Stefnan um fíkniefnalaust Ísland ekki gengið upp Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2014 13:26 Heilbrigðisráðherra vill skoða að afglæpa neyslu fíkniefna. Núverandi stefna hafi ekki skilað tilætluðum árangri og yfirvöldum berið að skoða aðrar leiðir. Heilbrigðisráðherra segir ljóst að gildandi stefna í fíkniefnamálum gangi ekki upp. Það verði að horfa til fleiri leiða en refsinga til að ná árangri. Skoða eigi að afglæpa neyslu fíkniefna.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ræddi stefnuna í fíkniefnamálum á fundi hjá Heimdalli í gærkvöldi. Þar sagði hann þá stefnu sem mörkuð var árið 1997 í tíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra og Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra um fíkniefnlaust Ísland hafi ekki borið árangur. „Í ljósi samþykkta sem gerð var af ríkisstjórn íslands og Reykjavíkurborg árið 1997, þar sem markmiðið var sett á vímuefnalaust Ísland árið 2000 eða 2007 – í ljósi reynslunnar frá þessum tíma og þeirra áherslna sem hafa verið uppi er alveg klárt mál að við erum ekki að ná þeim árangri sem allir vilja stefna að,“ segir heilbrigðisráðherra. Hins vegar hafi náðst ágætis árangur í forvörnum með ungu fólki sem sé mikilvægt. „Við verðum að horfa til fleiri leiða en þessarar svo kölluðu refsileiðar ef við ætlum að ná þeim árangri sem við öllum stefnum að,“ segir Kristján Þór. Í þeim efnum eigi skilyrðislaust að skoða að afglæpa neysluna sjálfa, ekki síst í ljósi reynslu annarra þjóða í þeim efnum. „Ég held að fíklar séu af uppistöðu, og þannig lít ég á þá, fremur sem sjúklinga en glæpamenn. Það hefur sýnt sig að sektir og varðhaldsvist yfir fíklum er ekki að skila neinu öðru en meira álagi á samfélagið allt með refsiverðri háttsemi eins og lögin kalla á. Þannig að ég tel að okkur beri hreinlega að skoða aðrar leiðir til að fækka fíklum en þær leiðir sem við höfum verið að reyna hingað til,“ segir Kristján Þór. Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir ljóst að gildandi stefna í fíkniefnamálum gangi ekki upp. Það verði að horfa til fleiri leiða en refsinga til að ná árangri. Skoða eigi að afglæpa neyslu fíkniefna.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ræddi stefnuna í fíkniefnamálum á fundi hjá Heimdalli í gærkvöldi. Þar sagði hann þá stefnu sem mörkuð var árið 1997 í tíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra og Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra um fíkniefnlaust Ísland hafi ekki borið árangur. „Í ljósi samþykkta sem gerð var af ríkisstjórn íslands og Reykjavíkurborg árið 1997, þar sem markmiðið var sett á vímuefnalaust Ísland árið 2000 eða 2007 – í ljósi reynslunnar frá þessum tíma og þeirra áherslna sem hafa verið uppi er alveg klárt mál að við erum ekki að ná þeim árangri sem allir vilja stefna að,“ segir heilbrigðisráðherra. Hins vegar hafi náðst ágætis árangur í forvörnum með ungu fólki sem sé mikilvægt. „Við verðum að horfa til fleiri leiða en þessarar svo kölluðu refsileiðar ef við ætlum að ná þeim árangri sem við öllum stefnum að,“ segir Kristján Þór. Í þeim efnum eigi skilyrðislaust að skoða að afglæpa neysluna sjálfa, ekki síst í ljósi reynslu annarra þjóða í þeim efnum. „Ég held að fíklar séu af uppistöðu, og þannig lít ég á þá, fremur sem sjúklinga en glæpamenn. Það hefur sýnt sig að sektir og varðhaldsvist yfir fíklum er ekki að skila neinu öðru en meira álagi á samfélagið allt með refsiverðri háttsemi eins og lögin kalla á. Þannig að ég tel að okkur beri hreinlega að skoða aðrar leiðir til að fækka fíklum en þær leiðir sem við höfum verið að reyna hingað til,“ segir Kristján Þór.
Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira