Lífið

Vinnur verk út frá mismunandi dauðasýnum

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
 Freyja Elíf Logadóttir, myndlistarkona, við verkið sitt Sýnir á dánarbeði.
Freyja Elíf Logadóttir, myndlistarkona, við verkið sitt Sýnir á dánarbeði. Vísir/Ernir
„Mér bauðst að setja upp jólasýningu í galleríinu Betra veður fyrir desember. Úr varð hugvekja um sýnir einstaklinga á dánarbeði sínu,“ segir Freyja Eilíf Logadóttir myndlistarkona.

„Langamma mín lést árið 2003 og eitt sinn þegar ég kom að heimsækja hana sagði hún mér að við rúmið hennar stæði maður sem væri eins og tölva. Maðurinn átti í samskiptum við hana og hún skildi ekkert í því að ég sæi hann ekki,“ segir hún, en út frá því kviknaði hugmyndin. „Ég las einnig bók um rannsóknir á dauðastundinni og um sýnir á dánarbeði. Þar talar fólk um að hafa séð látna fjölskyldumeðlimi koma og sækja þá, það fyllist vellíðunartilfinningu og óttast ekki dauðann," segir hún, en þannig kvikaði hugmyndin.

„Ég las bók um rannsóknir á dauðastundinni og um sýnir á dánarbeði. Þar talar fólk um að hafa séð látna fjölskyldumeðlimi koma og sækja þá, það fyllist vellíðunartilfinningu og óttast ekki dauðann,“ segir Freyja.

Hún valdi nokkrar og fjölbreyttar sýnir sem henni þóttu áhugaverðar og út frá þeim vann hún verkið. „Einn lýsti þessu eins og loftleysi í geimnum og annar líkt og hann væri í sandeyðimörk. Aðrir heyrðu hljóð sem líktust tónlist, sem var samt ekki tónlist. Flestir töluðu samt um þessi göng eða gátt,“ segir hún.

Verkið er gluggi sem myndar göng sem liggja út í geim. Í þeim eru speglar sem skapa þrep sem leiða í aðra vídd. „Hver veit, kannski er heiminum bara stjórnað af tölvum þarna hinum megin, eins og amma sagði,“ segir Freyja. Sýningin í Betra veðri, Laugavegi 41, verður opin út desember. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.