Sjálf segist Emma hafa upplifað kynjamisrétti frá því hún var átta ára en hún fékk að heyra að hún væri stjórnsöm þegar hún sýndi áhuga á því að leikstýra skólaleikriti. Fjórtán ára hafi fjölmiðlar stillt henni upp sem kyntákni, burtséð frá hæfileikum hennar. Fimmtán ára horfði hún upp á vinkonur sínar hætta í íþróttum því þær vildu ekki verða of stæltar. Átján ára hafi stráka vinir hennar verið ófærir um að tala um tilfinningar sínar.
"Bæði konur og menn eiga að þora að vera viðkvæm og bæði konur og menn eiga að þora að vera sterk. Ef við hættum að skilgreina hvort annað útfrá því sem við erum ekki og byrjum að skilgreina okkur útfrá því sem við erum, þá verðum við frjálsari og það er það sem HeForShe snýst um“, sagði leikkonan. "Það snýst um að við séum frjáls."
Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þessa mögnuðu ræðu.