Tvö ár liðin frá sjálfsvígi sonar: Eitthvað sem þú getur aldrei búið þig undir Bjarki Ármannsson skrifar 21. október 2014 07:00 Jack segist ekki hafa náð að leysa ágreiningsmál við Svein áður en hann svipti sig lífi. Myndir/Jack Hrafnkell Daníelsson „Ég er búinn að fá gífurleg viðbrögð við þessu, það hafa mjög margir sett sig í samband við mig á Facebook bara til að spjalla,“ segir Jack Hrafnkell Daníelsson um viðbrögð við pistli sem hann birti á netinu í gær. Pistilinn skrifaði hann í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá því að Sveinn Ingi, tvítugur sonur hans, framdi sjálfsmorð á geðdeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar. „Þetta er náttúrulega fólk sem hefur lent í því nákvæmlega sama og ég. Þannig að það er alveg skiljanlegt,“ segir Jack. „Þau eiga ættingja eða vini sem hafa verið í neyslu. Hafa lent upp á kant við þau og líður illa út af því. Hafi þetta orðið til þess að það verði einhver vitundarvakning hjá fólki, þá er ég bara þakklátur fyrir það.“Oft fíknin sjálf sem talar Í pistlinum hvetur Jack fólk til að sættast við sína nánustu til að eiga ekki hættu á því að skilja við það í ósætti eða reiði. Sjálfur segist hann ekki hafa náð að leysa ágreiningsmál við son sinn áður en hann svipti sig lífi. „Í raun og veru var það ekkert svo stórt mál,“ segir Jack. „En þegar maður er að tala við fíkilinn, þá er það fíknin sjálf sem talar oft. Ekki manneskjan á bakvið. Á milli okkar var það einfaldlega það að hann var ósáttur við að ég vildi ekki láta hann fá pening. Því ég vissi alveg í hvað hann færi.“ Sveinn var að sögn Jacks mislangt sokkinn í eiturlyfjaneyslu í aðdraganda sjálfsmorðsins „Stundum var hann í mikilli neyslu, þess á milli var hann bara góður. En þegar fíkillinn var við völd, þá stjórnaði hann alveg. Það geta allir sem hafa umgengist fíkla útskýrt nákvæmlega fyrir þér hvernig það er. Ef fíkillinn fær ekki sitt, þá er viðkomandi bara vondur og helvítis fífl og allt þar fram eftir götum.“ Jack segir þó að Sveinn hafi náð sáttum við móður sína áður en hann lést. Það sé hann þakklátur fyrir.Enn að stíga skrefin Starfsfólk geðdeildarinnar tilkynnti Jack um sjálfsvíg Sveins fyrir tveimur árum. Hann segir enga leið að skilja hvernig það er að fá slíkar fregnir fyrir þann sem ekki hefur upplifað það. „Meira að segja þegar faðir minn dó í fyrrasumar, var það mun léttbærara,“ segir Jack. „Hann var náttúrulega búinn að vera sjúklingur lengi og maður vissi alveg hvað væri í gangi þar. Maður var undirbúinn undir það. En þegar svona gerist, þegar börnin manns taka sitt eigið líf, það er hlutur sem þú getur aldrei búið þig undir.“ Jack segist enn á hverjum degi vera að stíga það erfiða skref að sætta sig við hvernig fór og að því verði ekki breytt. Í pistlinum segir hann að það hafi „eitrað“ líf sitt á hverjum degi frá því að Sveinn tók eigið líf að þeir feðgar hafi ekki náð sáttum. Þær minningar sem eftir standa séu þó ekki af fíklinum, heldur brosmilda og lífsglaða drengnum. „Þessi drengur var svo blíður og ljúfur og vildi öllum vel í kringum sig,“ segir Jack. „Það eru þær minningar sem standa upp úr, öll þessi hlýja og blíða sem hann hafði yfir að búa.“ Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Ég er búinn að fá gífurleg viðbrögð við þessu, það hafa mjög margir sett sig í samband við mig á Facebook bara til að spjalla,“ segir Jack Hrafnkell Daníelsson um viðbrögð við pistli sem hann birti á netinu í gær. Pistilinn skrifaði hann í tilefni þess að tvö ár eru liðin frá því að Sveinn Ingi, tvítugur sonur hans, framdi sjálfsmorð á geðdeild Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar. „Þetta er náttúrulega fólk sem hefur lent í því nákvæmlega sama og ég. Þannig að það er alveg skiljanlegt,“ segir Jack. „Þau eiga ættingja eða vini sem hafa verið í neyslu. Hafa lent upp á kant við þau og líður illa út af því. Hafi þetta orðið til þess að það verði einhver vitundarvakning hjá fólki, þá er ég bara þakklátur fyrir það.“Oft fíknin sjálf sem talar Í pistlinum hvetur Jack fólk til að sættast við sína nánustu til að eiga ekki hættu á því að skilja við það í ósætti eða reiði. Sjálfur segist hann ekki hafa náð að leysa ágreiningsmál við son sinn áður en hann svipti sig lífi. „Í raun og veru var það ekkert svo stórt mál,“ segir Jack. „En þegar maður er að tala við fíkilinn, þá er það fíknin sjálf sem talar oft. Ekki manneskjan á bakvið. Á milli okkar var það einfaldlega það að hann var ósáttur við að ég vildi ekki láta hann fá pening. Því ég vissi alveg í hvað hann færi.“ Sveinn var að sögn Jacks mislangt sokkinn í eiturlyfjaneyslu í aðdraganda sjálfsmorðsins „Stundum var hann í mikilli neyslu, þess á milli var hann bara góður. En þegar fíkillinn var við völd, þá stjórnaði hann alveg. Það geta allir sem hafa umgengist fíkla útskýrt nákvæmlega fyrir þér hvernig það er. Ef fíkillinn fær ekki sitt, þá er viðkomandi bara vondur og helvítis fífl og allt þar fram eftir götum.“ Jack segir þó að Sveinn hafi náð sáttum við móður sína áður en hann lést. Það sé hann þakklátur fyrir.Enn að stíga skrefin Starfsfólk geðdeildarinnar tilkynnti Jack um sjálfsvíg Sveins fyrir tveimur árum. Hann segir enga leið að skilja hvernig það er að fá slíkar fregnir fyrir þann sem ekki hefur upplifað það. „Meira að segja þegar faðir minn dó í fyrrasumar, var það mun léttbærara,“ segir Jack. „Hann var náttúrulega búinn að vera sjúklingur lengi og maður vissi alveg hvað væri í gangi þar. Maður var undirbúinn undir það. En þegar svona gerist, þegar börnin manns taka sitt eigið líf, það er hlutur sem þú getur aldrei búið þig undir.“ Jack segist enn á hverjum degi vera að stíga það erfiða skref að sætta sig við hvernig fór og að því verði ekki breytt. Í pistlinum segir hann að það hafi „eitrað“ líf sitt á hverjum degi frá því að Sveinn tók eigið líf að þeir feðgar hafi ekki náð sáttum. Þær minningar sem eftir standa séu þó ekki af fíklinum, heldur brosmilda og lífsglaða drengnum. „Þessi drengur var svo blíður og ljúfur og vildi öllum vel í kringum sig,“ segir Jack. „Það eru þær minningar sem standa upp úr, öll þessi hlýja og blíða sem hann hafði yfir að búa.“
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira