Flugvallarstarfsmenn með hálfa milljón á mánuði Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 25. apríl 2014 07:00 Þorsteinn Viglundsson Deila flugvallarstarfsmanna og Isavia er í hnút. Þriðja vinnustöðvun flugvallarstarfsmanna var í morgun. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir enga efnislega innistæðu fyrir kröfugerð flugvallarstarfsmanna. Þeir krefjist mun meiri hækkunar en samið var um í desember á almenna markaðnum. „Það kemur ekki til greina af okkar hálfu að hverfa frá þeirri línu sem var mörkuð þá,“ segir hann. Þorsteinn segir flugvallarstarfsmenn að meðaltali með um hálfa milljón á mánuði. Þeir krefjist 25,6 prósenta hækkunar á mánaðarlaunum, sem myndi þýða 120 til 130 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum á samningstímanum. „Það er ekkert í launaþróun þessa hóps á undanförnum misserum sem kallar á leiðréttingu. Kröfur þeirra eru óásættanlegar.“Kristján JóhannssonKristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, segir að meðallaunin á bilinu 450-480 þúsund, með yfirvinnu, vaktaálagi og bílastyrkjum. Flugvallastarfsmenn fari fram á launaflokkahækkanir og prósentuhækkanir á launatöflu. „Við höfum látið reikna út að heildarkostnaður Isavia yrði 18 prósent á samningstímanum en við höfum rætt um að gera samning til 29 mánaða,“ segir hann. Það jafngildi 5 til 6 prósenta hækkun mánaðarlauna á tæplega tíu mánaða fresti út samningstímann. Þorsteinn segir flugvallarstarfsmenn með góð laun miðað við menntun. Öryggisverðir þurfi til dæmis bara að hafa lokið tveggja vikna námskeiði hjá Isavia. Þá hafi öryggisverðir á flugvöllum fengið 18 prósenta hækkun 2010 á sama tíma og aðrir starfsmenn hafi fengið 11 prósent. Kristján segir að það ár hafi tekist góðir samningar. Flugvallarstarfsmenn hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá og með næsta miðvikudegi, hafi ekki samist fyrir þann tíma. Koma verði í ljós hvort stjórnvöld beiti lögbanni. „Ef ef þeir setja lög frestar það bara aðgerðum,“ segir hann. Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Deila flugvallarstarfsmanna og Isavia er í hnút. Þriðja vinnustöðvun flugvallarstarfsmanna var í morgun. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir enga efnislega innistæðu fyrir kröfugerð flugvallarstarfsmanna. Þeir krefjist mun meiri hækkunar en samið var um í desember á almenna markaðnum. „Það kemur ekki til greina af okkar hálfu að hverfa frá þeirri línu sem var mörkuð þá,“ segir hann. Þorsteinn segir flugvallarstarfsmenn að meðaltali með um hálfa milljón á mánuði. Þeir krefjist 25,6 prósenta hækkunar á mánaðarlaunum, sem myndi þýða 120 til 130 þúsund króna hækkun á mánaðarlaunum á samningstímanum. „Það er ekkert í launaþróun þessa hóps á undanförnum misserum sem kallar á leiðréttingu. Kröfur þeirra eru óásættanlegar.“Kristján JóhannssonKristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, segir að meðallaunin á bilinu 450-480 þúsund, með yfirvinnu, vaktaálagi og bílastyrkjum. Flugvallastarfsmenn fari fram á launaflokkahækkanir og prósentuhækkanir á launatöflu. „Við höfum látið reikna út að heildarkostnaður Isavia yrði 18 prósent á samningstímanum en við höfum rætt um að gera samning til 29 mánaða,“ segir hann. Það jafngildi 5 til 6 prósenta hækkun mánaðarlauna á tæplega tíu mánaða fresti út samningstímann. Þorsteinn segir flugvallarstarfsmenn með góð laun miðað við menntun. Öryggisverðir þurfi til dæmis bara að hafa lokið tveggja vikna námskeiði hjá Isavia. Þá hafi öryggisverðir á flugvöllum fengið 18 prósenta hækkun 2010 á sama tíma og aðrir starfsmenn hafi fengið 11 prósent. Kristján segir að það ár hafi tekist góðir samningar. Flugvallarstarfsmenn hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá og með næsta miðvikudegi, hafi ekki samist fyrir þann tíma. Koma verði í ljós hvort stjórnvöld beiti lögbanni. „Ef ef þeir setja lög frestar það bara aðgerðum,“ segir hann.
Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira