„Hvorki fyrr né síðar séð flugfreyju fara í slíkum loftköstum“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. maí 2014 14:32 Slysið gerðist árið 2009 og á sér nokkuð langa forsögu. Vélin var á leiðinni til Keflavíkur frá London. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest að Icelandair ehf er skaðabótaskylt vegna líkamstjóns sem flugfreyja hlaut þegar vél félagsins missti hæð í aðflugi til Íslands. Í dóminum er sagt frá því hvernig flugfreyjan „þeyttist upp í loft, í miklum loftköstum og skall niður með miklum hávaða“. Flugfreyjan segist hafa vankast við höggið og slasaðist á hálsi og baki með þeim afleiðingum að tveir læknar staðfestu að hún hefði hlotið 15 prósent varanlega örorku. Slysið gerðist árið 2009 og á sér nokkuð langa forsögu. Vélin var á leiðinni til Keflavíkur frá London. Flugfreyjan segir frá því að flugvélin hafi lent í hæðarfalli á meðan hún var á sjálfstýringu. Flugmenn hafi þá tekið sjálfstýringuna með eftirfarandi afleiðingum, eins og segir í kröfu flugfreyjunnar í dóminum:„Við það að sjálfsstýringin var tekin af, breyttist viðbragð flugvélarinnar og kom gríðarlegt högg á flugvélina sem kom af stað svonefndu „pitch change“, sem lýsir sér í því að nef flugvélar fer snögglega upp á við þannig að stél niður hennar vísar niður (ofris). Var höggið sem kom á flugvélina það mikið að farþegar, sem sátu aftast í vélinni, ráku upp óp og voru skelkaðir í nokkurn tíma á eftir.“„Vítavert gáleysi“ Flugfreyjan byggir kröfu sína á því að flugstjóri og flugmaður „hafi sýnt af sér saknæma hegðun eða vítavert gáleysi og brotið þannig gegn lögum, reglugerðum og fyrirmælum í handbók flugvélarinnar.“ Bótakrafa hennar er reist á reglunni um vinnuveitandaábyrgð og byggir á sök flugstjóra og flugmanns sem starfsmanna Icelandair. Í niðurstöðum dómsins er ekki fallist á kröfu flugfreyjunnar, en Icelandair er aftur á móti gagnrýnt harðlega fyrir að hafa ekki tilkynnt slysið nægilega vel. Slysið hafi ekki verið rannsakað sem skyldi. Við það færist sönnunarbyrðin yfir á félagið, sem dómarar telja að sé í mun betri aðstöðu en flugfreyjan til þess að afla sér gagna um málið. Icelandair þurfi „af þeim sökum að bera hallan af því að ekki hefur tekist að færa sönnur á að slys stefnanda sé ekki að rekja til gáleysis eða annarrar saknæmrar háttsemi starfsmanna hans. Af því leiðir að krafa stefnanda um viðurkenningu á bótaskyldu stefnda verður tekin til greina.“„Hvorki fyrr né síðar séð flugfreyju fara í slíkum loftköstum“ Í dómsorði er vitnað í aðra flugfreyju, var með þeirri sem slasaðist á vakt. Í vitnaskýrslu sagði hún: „Ég hef aldrei hvorki fyrr né síðar séð flugfreyju fara í slíkum loftköstum og skella í gólf vélar með þessum hætti fyrr. Ég hef starfað í 9 ár sem lausráðin flugfreyja.“ Í vitnaskýrslu var flugfreyjan sem bar vitni nokkuð afdráttarlaus í sinni frásögn, en fyrir dómi dró hún úr henni. Hún sagði lögmann flugfreyjunnar sem stefndi Icelandair hafa skrifað yfirlýsinguna og hún svo skrifað undir. Sagðist flugfreyjan ekki hafa lesið yfirlýsinguna nógu gaumgæfilega yfir vegna tímaskorts.Flugmenn kannast ekki við neitt Flugstjóri og flugmaður vélarinnar könnuðust ekki við að vélin hafi misst hæð og högg hafi komið á vélina með þeim afleiðingum að einhver hafi getað kastast til. Í kröfu Icelandair í dóminum er vitnað í flugmanninn: „Það eina sem hafi gerst er að vélin hafi lent í skotvindi sem hafi leitt til þess að hann hafi þurft að grípa inn í í nokkrar sekúndur til að koma í veg fyrir að hraði vélarinnar yrði of mikill. Aðspurður taldi hann nær útilokað að stefnandi hefði getað tekist á loft og kastast niður af þessu tilefni.“ Einnig er vitnað í flugstjórann. Hann sagði í skýrslu fyrir dómi „að aðstæður í flugi hefðu verið góðar og ferðin ósköp venjulegt síðsumarsflug að öðru leyti en því að þurft hafi að handfljúga vélinni um stund. Hann kannaðist ekki við að nein ókyrrð hefði verið í lofti, vélin hefði ekki misst hæð og hvorki verið steypt né hafi hún ofrisið. Þá kvaðst hann ekki hafa fundið fyrir neinu höggi þegar vélin var tekin af sjálfstýringunni.“Atvikaskýrsla yfirflugfreyjunnar Í dómsorði er sagt frá atvikaskýrslu, sem talið er að yfirflugfreyjan í ferðinni hafi skrifað. Sú skýrsla er á ensku. Orðrétt er svona sagt frá málinu í þeirri skýrslu:„During decent and due to air turbulence on crew member fell backwards on the floor in aft galley hitting the back of her skull. She complained of headace an sore muscles after the flight.“ Í þessari skýrslu er því staðfest að flugfreyjan hafi dottið vegna ókyrrðar í lofti, í aftari hluta vélarinnar og hafi skollið með höfuðið í gólfið. Flugfreyjan hafi kvartað undar eymslum í vöðvum að flugi loknu. Flugstjórinn gerði aðra skýrslu um málið, tveimur dögum eftir flugið. Þar staðfestir hann einnig að flugfreyjan hafi fallið í afturhluta vélarinnar. Flugfreyjan fór á slysavarðsstofuna tveimur dögum eftir slysið. Greining slysvarðstofunar var á þann hátt að flugfreyjan hafi „tognað og orðið fyrir ofreynslu á hálshrygg, brjósthrygg og lendhrygg, auk þess sem hún hafi hlotið höfuðhögg/vægan heilahristing og fengið taugaáfall. Stefnandi fór heim að skoðun lokinni, fékk almennar ráðleggingar varðandi hryggtognun auk þess sem send var beiðni um áfallahjálp.“ Í kröfu Icelandair í dómsorði er frásögn flufreyjunnar sem stefndi félaginu dregin í efa og sögð ótrúverðug.Icelandair skaðabótaskylt Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ekki sé ágreiningur um að flugfreyjan hafi orðið fyrir líkamstjóni. Icelandair hafði þegar fallist á að greiða flugfreyjunni 3,2 milljónir króna úr slysatryggingu félagsins, en hafnaði því að greiða henni bætur úr ábyrgðatryggingu Icelandair, enda viðurkenndi félagið ekki að það ætti að bera kostnað vegna málsins. Samkvæmt dóminum tilkynnti Icelandair slysið ekki nægilega vel og það var ekki rannsakað nógu gaumgæfilega. Því sé félagið skaðabótaskylt og er upphæðin væntanlega samningsatriði milli flugfreyjunnar og Icelandair. Dómsorð hljóðar orðrétt:„Viðurkennd er skaðabótaskylda stefnda, Icelandair ehf., vegna líkamstjóns sem stefnda, A, hlaut í slysi hinn 24. ágúst 2009, um borð í flugvél stefnda. Stefndi greiði 2.592.458kr. í málskostnað sem rennur í ríkissjóð.Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, sem er þóknun lögmanns hennar Lilju Jónasdóttur hrl. 2.250.000 krónur og útlagður kostnaðar að fjárhæð 342.458 krónur.“ Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest að Icelandair ehf er skaðabótaskylt vegna líkamstjóns sem flugfreyja hlaut þegar vél félagsins missti hæð í aðflugi til Íslands. Í dóminum er sagt frá því hvernig flugfreyjan „þeyttist upp í loft, í miklum loftköstum og skall niður með miklum hávaða“. Flugfreyjan segist hafa vankast við höggið og slasaðist á hálsi og baki með þeim afleiðingum að tveir læknar staðfestu að hún hefði hlotið 15 prósent varanlega örorku. Slysið gerðist árið 2009 og á sér nokkuð langa forsögu. Vélin var á leiðinni til Keflavíkur frá London. Flugfreyjan segir frá því að flugvélin hafi lent í hæðarfalli á meðan hún var á sjálfstýringu. Flugmenn hafi þá tekið sjálfstýringuna með eftirfarandi afleiðingum, eins og segir í kröfu flugfreyjunnar í dóminum:„Við það að sjálfsstýringin var tekin af, breyttist viðbragð flugvélarinnar og kom gríðarlegt högg á flugvélina sem kom af stað svonefndu „pitch change“, sem lýsir sér í því að nef flugvélar fer snögglega upp á við þannig að stél niður hennar vísar niður (ofris). Var höggið sem kom á flugvélina það mikið að farþegar, sem sátu aftast í vélinni, ráku upp óp og voru skelkaðir í nokkurn tíma á eftir.“„Vítavert gáleysi“ Flugfreyjan byggir kröfu sína á því að flugstjóri og flugmaður „hafi sýnt af sér saknæma hegðun eða vítavert gáleysi og brotið þannig gegn lögum, reglugerðum og fyrirmælum í handbók flugvélarinnar.“ Bótakrafa hennar er reist á reglunni um vinnuveitandaábyrgð og byggir á sök flugstjóra og flugmanns sem starfsmanna Icelandair. Í niðurstöðum dómsins er ekki fallist á kröfu flugfreyjunnar, en Icelandair er aftur á móti gagnrýnt harðlega fyrir að hafa ekki tilkynnt slysið nægilega vel. Slysið hafi ekki verið rannsakað sem skyldi. Við það færist sönnunarbyrðin yfir á félagið, sem dómarar telja að sé í mun betri aðstöðu en flugfreyjan til þess að afla sér gagna um málið. Icelandair þurfi „af þeim sökum að bera hallan af því að ekki hefur tekist að færa sönnur á að slys stefnanda sé ekki að rekja til gáleysis eða annarrar saknæmrar háttsemi starfsmanna hans. Af því leiðir að krafa stefnanda um viðurkenningu á bótaskyldu stefnda verður tekin til greina.“„Hvorki fyrr né síðar séð flugfreyju fara í slíkum loftköstum“ Í dómsorði er vitnað í aðra flugfreyju, var með þeirri sem slasaðist á vakt. Í vitnaskýrslu sagði hún: „Ég hef aldrei hvorki fyrr né síðar séð flugfreyju fara í slíkum loftköstum og skella í gólf vélar með þessum hætti fyrr. Ég hef starfað í 9 ár sem lausráðin flugfreyja.“ Í vitnaskýrslu var flugfreyjan sem bar vitni nokkuð afdráttarlaus í sinni frásögn, en fyrir dómi dró hún úr henni. Hún sagði lögmann flugfreyjunnar sem stefndi Icelandair hafa skrifað yfirlýsinguna og hún svo skrifað undir. Sagðist flugfreyjan ekki hafa lesið yfirlýsinguna nógu gaumgæfilega yfir vegna tímaskorts.Flugmenn kannast ekki við neitt Flugstjóri og flugmaður vélarinnar könnuðust ekki við að vélin hafi misst hæð og högg hafi komið á vélina með þeim afleiðingum að einhver hafi getað kastast til. Í kröfu Icelandair í dóminum er vitnað í flugmanninn: „Það eina sem hafi gerst er að vélin hafi lent í skotvindi sem hafi leitt til þess að hann hafi þurft að grípa inn í í nokkrar sekúndur til að koma í veg fyrir að hraði vélarinnar yrði of mikill. Aðspurður taldi hann nær útilokað að stefnandi hefði getað tekist á loft og kastast niður af þessu tilefni.“ Einnig er vitnað í flugstjórann. Hann sagði í skýrslu fyrir dómi „að aðstæður í flugi hefðu verið góðar og ferðin ósköp venjulegt síðsumarsflug að öðru leyti en því að þurft hafi að handfljúga vélinni um stund. Hann kannaðist ekki við að nein ókyrrð hefði verið í lofti, vélin hefði ekki misst hæð og hvorki verið steypt né hafi hún ofrisið. Þá kvaðst hann ekki hafa fundið fyrir neinu höggi þegar vélin var tekin af sjálfstýringunni.“Atvikaskýrsla yfirflugfreyjunnar Í dómsorði er sagt frá atvikaskýrslu, sem talið er að yfirflugfreyjan í ferðinni hafi skrifað. Sú skýrsla er á ensku. Orðrétt er svona sagt frá málinu í þeirri skýrslu:„During decent and due to air turbulence on crew member fell backwards on the floor in aft galley hitting the back of her skull. She complained of headace an sore muscles after the flight.“ Í þessari skýrslu er því staðfest að flugfreyjan hafi dottið vegna ókyrrðar í lofti, í aftari hluta vélarinnar og hafi skollið með höfuðið í gólfið. Flugfreyjan hafi kvartað undar eymslum í vöðvum að flugi loknu. Flugstjórinn gerði aðra skýrslu um málið, tveimur dögum eftir flugið. Þar staðfestir hann einnig að flugfreyjan hafi fallið í afturhluta vélarinnar. Flugfreyjan fór á slysavarðsstofuna tveimur dögum eftir slysið. Greining slysvarðstofunar var á þann hátt að flugfreyjan hafi „tognað og orðið fyrir ofreynslu á hálshrygg, brjósthrygg og lendhrygg, auk þess sem hún hafi hlotið höfuðhögg/vægan heilahristing og fengið taugaáfall. Stefnandi fór heim að skoðun lokinni, fékk almennar ráðleggingar varðandi hryggtognun auk þess sem send var beiðni um áfallahjálp.“ Í kröfu Icelandair í dómsorði er frásögn flufreyjunnar sem stefndi félaginu dregin í efa og sögð ótrúverðug.Icelandair skaðabótaskylt Í niðurstöðu dómsins kemur fram að ekki sé ágreiningur um að flugfreyjan hafi orðið fyrir líkamstjóni. Icelandair hafði þegar fallist á að greiða flugfreyjunni 3,2 milljónir króna úr slysatryggingu félagsins, en hafnaði því að greiða henni bætur úr ábyrgðatryggingu Icelandair, enda viðurkenndi félagið ekki að það ætti að bera kostnað vegna málsins. Samkvæmt dóminum tilkynnti Icelandair slysið ekki nægilega vel og það var ekki rannsakað nógu gaumgæfilega. Því sé félagið skaðabótaskylt og er upphæðin væntanlega samningsatriði milli flugfreyjunnar og Icelandair. Dómsorð hljóðar orðrétt:„Viðurkennd er skaðabótaskylda stefnda, Icelandair ehf., vegna líkamstjóns sem stefnda, A, hlaut í slysi hinn 24. ágúst 2009, um borð í flugvél stefnda. Stefndi greiði 2.592.458kr. í málskostnað sem rennur í ríkissjóð.Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, sem er þóknun lögmanns hennar Lilju Jónasdóttur hrl. 2.250.000 krónur og útlagður kostnaðar að fjárhæð 342.458 krónur.“
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira