„Fólk úthrópar þessa menn sem illmenni og dusilmenni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. desember 2014 11:12 Jóhannes Haukur verslar alltaf við björgunarsveitirnar en finnst hlægilegt að fólk vilji skylda alla til að kaupa af þeim. Vísir Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, veltir því upp í færslu á Facebook-síðu sinni hvort að það komi ekki niður á verði og gæðum flugelda að viðskiptin snúist í raun um björgunarstarf. Þetta er þriðja árið í röð sem Jóhannes veltir þessu upp og hafa miklar umræður skapast um málið á Facebook-vegg hans. Aðspurður hvers vegna hann velti þessu árlega upp á Facebook segir hann: „Það er nú aðallega af því að ég hef svo gaman af þessu offorsi í fólki sem vilja skylda alla til að versla hjá björgunarsveitunum. Mér finnst það í rauninni bara hlægilegt. Svo byrjar fólk að gera mér upp skoðanir og meiningar, eins og að ég vilji ekki versla við björgunarsveitirnar. Ég versla hins vegar alltaf við þá og hef alltaf gert. Það sem ég hins vegar kann illa við er stemningin í samfélaginu varðandi það að ég verði að gera það.“ Jóhannes segir að sig langi til að versla við björgunarsveitirnar og hann geri það þess vegna. Hins vegar viðurkenni hann líka rétt þeirra sem kjósa að gera það ekki og kaupa frekar flugelda af öðrum söluaðilum.Finnst þér samfélagið ekki viðurkenna þennan rétt? „Nei, og menn ganga ansi hart fram að þeim sem eru að selja flugelda á einkamarkaði. Fólk úthrópar þessa menn sem illmenni og dusilmenni. Ég veit líka að margir af þeim sem eru að selja flugelda í einkasölu hafa fengið skilaboð frá fólki þar sem þeir eru kallaðir öllum illum nöfnum. Mér finnst þetta bara ljótt.“ Jóhannes setur svo hlutina í frekari samhengi og spyr hvað fólk myndi gera ef að björgunarsveitirnar færu að selja dekk. Það sé svo einnig hans skoðun að björgunarsveitirnar eigi að vera á fjárlögum ef að fólk líti svo á að þetta sé grunnþjónusta. „Mér finnst algjörlega að skattfé borgaranna eigi þá að fara í þetta. Það gefur algjörlega auga leið og ég held að flestir ættu að geta verið sammála um það. Annars fer ég sjálfur aldrei í þær aðstæður að ég þurfi á aðstoð björgunarsveita að halda. Auðvitað getur það komið fyrir, en þú getur líka aukið líkurnar á því að þú þurfir á hjálp þeirra að halda með því að fara í gallabuxum og strigaskóm á Fimmvörðuháls og á sumardekkjum að auki. En ég geri það ekki.“Örn Árnason ýtir hér bíl Jóhannesar þegar hann festi sig í slabbi milli jóla og nýárs árið 2012.Mynd/Jóhannes HaukurHandviss um að Örn Árnason myndi bjarga sér á hálendinu Örn Árnason, leikari og samstarfsfélagi Jóhannesar, seldi flugelda á sínum tíma og sætti mikilli gagnrýni fyrir að fara í samkeppni við björgunarsveitirnar. „Þá var fólk einmitt alltaf að spyrja „Hver heldurðu að komi og bjargi þér þegar þú situr fastur uppi á hálendi? Heldurðu að Örn Árnason komi og bjargi þér?“ Ég er bara alveg á því að ef að Örn Árnason myndi vita af mér á hálendinu þá myndi hann koma. Ég lenti einmitt í því að vera fastur í slabbi þarna við Þjóðleikhúsið og þá kom hann og ýtti bílnum.“En ertu búinn að kaupa flugelda núna? „Nei, ég fer nú yfirleitt á gamlársdag svo ég geri það á morgun,“ segir Jóhannes.Og kaupirðu mikið? „Nei, ég held að það sé nú innan hóflegra marka. Kannski nokkrir tíuþúsund kallar. Ég fer ekki yfir hundraðþúsund kall.“ Post by Jóhannes Haukur Jóhannesson. Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, veltir því upp í færslu á Facebook-síðu sinni hvort að það komi ekki niður á verði og gæðum flugelda að viðskiptin snúist í raun um björgunarstarf. Þetta er þriðja árið í röð sem Jóhannes veltir þessu upp og hafa miklar umræður skapast um málið á Facebook-vegg hans. Aðspurður hvers vegna hann velti þessu árlega upp á Facebook segir hann: „Það er nú aðallega af því að ég hef svo gaman af þessu offorsi í fólki sem vilja skylda alla til að versla hjá björgunarsveitunum. Mér finnst það í rauninni bara hlægilegt. Svo byrjar fólk að gera mér upp skoðanir og meiningar, eins og að ég vilji ekki versla við björgunarsveitirnar. Ég versla hins vegar alltaf við þá og hef alltaf gert. Það sem ég hins vegar kann illa við er stemningin í samfélaginu varðandi það að ég verði að gera það.“ Jóhannes segir að sig langi til að versla við björgunarsveitirnar og hann geri það þess vegna. Hins vegar viðurkenni hann líka rétt þeirra sem kjósa að gera það ekki og kaupa frekar flugelda af öðrum söluaðilum.Finnst þér samfélagið ekki viðurkenna þennan rétt? „Nei, og menn ganga ansi hart fram að þeim sem eru að selja flugelda á einkamarkaði. Fólk úthrópar þessa menn sem illmenni og dusilmenni. Ég veit líka að margir af þeim sem eru að selja flugelda í einkasölu hafa fengið skilaboð frá fólki þar sem þeir eru kallaðir öllum illum nöfnum. Mér finnst þetta bara ljótt.“ Jóhannes setur svo hlutina í frekari samhengi og spyr hvað fólk myndi gera ef að björgunarsveitirnar færu að selja dekk. Það sé svo einnig hans skoðun að björgunarsveitirnar eigi að vera á fjárlögum ef að fólk líti svo á að þetta sé grunnþjónusta. „Mér finnst algjörlega að skattfé borgaranna eigi þá að fara í þetta. Það gefur algjörlega auga leið og ég held að flestir ættu að geta verið sammála um það. Annars fer ég sjálfur aldrei í þær aðstæður að ég þurfi á aðstoð björgunarsveita að halda. Auðvitað getur það komið fyrir, en þú getur líka aukið líkurnar á því að þú þurfir á hjálp þeirra að halda með því að fara í gallabuxum og strigaskóm á Fimmvörðuháls og á sumardekkjum að auki. En ég geri það ekki.“Örn Árnason ýtir hér bíl Jóhannesar þegar hann festi sig í slabbi milli jóla og nýárs árið 2012.Mynd/Jóhannes HaukurHandviss um að Örn Árnason myndi bjarga sér á hálendinu Örn Árnason, leikari og samstarfsfélagi Jóhannesar, seldi flugelda á sínum tíma og sætti mikilli gagnrýni fyrir að fara í samkeppni við björgunarsveitirnar. „Þá var fólk einmitt alltaf að spyrja „Hver heldurðu að komi og bjargi þér þegar þú situr fastur uppi á hálendi? Heldurðu að Örn Árnason komi og bjargi þér?“ Ég er bara alveg á því að ef að Örn Árnason myndi vita af mér á hálendinu þá myndi hann koma. Ég lenti einmitt í því að vera fastur í slabbi þarna við Þjóðleikhúsið og þá kom hann og ýtti bílnum.“En ertu búinn að kaupa flugelda núna? „Nei, ég fer nú yfirleitt á gamlársdag svo ég geri það á morgun,“ segir Jóhannes.Og kaupirðu mikið? „Nei, ég held að það sé nú innan hóflegra marka. Kannski nokkrir tíuþúsund kallar. Ég fer ekki yfir hundraðþúsund kall.“ Post by Jóhannes Haukur Jóhannesson.
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira