Innlent

61 prósent skólastjóra sögðu já

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá undirritun samningsins þann 10. júní.
Frá undirritun samningsins þann 10. júní.
Félagsmenn í Skólastjórafélagi Íslands samþykktu í dag nýgerðan kjarsamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandinu.

Samningurinn var undirritaður í húsakynnum Ríkissáttasemjara 10. júní en allherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna lauk klukkan 13 í dag.

500 voru á kjörskrá en 332 greiddu atkvæði. 201 eða 61 prósent sögðu já við samningnum, 36 prósent sögðu nei og 4 prósent atkvæðaseðla voru auðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×