Ný ríkisstofnun verður staðsett á landsbyggðinni Jóhanna Margrét Einarsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifar 1. október 2014 00:01 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að það eigi að flytja opinber störf út á land. Fréttablaðið/GVA Allar líkur eru á að ný stjórnsýslustofnun sem á að taka yfir málefni Barnaverndarstofu, Fjölmenningarseturs, réttargæslumanna fatlaðs fólks auk verkefna sem félagsmálaráðuneytið sinnir, verði höfð á landsbyggðinni. „Það er talað um mikilvægi þess í stjórnarsáttmálanum að flytja opinber störf út á land,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Eygló hefur skipað nefnd til að endurskoða stjórnsýslu á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Í erindisbréfi nefndarinnar segir að hún eigi að vinna að nauðsynlegum lagabreytingum, leggja fram tillögur að nýrri stjórnsýslustofnun, staðsetningu höfuðstöðva hennar og annarra starfsstöðva.Þóroddur Bjarnason.Formaður nefndarinnar er Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar. Þóroddur segir að samkvæmt byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar eigi að stefna að því að draga úr ójafnri dreifingu ríkisstarfa um landið. „Þetta hefur náttúrulega verið töluvert í umræðunni. Menn hafa talað um að það sé auðveldara að gera það með nýjar stofnanir en gamlar. Hér er auðvitað ný stofnun á ferðinni og augljóst mál að það þarf að skoða það hvort þetta sé dæmi um nýja stofnun sem gæti verið annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu. Það er alls ekki víst og það þarf að tala við alla aðila og kanna málið vandlega,“ segir Þóroddur. Eygló Harðardóttir segir að með þessu vonist hún til að það verði hægt að bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. Hún segir að það hafi komið fram fjölmargar ábendingar um að það séu ýmsar brotalamir þegar kemur að þessum málaflokkum. Eygló Harðardóttir„Það eru ekki til nein viðmið um hvað sé góð félagsþjónusta eða barnavernd. Það þarf að skilgreina það. Það verður að koma upp sérstökum gæðastöðlum á þessum sviðum, líkt og menn hafa gert í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Eygló. Hún segir að það sé þar af leiðandi mjög mikilvægt að koma á laggirnar sérstakri stjórnsýslustofnun sem hefði það verkefni með höndum að styðja við sveitarfélögin og tryggja að þjónusta þeirra á sviði barnaverndar og félagsþjónustu verði með sem bestum hætti. Þóroddur segir að vinna nefndarinnar snúist fyrst og fremst um skjólstæðingana. „Þetta er spurning um það hvernig við getum tryggt sem best þá þjónustu fyrir þá sem hennar njóta um allt land. Þá er þetta spurning um það hvernig við stillum af þessi samskipti milli ríkis og sveitarfélaga,“ segir Þóroddur. Tengdar fréttir Vekur furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að engar ákvarðanir hafa verið teknar um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála. 3. október 2014 12:59 Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Starfsmenn Barnaverndarstofu gagnrýna ummæli Eyglóar Harðardóttur og fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarkerfinu. 3. október 2014 10:29 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Allar líkur eru á að ný stjórnsýslustofnun sem á að taka yfir málefni Barnaverndarstofu, Fjölmenningarseturs, réttargæslumanna fatlaðs fólks auk verkefna sem félagsmálaráðuneytið sinnir, verði höfð á landsbyggðinni. „Það er talað um mikilvægi þess í stjórnarsáttmálanum að flytja opinber störf út á land,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Eygló hefur skipað nefnd til að endurskoða stjórnsýslu á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Í erindisbréfi nefndarinnar segir að hún eigi að vinna að nauðsynlegum lagabreytingum, leggja fram tillögur að nýrri stjórnsýslustofnun, staðsetningu höfuðstöðva hennar og annarra starfsstöðva.Þóroddur Bjarnason.Formaður nefndarinnar er Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar. Þóroddur segir að samkvæmt byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar eigi að stefna að því að draga úr ójafnri dreifingu ríkisstarfa um landið. „Þetta hefur náttúrulega verið töluvert í umræðunni. Menn hafa talað um að það sé auðveldara að gera það með nýjar stofnanir en gamlar. Hér er auðvitað ný stofnun á ferðinni og augljóst mál að það þarf að skoða það hvort þetta sé dæmi um nýja stofnun sem gæti verið annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu. Það er alls ekki víst og það þarf að tala við alla aðila og kanna málið vandlega,“ segir Þóroddur. Eygló Harðardóttir segir að með þessu vonist hún til að það verði hægt að bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. Hún segir að það hafi komið fram fjölmargar ábendingar um að það séu ýmsar brotalamir þegar kemur að þessum málaflokkum. Eygló Harðardóttir„Það eru ekki til nein viðmið um hvað sé góð félagsþjónusta eða barnavernd. Það þarf að skilgreina það. Það verður að koma upp sérstökum gæðastöðlum á þessum sviðum, líkt og menn hafa gert í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Eygló. Hún segir að það sé þar af leiðandi mjög mikilvægt að koma á laggirnar sérstakri stjórnsýslustofnun sem hefði það verkefni með höndum að styðja við sveitarfélögin og tryggja að þjónusta þeirra á sviði barnaverndar og félagsþjónustu verði með sem bestum hætti. Þóroddur segir að vinna nefndarinnar snúist fyrst og fremst um skjólstæðingana. „Þetta er spurning um það hvernig við getum tryggt sem best þá þjónustu fyrir þá sem hennar njóta um allt land. Þá er þetta spurning um það hvernig við stillum af þessi samskipti milli ríkis og sveitarfélaga,“ segir Þóroddur.
Tengdar fréttir Vekur furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að engar ákvarðanir hafa verið teknar um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála. 3. október 2014 12:59 Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Starfsmenn Barnaverndarstofu gagnrýna ummæli Eyglóar Harðardóttur og fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarkerfinu. 3. október 2014 10:29 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Vekur furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að engar ákvarðanir hafa verið teknar um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála. 3. október 2014 12:59
Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Starfsmenn Barnaverndarstofu gagnrýna ummæli Eyglóar Harðardóttur og fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarkerfinu. 3. október 2014 10:29