Píratar vilja halda í sinn mann í stjórn RÚV ohf Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2014 13:58 Píratar segja illa farið með góðan dreng, sem er Pétur, að vilja henda honum út úr stjórn RÚV ohf. anton brink Píratar hafa sent út tilkynningu þar sem þeir vekja athygli á þeim áformum að Framsóknarflokkurinn vilji fjölga fulltrúum í stjórn RÚV á kostnað þeirra. „Í dag kýs Alþingi að nýju í stjórn RÚV. Fyrir liggur að minnst tveir stjórnarmenn munu yfirgefa stjórnina, auk þess sem líklegt er að fulltrúi Bjartrar framtíðar fari úr stjórn vegna framboðs til borgarstjórnar. Þeir tveir fulltrúar sem fullvíst er að yfirgefi stjórn RÚV eru annars vegar Magnús Geir Þórðarson, sem ráðinn hefur verið útvarpsstjóri og hins vegar fulltrúi Pírata, Pétur Gunnarsson, rithöfundur, sem sjálfstæðis- og framsóknarmenn ætla að fleygja úr stjórn til að koma fleiri fulltrúum að úr eigin röðum. Skipting stjórnarmanna í RÚV verður því eftir kosningu Alþingis; sex fulltrúar tilnefndir af stjórnarmeirihlutanum og þrír af minnihlutanum,“ segir í tilkynningu frá Pírötum. Píratar segja að sinn fulltrúi, Pétur Gunnarsson, rithöfundur, hafi lagt gott eitt til í þrengingum RÚV undanfarin misseri og hafi látið til sín taka „til að sporna gegn afar óvinsælum gjörningum fyrrverandi útvarpsstjóra. Pírötum þykja það forkastanleg vinnubrögð að fleygja út þessum góða stjórnarmanni, í ekki síst nú á þessum miklu breytingar- og umrótstímum hjá stofnuninni, með nýjan útvarpsstjóra og tiltölulega nýja stjórn, sem kosinn var í júlí sl. og nú mun taka jafnmiklum breytingum og lýst er hér að ofan.“ Píratar skora á stjórn RÚV að mótmæla þeim gerningi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að fleygja góðum dreng úr stjórn RÚV og skora á þingheim að hafa frekar hagsmuni Ríkisútvarpsins að leiðarljósi í ákvörðunum sínum: „Þá hvetja Píratar einnig listafólk til að mótmæla með sama hætti því eins og kom fram í hjálagðri yfirlýsingu Pírata frá því í sumar, voru aðal- og varafulltrúi í stjórn RÚV tilnefndir, ekki síst með hagsmuni lista- og menningar í huga. Pétur Gunnarsson, rithöfundur, hefur verið ötull talsmaður lista og menningar í stjórninni og sárt að sjá eftir honum.“ Málið er á dagskrá þingsins uppúr klukkan 15:00 og víst er að margir sem láta sig málið varða munu fylgjast grannt með gangi mála. Þeirra á meðal er varamaður Pírata í stjórn, Lára Hanna Einarsdóttir þýðandi. Hún segir á Facebooksíðu sinni: „Til stendur af hálfu stjórnarflokkanna að vaða yfir lýðræðið, eina ferðina enn, og eigna sér enn einn fulltrúa í stjórninni þannig að stjórnarflokkarnir hafi þá 6 fulltrúa af 9 en Píratar engan. Þeir ætluðu að gera þetta í fyrrasumar en það mistókst hjá þeim. Tekst þeim þetta í dag?“ Innlegg by Lára Hanna Einarsdóttir. Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Píratar hafa sent út tilkynningu þar sem þeir vekja athygli á þeim áformum að Framsóknarflokkurinn vilji fjölga fulltrúum í stjórn RÚV á kostnað þeirra. „Í dag kýs Alþingi að nýju í stjórn RÚV. Fyrir liggur að minnst tveir stjórnarmenn munu yfirgefa stjórnina, auk þess sem líklegt er að fulltrúi Bjartrar framtíðar fari úr stjórn vegna framboðs til borgarstjórnar. Þeir tveir fulltrúar sem fullvíst er að yfirgefi stjórn RÚV eru annars vegar Magnús Geir Þórðarson, sem ráðinn hefur verið útvarpsstjóri og hins vegar fulltrúi Pírata, Pétur Gunnarsson, rithöfundur, sem sjálfstæðis- og framsóknarmenn ætla að fleygja úr stjórn til að koma fleiri fulltrúum að úr eigin röðum. Skipting stjórnarmanna í RÚV verður því eftir kosningu Alþingis; sex fulltrúar tilnefndir af stjórnarmeirihlutanum og þrír af minnihlutanum,“ segir í tilkynningu frá Pírötum. Píratar segja að sinn fulltrúi, Pétur Gunnarsson, rithöfundur, hafi lagt gott eitt til í þrengingum RÚV undanfarin misseri og hafi látið til sín taka „til að sporna gegn afar óvinsælum gjörningum fyrrverandi útvarpsstjóra. Pírötum þykja það forkastanleg vinnubrögð að fleygja út þessum góða stjórnarmanni, í ekki síst nú á þessum miklu breytingar- og umrótstímum hjá stofnuninni, með nýjan útvarpsstjóra og tiltölulega nýja stjórn, sem kosinn var í júlí sl. og nú mun taka jafnmiklum breytingum og lýst er hér að ofan.“ Píratar skora á stjórn RÚV að mótmæla þeim gerningi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að fleygja góðum dreng úr stjórn RÚV og skora á þingheim að hafa frekar hagsmuni Ríkisútvarpsins að leiðarljósi í ákvörðunum sínum: „Þá hvetja Píratar einnig listafólk til að mótmæla með sama hætti því eins og kom fram í hjálagðri yfirlýsingu Pírata frá því í sumar, voru aðal- og varafulltrúi í stjórn RÚV tilnefndir, ekki síst með hagsmuni lista- og menningar í huga. Pétur Gunnarsson, rithöfundur, hefur verið ötull talsmaður lista og menningar í stjórninni og sárt að sjá eftir honum.“ Málið er á dagskrá þingsins uppúr klukkan 15:00 og víst er að margir sem láta sig málið varða munu fylgjast grannt með gangi mála. Þeirra á meðal er varamaður Pírata í stjórn, Lára Hanna Einarsdóttir þýðandi. Hún segir á Facebooksíðu sinni: „Til stendur af hálfu stjórnarflokkanna að vaða yfir lýðræðið, eina ferðina enn, og eigna sér enn einn fulltrúa í stjórninni þannig að stjórnarflokkarnir hafi þá 6 fulltrúa af 9 en Píratar engan. Þeir ætluðu að gera þetta í fyrrasumar en það mistókst hjá þeim. Tekst þeim þetta í dag?“ Innlegg by Lára Hanna Einarsdóttir.
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira