáttum, það er stöðu framhaldsskólanna á landsbyggðinni. Hins vegar hef ég ekki áhyggjur af því að það verði ekki til námsleiðir fyrir fullorðið fólk sem vill fara í háskólanám,“ segir Líneik Anna. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði á Alþingi að það þurfi að taka ákvörðun á borð við þessa þó hún sé erfið. Hann telji hana skynsamlega. „Hún mun reynast okkur til lengri tíma betur, það er að horfa á framhaldsskólann sem ungmennaskóla og hafa úrræði og þróa þau áfram fyrir þá sem eldri eru þannig að þeir þurfi ekki að setjast á skólabekk með 16 ára og geti farið aðrar leiðir til að komast í háskóla. Þær eru til,“ sagði Illugi. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum menntamálaráðuneytisins eru 2.200 framhaldsskólanemar hér á landi 25 ára og eldri. Af þeim eru um 570 í verknámi. Í forsendum fjárlagafrumvarps er gert ráð fyrir að framhaldsskólarnir takmarki mjög aðgang eða hætti að taka við nemendum sem eru orðnir 25 ára í bóknám. Þar stendur hins vegar ekki til að gera breytingar verknáminu. „Ég tel það rétt allra að eiga kost á ókeypis framhaldsskólafræðslu í þrjú til fjögur ár,“ segir Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Kristinn segir að það verði að hugsa um réttindi fólks. Hann hafi áhyggjur af þeim sem fara beint út á vinnumarkaðinn eftir grunnskóla og séu þar góðir og nýtir þegnar í mörg ár og borgi sína skatta og skyldur. „Ég tel að þetta fólk eigi rétt á framhaldsskólanámi án þess að þurfa að borga fyrir það. Það á að vera val hvers og eins hvenær hann nýtir þennan rétt. Það er ekki hægt að leggja þetta fólk sem fer út á vinnumarkaðinn að jöfnu við þá sem eru að druslast inni í kerfinu í mörg ár án þess að ljúka náminu,“ segir Kristinn og bendir á að hingað til hafi það þótt henta þjóðfélaginu ágætlega að ungt fólk fari að vinna í fiski eða frystihúsum. Bent hefur verið á meðal annars í umræðum á Alþingi að breytingarnar komi sér sérlega illa fyrir marga landsbyggðarskóla. Hlutfall eldri nemenda í þeim sé hátt.Illugi GunnarssonLíneik Anna Sævarsdóttir, þingaður Framsóknarflokksins og varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir að málið sé flóknara en svo að hún geti svarað því af eða á hvort hún styðji þessar breytingar. „Ég hef áhyggjur af ákveðnum þáttum, það er stöðu framhaldsskólanna á landsbyggðinni. Hins vegar hef ég ekki áhyggjur af því að það verði ekki til námsleiðir fyrir fullorðið fólk sem vill fara í háskólanám,“ segir Líneik Anna. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði á Alþingi að það þurfi að taka ákvörðun á borð við þessa þó hún sé erfið. Hann telji hana skynsamlega. „Hún mun reynast okkur til lengri tíma betur, það er að horfa á framhaldsskólann sem ungmennaskóla og hafa úrræði og þróa þau áfram fyrir þá sem eldri eru þannig að þeir þurfi ekki að setjast á skólabekk með 16 ára og geti farið aðrar leiðir til að komast í háskóla. Þær eru til,“ sagði Illugi.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira