Hinsegin dagar hefjast í dag Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2014 10:22 Aðsend mynd Dagskrá Hinsegin daga hefst í dag og stendur hún yfir í sex daga til sunnudags. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 1999. Hinsegin dagar byrja með hópferð í Blóðbankann á hádegi í dag. „Markmið heimsóknarinnar er að minna á að karlmönnum sem stundað hafa kynmök með einstaklingi af sama kyni er óheimilt að gefa blóð,“ segir í tilkynningu frá stjórn Hinsegin daga. Samkvæmt tilkynningunni er dagskrá vikunnar fjölbreytt sem aldrei fyrr. „Má þar nefna Dívur og Dýfur í Sundhöll Reykjavíkur á morgun, tónleika Hinsegin kórsins, hinsegin göngu um Grasagarðinn, ýmsa fyrirlestra og pallborðsumræður og siglinguna Stolt siglir fleyið mitt frá gömlu höfninni í Reykjavík. Að ógleymdri opnunarhátíð í Hörpu, fjölskylduhátíð í Viðey og sjálfri gleðigöngunni og útitónleikum á Arnarhóli á laugardag.“ Þá munu ýmsir þjóðþekktir listamenn stíga á svið Á Arnarhóli á laugardaginn eins og Páll Óskar, Sigga Beinteins, Felix Bergsson Lay Low og fleiri. „Gríðarlega margt hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks hér á landi á undanförnum árum - en betur má ef duga skal. Í könnun sem Samtökin ’78 létu gera síðastliðinn vetur kom í ljós að rúm 80% svarenda höfðu orðið fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar eða kynvitundar, fengið óviðeigandi spurningar eða athugasemdir, heyrt fordómafulla umræðu eða lent í einelti – og meirihlutinn á síðustu þremur árum.“ „Við höldum Hinsegin daga til að gleðjast og fagna þeim sigrum sem hafa áunnist en einnig til að minna okkur á það að á meðan einstaklingar mæta enn aðkasti og fordómum vegna kynhneigðar og kynvitundar, hvar sem er í heiminum, er baráttunni hvergi nærri lokið.“Stjórn Hinsegin daga í Reykjavík. Eva María Þ Lange, Baldvin Kári, Kristín Sævarsdóttir, Gunnlaugur Bragi ogJón Kjartan Ágústsson.Aðsend mynd Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Dagskrá Hinsegin daga hefst í dag og stendur hún yfir í sex daga til sunnudags. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 1999. Hinsegin dagar byrja með hópferð í Blóðbankann á hádegi í dag. „Markmið heimsóknarinnar er að minna á að karlmönnum sem stundað hafa kynmök með einstaklingi af sama kyni er óheimilt að gefa blóð,“ segir í tilkynningu frá stjórn Hinsegin daga. Samkvæmt tilkynningunni er dagskrá vikunnar fjölbreytt sem aldrei fyrr. „Má þar nefna Dívur og Dýfur í Sundhöll Reykjavíkur á morgun, tónleika Hinsegin kórsins, hinsegin göngu um Grasagarðinn, ýmsa fyrirlestra og pallborðsumræður og siglinguna Stolt siglir fleyið mitt frá gömlu höfninni í Reykjavík. Að ógleymdri opnunarhátíð í Hörpu, fjölskylduhátíð í Viðey og sjálfri gleðigöngunni og útitónleikum á Arnarhóli á laugardag.“ Þá munu ýmsir þjóðþekktir listamenn stíga á svið Á Arnarhóli á laugardaginn eins og Páll Óskar, Sigga Beinteins, Felix Bergsson Lay Low og fleiri. „Gríðarlega margt hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks hér á landi á undanförnum árum - en betur má ef duga skal. Í könnun sem Samtökin ’78 létu gera síðastliðinn vetur kom í ljós að rúm 80% svarenda höfðu orðið fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar eða kynvitundar, fengið óviðeigandi spurningar eða athugasemdir, heyrt fordómafulla umræðu eða lent í einelti – og meirihlutinn á síðustu þremur árum.“ „Við höldum Hinsegin daga til að gleðjast og fagna þeim sigrum sem hafa áunnist en einnig til að minna okkur á það að á meðan einstaklingar mæta enn aðkasti og fordómum vegna kynhneigðar og kynvitundar, hvar sem er í heiminum, er baráttunni hvergi nærri lokið.“Stjórn Hinsegin daga í Reykjavík. Eva María Þ Lange, Baldvin Kári, Kristín Sævarsdóttir, Gunnlaugur Bragi ogJón Kjartan Ágústsson.Aðsend mynd
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira