Fólk geti ráðið hvenær það vill fara í framhaldsskóla Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 17. október 2014 07:00 Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ, segir að hugsa verði um réttindi fólks til náms. Menntamálaráðherra telur að framhaldsskólar eigi að vera ungmennaskólar og það eigi að loka fyrir aðgang þeirra sem eru orðnir 25 ára og eldri. Fréttablaðið/Vilhelm Samkvæmt upplýsingum menntamálaráðuneytisins eru 2.200 framhaldsskólanemar hér á landi 25 ára og eldri. Af þeim eru um 570 í verknámi. Í forsendum fjárlagafrumvarps er gert ráð fyrir að framhaldsskólarnir takmarki mjög aðgang eða hætti að taka við nemendum sem eru orðnir 25 ára í bóknám. Þar stendur hins vegar ekki til að gera breytingar verknáminu. „Ég tel það rétt allra að eiga kost á ókeypis framhaldsskólafræðslu í þrjú til fjögur ár,“ segir Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Kristinn segir að það verði að hugsa um réttindi fólks. Hann hafi áhyggjur af þeim sem fara beint út á vinnumarkaðinn eftir grunnskóla og séu þar góðir og nýtir þegnar í mörg ár og borgi sína skatta og skyldur. „Ég tel að þetta fólk eigi rétt á framhaldsskólanámi án þess að þurfa að borga fyrir það. Það á að vera val hvers og eins hvenær hann nýtir þennan rétt. Það er ekki hægt að leggja þetta fólk sem fer út á vinnumarkaðinn að jöfnu við þá sem eru að druslast inni í kerfinu í mörg ár án þess að ljúka náminu,“ segir Kristinn og bendir á að hingað til hafi það þótt henta þjóðfélaginu ágætlega að ungt fólk fari að vinna í fiski eða frystihúsum. Bent hefur verið á meðal annars í umræðum á Alþingi að breytingarnar komi sér sérlega illa fyrir marga landsbyggðarskóla. Hlutfall eldri nemenda í þeim sé hátt.Illugi GunnarssonLíneik Anna Sævarsdóttir, þingaður Framsóknarflokksins og varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir að málið sé flóknara en svo að hún geti svarað því af eða á hvort hún styðji þessar breytingar. „Ég hef áhyggjur af ákveðnum þáttum, það er stöðu framhaldsskólanna á landsbyggðinni. Hins vegar hef ég ekki áhyggjur af því að það verði ekki til námsleiðir fyrir fullorðið fólk sem vill fara í háskólanám,“ segir Líneik Anna. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði á Alþingi að það þurfi að taka ákvörðun á borð við þessa þó hún sé erfið. Hann telji hana skynsamlega. „Hún mun reynast okkur til lengri tíma betur, það er að horfa á framhaldsskólann sem ungmennaskóla og hafa úrræði og þróa þau áfram fyrir þá sem eldri eru þannig að þeir þurfi ekki að setjast á skólabekk með 16 ára og geti farið aðrar leiðir til að komast í háskóla. Þær eru til,“ sagði Illugi. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum menntamálaráðuneytisins eru 2.200 framhaldsskólanemar hér á landi 25 ára og eldri. Af þeim eru um 570 í verknámi. Í forsendum fjárlagafrumvarps er gert ráð fyrir að framhaldsskólarnir takmarki mjög aðgang eða hætti að taka við nemendum sem eru orðnir 25 ára í bóknám. Þar stendur hins vegar ekki til að gera breytingar verknáminu. „Ég tel það rétt allra að eiga kost á ókeypis framhaldsskólafræðslu í þrjú til fjögur ár,“ segir Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Kristinn segir að það verði að hugsa um réttindi fólks. Hann hafi áhyggjur af þeim sem fara beint út á vinnumarkaðinn eftir grunnskóla og séu þar góðir og nýtir þegnar í mörg ár og borgi sína skatta og skyldur. „Ég tel að þetta fólk eigi rétt á framhaldsskólanámi án þess að þurfa að borga fyrir það. Það á að vera val hvers og eins hvenær hann nýtir þennan rétt. Það er ekki hægt að leggja þetta fólk sem fer út á vinnumarkaðinn að jöfnu við þá sem eru að druslast inni í kerfinu í mörg ár án þess að ljúka náminu,“ segir Kristinn og bendir á að hingað til hafi það þótt henta þjóðfélaginu ágætlega að ungt fólk fari að vinna í fiski eða frystihúsum. Bent hefur verið á meðal annars í umræðum á Alþingi að breytingarnar komi sér sérlega illa fyrir marga landsbyggðarskóla. Hlutfall eldri nemenda í þeim sé hátt.Illugi GunnarssonLíneik Anna Sævarsdóttir, þingaður Framsóknarflokksins og varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir að málið sé flóknara en svo að hún geti svarað því af eða á hvort hún styðji þessar breytingar. „Ég hef áhyggjur af ákveðnum þáttum, það er stöðu framhaldsskólanna á landsbyggðinni. Hins vegar hef ég ekki áhyggjur af því að það verði ekki til námsleiðir fyrir fullorðið fólk sem vill fara í háskólanám,“ segir Líneik Anna. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði á Alþingi að það þurfi að taka ákvörðun á borð við þessa þó hún sé erfið. Hann telji hana skynsamlega. „Hún mun reynast okkur til lengri tíma betur, það er að horfa á framhaldsskólann sem ungmennaskóla og hafa úrræði og þróa þau áfram fyrir þá sem eldri eru þannig að þeir þurfi ekki að setjast á skólabekk með 16 ára og geti farið aðrar leiðir til að komast í háskóla. Þær eru til,“ sagði Illugi.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira