Stefnan um fíkniefnalaust Ísland ekki gengið upp Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2014 13:26 Heilbrigðisráðherra vill skoða að afglæpa neyslu fíkniefna. Núverandi stefna hafi ekki skilað tilætluðum árangri og yfirvöldum berið að skoða aðrar leiðir. Heilbrigðisráðherra segir ljóst að gildandi stefna í fíkniefnamálum gangi ekki upp. Það verði að horfa til fleiri leiða en refsinga til að ná árangri. Skoða eigi að afglæpa neyslu fíkniefna.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ræddi stefnuna í fíkniefnamálum á fundi hjá Heimdalli í gærkvöldi. Þar sagði hann þá stefnu sem mörkuð var árið 1997 í tíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra og Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra um fíkniefnlaust Ísland hafi ekki borið árangur. „Í ljósi samþykkta sem gerð var af ríkisstjórn íslands og Reykjavíkurborg árið 1997, þar sem markmiðið var sett á vímuefnalaust Ísland árið 2000 eða 2007 – í ljósi reynslunnar frá þessum tíma og þeirra áherslna sem hafa verið uppi er alveg klárt mál að við erum ekki að ná þeim árangri sem allir vilja stefna að,“ segir heilbrigðisráðherra. Hins vegar hafi náðst ágætis árangur í forvörnum með ungu fólki sem sé mikilvægt. „Við verðum að horfa til fleiri leiða en þessarar svo kölluðu refsileiðar ef við ætlum að ná þeim árangri sem við öllum stefnum að,“ segir Kristján Þór. Í þeim efnum eigi skilyrðislaust að skoða að afglæpa neysluna sjálfa, ekki síst í ljósi reynslu annarra þjóða í þeim efnum. „Ég held að fíklar séu af uppistöðu, og þannig lít ég á þá, fremur sem sjúklinga en glæpamenn. Það hefur sýnt sig að sektir og varðhaldsvist yfir fíklum er ekki að skila neinu öðru en meira álagi á samfélagið allt með refsiverðri háttsemi eins og lögin kalla á. Þannig að ég tel að okkur beri hreinlega að skoða aðrar leiðir til að fækka fíklum en þær leiðir sem við höfum verið að reyna hingað til,“ segir Kristján Þór. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir ljóst að gildandi stefna í fíkniefnamálum gangi ekki upp. Það verði að horfa til fleiri leiða en refsinga til að ná árangri. Skoða eigi að afglæpa neyslu fíkniefna.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ræddi stefnuna í fíkniefnamálum á fundi hjá Heimdalli í gærkvöldi. Þar sagði hann þá stefnu sem mörkuð var árið 1997 í tíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra og Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra um fíkniefnlaust Ísland hafi ekki borið árangur. „Í ljósi samþykkta sem gerð var af ríkisstjórn íslands og Reykjavíkurborg árið 1997, þar sem markmiðið var sett á vímuefnalaust Ísland árið 2000 eða 2007 – í ljósi reynslunnar frá þessum tíma og þeirra áherslna sem hafa verið uppi er alveg klárt mál að við erum ekki að ná þeim árangri sem allir vilja stefna að,“ segir heilbrigðisráðherra. Hins vegar hafi náðst ágætis árangur í forvörnum með ungu fólki sem sé mikilvægt. „Við verðum að horfa til fleiri leiða en þessarar svo kölluðu refsileiðar ef við ætlum að ná þeim árangri sem við öllum stefnum að,“ segir Kristján Þór. Í þeim efnum eigi skilyrðislaust að skoða að afglæpa neysluna sjálfa, ekki síst í ljósi reynslu annarra þjóða í þeim efnum. „Ég held að fíklar séu af uppistöðu, og þannig lít ég á þá, fremur sem sjúklinga en glæpamenn. Það hefur sýnt sig að sektir og varðhaldsvist yfir fíklum er ekki að skila neinu öðru en meira álagi á samfélagið allt með refsiverðri háttsemi eins og lögin kalla á. Þannig að ég tel að okkur beri hreinlega að skoða aðrar leiðir til að fækka fíklum en þær leiðir sem við höfum verið að reyna hingað til,“ segir Kristján Þór.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira