Krummi sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórn Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2014 08:15 Vísir/Vilhelm Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, eða Krummi í Mínus var sakfelldur vegna brots gegn valdstjórninni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Hann var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Krummi var ekki viðstaddur dómskvaðninguna. Krumma var einnig gert að greiða sakarkostnað upp á 326.300 krónur. Hann var sakaður um að hafa sparkað í hægri fót lögreglumanns aðfararnótt 12. júní 2013 á heimili Krumma. Við aðalmeðferð málsins neitaði hann sök. Lögreglu barst kvörtun frá nágranna hans vegna háværrar tónlistar sem barst frá íbúð hans. Þrír lögreglumenn bönkuðu upp á og báðu Krumma að lækka. Þá sögðust þeir finna kannabislykt úr íbúðinni en hann bauð þeim inn, þar sem hann hafði ekkert að fela, eins og hann orðaði það við aðalmeðferð málsins. Krummi sagði fyrir dómi að lögreglumennirnir hefðu verið dónalegir og með yfirgang. „Þeir kíkja aðeins inn og eru að litast um,“ sagði Krummi. „Þeir sjá að vinkona mín er þarna inni og um leið og þeir koma inn eru þeir ókurteisir. Þeir eru með leiðindatón og spyrja hana á ensku hvort hún sé að skemmta sér, „Are you having a good time?“ Þetta fór fyrir brjóstið á mér og við byrjum að rífast, ég og lögreglumennirnir.“ Hann viðurkenndi að hafa verið dónalegur og að hafa ýtt við lögreglumann, en sagðist ekki hafa sparkað í neinn. „Mér fannst tími til kominn að þeir færu, þeir voru búnir að vera með dónaskap og yfirgang við mig og vinkonu mína þarna inni á mínu heimili. Áður en ég veit af er ég síðan bara kominn gólfið, þeir skella mér harkalega niður, tóku mjög fast á mér og handjárnuðu mig harkalega.“ Tengdar fréttir Krummi ákærður fyrir að ráðast á lögreglumann Söngvarinn á að hafa sparkað í fótlegg lögregluþjóns við skyldustörf. 25. ágúst 2014 13:27 Krummi segir lögreglu hafa kokkað saman sögu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Oddi Hrafni Stefáni Björgvinssyni, betur þekktum sem Krumma í Mínus, fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Söngvarinn er ákærður fyrir að sparkað í lögreglumann en hann neitar sök. 6. október 2014 14:47 Krummi neitaði sök Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, neitaði sök er mál á hendur honum fyrir að hafa ráðist á lögreglumann við skyldustörf sumarið 2013. 27. ágúst 2014 09:59 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira
Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, eða Krummi í Mínus var sakfelldur vegna brots gegn valdstjórninni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Hann var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Krummi var ekki viðstaddur dómskvaðninguna. Krumma var einnig gert að greiða sakarkostnað upp á 326.300 krónur. Hann var sakaður um að hafa sparkað í hægri fót lögreglumanns aðfararnótt 12. júní 2013 á heimili Krumma. Við aðalmeðferð málsins neitaði hann sök. Lögreglu barst kvörtun frá nágranna hans vegna háværrar tónlistar sem barst frá íbúð hans. Þrír lögreglumenn bönkuðu upp á og báðu Krumma að lækka. Þá sögðust þeir finna kannabislykt úr íbúðinni en hann bauð þeim inn, þar sem hann hafði ekkert að fela, eins og hann orðaði það við aðalmeðferð málsins. Krummi sagði fyrir dómi að lögreglumennirnir hefðu verið dónalegir og með yfirgang. „Þeir kíkja aðeins inn og eru að litast um,“ sagði Krummi. „Þeir sjá að vinkona mín er þarna inni og um leið og þeir koma inn eru þeir ókurteisir. Þeir eru með leiðindatón og spyrja hana á ensku hvort hún sé að skemmta sér, „Are you having a good time?“ Þetta fór fyrir brjóstið á mér og við byrjum að rífast, ég og lögreglumennirnir.“ Hann viðurkenndi að hafa verið dónalegur og að hafa ýtt við lögreglumann, en sagðist ekki hafa sparkað í neinn. „Mér fannst tími til kominn að þeir færu, þeir voru búnir að vera með dónaskap og yfirgang við mig og vinkonu mína þarna inni á mínu heimili. Áður en ég veit af er ég síðan bara kominn gólfið, þeir skella mér harkalega niður, tóku mjög fast á mér og handjárnuðu mig harkalega.“
Tengdar fréttir Krummi ákærður fyrir að ráðast á lögreglumann Söngvarinn á að hafa sparkað í fótlegg lögregluþjóns við skyldustörf. 25. ágúst 2014 13:27 Krummi segir lögreglu hafa kokkað saman sögu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Oddi Hrafni Stefáni Björgvinssyni, betur þekktum sem Krumma í Mínus, fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Söngvarinn er ákærður fyrir að sparkað í lögreglumann en hann neitar sök. 6. október 2014 14:47 Krummi neitaði sök Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, neitaði sök er mál á hendur honum fyrir að hafa ráðist á lögreglumann við skyldustörf sumarið 2013. 27. ágúst 2014 09:59 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Sjá meira
Krummi ákærður fyrir að ráðast á lögreglumann Söngvarinn á að hafa sparkað í fótlegg lögregluþjóns við skyldustörf. 25. ágúst 2014 13:27
Krummi segir lögreglu hafa kokkað saman sögu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Oddi Hrafni Stefáni Björgvinssyni, betur þekktum sem Krumma í Mínus, fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Söngvarinn er ákærður fyrir að sparkað í lögreglumann en hann neitar sök. 6. október 2014 14:47
Krummi neitaði sök Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi í Mínus, neitaði sök er mál á hendur honum fyrir að hafa ráðist á lögreglumann við skyldustörf sumarið 2013. 27. ágúst 2014 09:59