Getur reynst erfitt að fá nám metið hér Viktoría Hermannsdóttir skrifar 1. desember 2014 08:30 Barbara Kristvinsson og Leifur Bárðarson. Það reynist oft erfitt fyrir háskólamenntað fólk sem flytur hingað til lands að fá menntun sína metna. Í Fréttablaðinu fyrir helgi var sögð saga Liönu Belinska sem er upprunalega frá Úkraínu en hefur búið hérlendis í ellefu ár. Hún er menntaður kvensjúkdómalæknir en hefur ekki tekist að fá menntun sína metna og hefur starfað á leikskóla í átta ár. Að sögn þeirra sem Fréttablaðið hefur rætt við er saga Liönu ekkert einsdæmi. Barbara Kristvinsson. sem starfar við ráðgjöf fyrir innflytjendur hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar hefur aðstoðað innflytjendur við að fá menntun sína metna. Hún segir erfiðast að fá menntun í heilbrigðisgeiranum metna en þeir sem eru menntaðir í iðngreinum eigi yfirleitt auðveldara með að fá sína menntun viðurkennda. „Það er oft erfitt. Fyrst og fremst vantar yfirleitt gögn. Þá eru þau gögn sem fólk er að skila inn ekki með nógu góðum útskýringum á því hvaða kúrsar eru teknir á hverri önn fyrir sig og hvað sé kennt í hverju fagi. Svo þegar fólk fær þessar upplýsingar þá er kannski bara sagt nei og að þetta sé ekki nógu gott og námið þess vegna ekki metið. Þá er líka oft erfitt að fá hvaða upplýsingar nákvæmlega vanti.“ Hún nefnir einnig að mun erfiðara sé að fá metið nám utan Evrópusambandsins. „Þetta er yfirleitt metið út frá Evrópureglum en þrátt fyrir það er fólk frá Evrópulöndum líka að lenda í þessum vandamálum.“ Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir félagið ekki hafa markað sér neina opinbera stefnu í því hvernig þessum málum skuli háttað. Það er Landlæknisembættið sem sér um að veita læknisleyfi. „Eina sem við teljum öryggisins vegna er að fólk hafi íslenskukunnáttu til þess að samskipti lækna við sjúkling sé örugg.“ Leifur Bárðarson, starfandi landlæknir, segist ekki kannast við það að erfiðara sé að fá metið læknisnám hér heldur en annars staðar. „Þetta er ekkert flókið í sjálfu sér. Við þurfum að fá góða og gilda sönnun fyrir því að viðkomandi hafi lokið námi einhvers staðar og það uppfylli ákveðin skilyrði. Menntun á þessum stöðum er oft með öðrum hætti heldur en hér. Við viljum tryggja að menn hafi þá reynslu og þekkingu sem almennt tíðkast hér.“ Aðspurður varðandi það sem kom fram í viðtalinu við Liönu að henni hafi verið boðið að taka síðustu þrjú ár læknanámsins aftur taki hún inngangspróf segir Leifur að það gæti skýrst af plássleysi í læknadeildinni. „Ef gerð er krafa um seinni hluta náms þá get ég alveg fallist á það að þú þurfir ekki að komast inn í klásus nema það sé gert á þeim forsendum að það sé einfaldlega ekki pláss og það er kannski það sem ræður því. Það er mikið verklegt nám og takmörkun á fjöldanum ræðst af því að sjúkrahús á Íslandi eru ekki stærri en það að þau ráða ekki við fleiri nema þannig að menn fái næga kennslu og reynslu.“ Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Sjá meira
Það reynist oft erfitt fyrir háskólamenntað fólk sem flytur hingað til lands að fá menntun sína metna. Í Fréttablaðinu fyrir helgi var sögð saga Liönu Belinska sem er upprunalega frá Úkraínu en hefur búið hérlendis í ellefu ár. Hún er menntaður kvensjúkdómalæknir en hefur ekki tekist að fá menntun sína metna og hefur starfað á leikskóla í átta ár. Að sögn þeirra sem Fréttablaðið hefur rætt við er saga Liönu ekkert einsdæmi. Barbara Kristvinsson. sem starfar við ráðgjöf fyrir innflytjendur hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar hefur aðstoðað innflytjendur við að fá menntun sína metna. Hún segir erfiðast að fá menntun í heilbrigðisgeiranum metna en þeir sem eru menntaðir í iðngreinum eigi yfirleitt auðveldara með að fá sína menntun viðurkennda. „Það er oft erfitt. Fyrst og fremst vantar yfirleitt gögn. Þá eru þau gögn sem fólk er að skila inn ekki með nógu góðum útskýringum á því hvaða kúrsar eru teknir á hverri önn fyrir sig og hvað sé kennt í hverju fagi. Svo þegar fólk fær þessar upplýsingar þá er kannski bara sagt nei og að þetta sé ekki nógu gott og námið þess vegna ekki metið. Þá er líka oft erfitt að fá hvaða upplýsingar nákvæmlega vanti.“ Hún nefnir einnig að mun erfiðara sé að fá metið nám utan Evrópusambandsins. „Þetta er yfirleitt metið út frá Evrópureglum en þrátt fyrir það er fólk frá Evrópulöndum líka að lenda í þessum vandamálum.“ Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir félagið ekki hafa markað sér neina opinbera stefnu í því hvernig þessum málum skuli háttað. Það er Landlæknisembættið sem sér um að veita læknisleyfi. „Eina sem við teljum öryggisins vegna er að fólk hafi íslenskukunnáttu til þess að samskipti lækna við sjúkling sé örugg.“ Leifur Bárðarson, starfandi landlæknir, segist ekki kannast við það að erfiðara sé að fá metið læknisnám hér heldur en annars staðar. „Þetta er ekkert flókið í sjálfu sér. Við þurfum að fá góða og gilda sönnun fyrir því að viðkomandi hafi lokið námi einhvers staðar og það uppfylli ákveðin skilyrði. Menntun á þessum stöðum er oft með öðrum hætti heldur en hér. Við viljum tryggja að menn hafi þá reynslu og þekkingu sem almennt tíðkast hér.“ Aðspurður varðandi það sem kom fram í viðtalinu við Liönu að henni hafi verið boðið að taka síðustu þrjú ár læknanámsins aftur taki hún inngangspróf segir Leifur að það gæti skýrst af plássleysi í læknadeildinni. „Ef gerð er krafa um seinni hluta náms þá get ég alveg fallist á það að þú þurfir ekki að komast inn í klásus nema það sé gert á þeim forsendum að það sé einfaldlega ekki pláss og það er kannski það sem ræður því. Það er mikið verklegt nám og takmörkun á fjöldanum ræðst af því að sjúkrahús á Íslandi eru ekki stærri en það að þau ráða ekki við fleiri nema þannig að menn fái næga kennslu og reynslu.“
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Sjá meira