Píratar vilja halda í sinn mann í stjórn RÚV ohf Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2014 13:58 Píratar segja illa farið með góðan dreng, sem er Pétur, að vilja henda honum út úr stjórn RÚV ohf. anton brink Píratar hafa sent út tilkynningu þar sem þeir vekja athygli á þeim áformum að Framsóknarflokkurinn vilji fjölga fulltrúum í stjórn RÚV á kostnað þeirra. „Í dag kýs Alþingi að nýju í stjórn RÚV. Fyrir liggur að minnst tveir stjórnarmenn munu yfirgefa stjórnina, auk þess sem líklegt er að fulltrúi Bjartrar framtíðar fari úr stjórn vegna framboðs til borgarstjórnar. Þeir tveir fulltrúar sem fullvíst er að yfirgefi stjórn RÚV eru annars vegar Magnús Geir Þórðarson, sem ráðinn hefur verið útvarpsstjóri og hins vegar fulltrúi Pírata, Pétur Gunnarsson, rithöfundur, sem sjálfstæðis- og framsóknarmenn ætla að fleygja úr stjórn til að koma fleiri fulltrúum að úr eigin röðum. Skipting stjórnarmanna í RÚV verður því eftir kosningu Alþingis; sex fulltrúar tilnefndir af stjórnarmeirihlutanum og þrír af minnihlutanum,“ segir í tilkynningu frá Pírötum. Píratar segja að sinn fulltrúi, Pétur Gunnarsson, rithöfundur, hafi lagt gott eitt til í þrengingum RÚV undanfarin misseri og hafi látið til sín taka „til að sporna gegn afar óvinsælum gjörningum fyrrverandi útvarpsstjóra. Pírötum þykja það forkastanleg vinnubrögð að fleygja út þessum góða stjórnarmanni, í ekki síst nú á þessum miklu breytingar- og umrótstímum hjá stofnuninni, með nýjan útvarpsstjóra og tiltölulega nýja stjórn, sem kosinn var í júlí sl. og nú mun taka jafnmiklum breytingum og lýst er hér að ofan.“ Píratar skora á stjórn RÚV að mótmæla þeim gerningi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að fleygja góðum dreng úr stjórn RÚV og skora á þingheim að hafa frekar hagsmuni Ríkisútvarpsins að leiðarljósi í ákvörðunum sínum: „Þá hvetja Píratar einnig listafólk til að mótmæla með sama hætti því eins og kom fram í hjálagðri yfirlýsingu Pírata frá því í sumar, voru aðal- og varafulltrúi í stjórn RÚV tilnefndir, ekki síst með hagsmuni lista- og menningar í huga. Pétur Gunnarsson, rithöfundur, hefur verið ötull talsmaður lista og menningar í stjórninni og sárt að sjá eftir honum.“ Málið er á dagskrá þingsins uppúr klukkan 15:00 og víst er að margir sem láta sig málið varða munu fylgjast grannt með gangi mála. Þeirra á meðal er varamaður Pírata í stjórn, Lára Hanna Einarsdóttir þýðandi. Hún segir á Facebooksíðu sinni: „Til stendur af hálfu stjórnarflokkanna að vaða yfir lýðræðið, eina ferðina enn, og eigna sér enn einn fulltrúa í stjórninni þannig að stjórnarflokkarnir hafi þá 6 fulltrúa af 9 en Píratar engan. Þeir ætluðu að gera þetta í fyrrasumar en það mistókst hjá þeim. Tekst þeim þetta í dag?“ Innlegg by Lára Hanna Einarsdóttir. Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Píratar hafa sent út tilkynningu þar sem þeir vekja athygli á þeim áformum að Framsóknarflokkurinn vilji fjölga fulltrúum í stjórn RÚV á kostnað þeirra. „Í dag kýs Alþingi að nýju í stjórn RÚV. Fyrir liggur að minnst tveir stjórnarmenn munu yfirgefa stjórnina, auk þess sem líklegt er að fulltrúi Bjartrar framtíðar fari úr stjórn vegna framboðs til borgarstjórnar. Þeir tveir fulltrúar sem fullvíst er að yfirgefi stjórn RÚV eru annars vegar Magnús Geir Þórðarson, sem ráðinn hefur verið útvarpsstjóri og hins vegar fulltrúi Pírata, Pétur Gunnarsson, rithöfundur, sem sjálfstæðis- og framsóknarmenn ætla að fleygja úr stjórn til að koma fleiri fulltrúum að úr eigin röðum. Skipting stjórnarmanna í RÚV verður því eftir kosningu Alþingis; sex fulltrúar tilnefndir af stjórnarmeirihlutanum og þrír af minnihlutanum,“ segir í tilkynningu frá Pírötum. Píratar segja að sinn fulltrúi, Pétur Gunnarsson, rithöfundur, hafi lagt gott eitt til í þrengingum RÚV undanfarin misseri og hafi látið til sín taka „til að sporna gegn afar óvinsælum gjörningum fyrrverandi útvarpsstjóra. Pírötum þykja það forkastanleg vinnubrögð að fleygja út þessum góða stjórnarmanni, í ekki síst nú á þessum miklu breytingar- og umrótstímum hjá stofnuninni, með nýjan útvarpsstjóra og tiltölulega nýja stjórn, sem kosinn var í júlí sl. og nú mun taka jafnmiklum breytingum og lýst er hér að ofan.“ Píratar skora á stjórn RÚV að mótmæla þeim gerningi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að fleygja góðum dreng úr stjórn RÚV og skora á þingheim að hafa frekar hagsmuni Ríkisútvarpsins að leiðarljósi í ákvörðunum sínum: „Þá hvetja Píratar einnig listafólk til að mótmæla með sama hætti því eins og kom fram í hjálagðri yfirlýsingu Pírata frá því í sumar, voru aðal- og varafulltrúi í stjórn RÚV tilnefndir, ekki síst með hagsmuni lista- og menningar í huga. Pétur Gunnarsson, rithöfundur, hefur verið ötull talsmaður lista og menningar í stjórninni og sárt að sjá eftir honum.“ Málið er á dagskrá þingsins uppúr klukkan 15:00 og víst er að margir sem láta sig málið varða munu fylgjast grannt með gangi mála. Þeirra á meðal er varamaður Pírata í stjórn, Lára Hanna Einarsdóttir þýðandi. Hún segir á Facebooksíðu sinni: „Til stendur af hálfu stjórnarflokkanna að vaða yfir lýðræðið, eina ferðina enn, og eigna sér enn einn fulltrúa í stjórninni þannig að stjórnarflokkarnir hafi þá 6 fulltrúa af 9 en Píratar engan. Þeir ætluðu að gera þetta í fyrrasumar en það mistókst hjá þeim. Tekst þeim þetta í dag?“ Innlegg by Lára Hanna Einarsdóttir.
Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira