Tuttuguföld gliðnun lands við Vatnajökul Svavar Hávarðsson skrifar 28. ágúst 2014 10:00 Nú er talið að berggangurinn sé á minna dýpi en talið hefur verið - jörð hefur sigið yfir ganginum í Holuhrauni og sigkatlar sjást í sporði Dyngjujökuls. Fréttablaðið/GVA Mælingar á umbrotasvæðinu í norðanverðum Vatnajökli sýna færslu á yfirborði sem nemur um 40 sentímetrum. Það er rúmlega tuttuguföld gliðnun á Íslandi að meðaltali á ári. Gliðnunin hefur tvöfaldast á aðeins fimm dögum. Landmælingar (GPS) sýna að færsla lands á milli mælistöðva sem staðsettar eru á Dyngjuhálsi annars vegar, og lóninu Gengissigi í Kverkfjöllum, hins vegar, er orðin rúmlega 40 sentímetrar síðan jarðhræringarnar undir Vatnajökli hófust 16. ágúst, að mati Þóru Árnadóttur, jarðeðlisfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Þóra telur þetta vera mestu færslur sem sést hafa á Norðurgosbeltinu síðan í Kröflueldum. „Færslan á yfirborði nær ganginum er ennþá meiri og við eigum von á að endurmælingar á GPS-neti á svæðinu gefi mun stærri hreyfingar,“ segir Þóra. Viðlíka atburðir hafa aðeins orðið á Havaí og í Eþíópíu, að hennar sögn. Til marks um átökin í náttúrunni segir Þóra að allar GPS-mælistöðvar á svæðinu sýni orðið hreyfingar vegna kvikuinnskotsins, og nefnir í því ljósi að fleiri mælar mættu vera á svæðinu. „Við erum farin að horfa á mun stærra svæði en í upphafi. Við sjáum færslu á mælistöð í Kiðagili, sem er rúmlega 40 kílómetra frá norðurenda berggangsins. Við sjáum gríðarmiklar hreyfingar á Dyngjuhálsi, sem er 20 kílómetra þar frá, og á Háumýrum, þar sem fjarlægðin nálgast 60 kílómetra fyrir vestsuðvestan ganginn,“ segir Þóra. Berggangurinn, sem kominn er um ellefu kílómetra norður fyrir sporð Dyngjujökuls, hefur valdið verulegum spennubreytingum á stóru svæði, m.a. til norðurs, sem gæti skýrt skjálftavirkni í Öskju í fyrrinótt. Þar mældist skjálfti sem var 4,5 stig, sá stærsti síðan 1992, að því er næst verður komist. Bárðarbunga Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Mælingar á umbrotasvæðinu í norðanverðum Vatnajökli sýna færslu á yfirborði sem nemur um 40 sentímetrum. Það er rúmlega tuttuguföld gliðnun á Íslandi að meðaltali á ári. Gliðnunin hefur tvöfaldast á aðeins fimm dögum. Landmælingar (GPS) sýna að færsla lands á milli mælistöðva sem staðsettar eru á Dyngjuhálsi annars vegar, og lóninu Gengissigi í Kverkfjöllum, hins vegar, er orðin rúmlega 40 sentímetrar síðan jarðhræringarnar undir Vatnajökli hófust 16. ágúst, að mati Þóru Árnadóttur, jarðeðlisfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Þóra telur þetta vera mestu færslur sem sést hafa á Norðurgosbeltinu síðan í Kröflueldum. „Færslan á yfirborði nær ganginum er ennþá meiri og við eigum von á að endurmælingar á GPS-neti á svæðinu gefi mun stærri hreyfingar,“ segir Þóra. Viðlíka atburðir hafa aðeins orðið á Havaí og í Eþíópíu, að hennar sögn. Til marks um átökin í náttúrunni segir Þóra að allar GPS-mælistöðvar á svæðinu sýni orðið hreyfingar vegna kvikuinnskotsins, og nefnir í því ljósi að fleiri mælar mættu vera á svæðinu. „Við erum farin að horfa á mun stærra svæði en í upphafi. Við sjáum færslu á mælistöð í Kiðagili, sem er rúmlega 40 kílómetra frá norðurenda berggangsins. Við sjáum gríðarmiklar hreyfingar á Dyngjuhálsi, sem er 20 kílómetra þar frá, og á Háumýrum, þar sem fjarlægðin nálgast 60 kílómetra fyrir vestsuðvestan ganginn,“ segir Þóra. Berggangurinn, sem kominn er um ellefu kílómetra norður fyrir sporð Dyngjujökuls, hefur valdið verulegum spennubreytingum á stóru svæði, m.a. til norðurs, sem gæti skýrt skjálftavirkni í Öskju í fyrrinótt. Þar mældist skjálfti sem var 4,5 stig, sá stærsti síðan 1992, að því er næst verður komist.
Bárðarbunga Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira