Skiptar skoðanir um kannabis: Segja vísbendingar um tengsl milli kannabiss og geðrofs Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. september 2014 16:18 Vísbendingar séu um að tengsl séu á milli kannabisnotkunar og geðrofa að því er segir í fræðigrein sem birtist í Læknablaðinu í morgun. Vísbendingar eru um að tengsl séu á milli kannabisnotkunar og geðrofa að því er segir í fræðigrein sem birtist í Læknablaðinu í morgun. Í greininni eru niðurstöður 32 rannsókna teknar saman. Kemur fram í Læknablaðinu að þegar niðurstöður rannsóknanna „eru teknar saman styðja þær ótvírætt að notkun kannabis sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðrof og að öllum líkindum einnig fyrir þróun langvinnra geðrofssjúkdóma eins og geðklofa.“ Þar kemur einnig fram að frekar rannsókna sé þörf „enda geta geðrofssjúkdómar verið lengi í þróun og vandasamt að mæla skýribreytu og svarbreytu og flókið samband þeirra.“ Greinin er skrifuð af Arnari Jan Jónssyni, Heru Birgisdóttur og Engilbert Sigurðssyni. Mikið hefur verið rætt um hvort lögleiða eigi kannabis að undanförnu og í kjölfar þess að fræðigreinin birtist í morgun hefur umræða spunnist upp á samfélagsmiðlum þar sem margir telja hana styðja skoðun þeirra sem vilja ekki lögleiða efnið. Björgvin Mýrdal, meðlimur Snarrótarinnar – sem eru samtök sem berjast fyrir borgaralegum réttindum – telur að fræðigreinin styrkji málstað samtakanna, sem berjast fyrir lögleiðingu kannabis. „Okkur finnst þetta styrkja okkar málstað. Í greininni er líka mikið talað um kannabisnotkun 14, 15 og 16 ára unglinga. Á meðan kannabis er selt á svörtum markaði er aðgengi ungmenna óheft að efninu. Ef það væri löglegt væri mun auðveldara að fylgjast með því.“Hugmyndin kviknaði á geðdeild „Tilgangurinn með greininni var að fara yfir þær vísindagreinar sem hafa birst um þessi tengsl og koma því sem þar birtist á framfæri. Við vorum ekki að pæla neitt í hvort ætti að lögleiða kannabis eða ekki,“ segir Arnar Jan Jónsson, einn þriggja höfunda fræðigreinarinnar og heldur áfram: „Hugmyndin að greininni kviknaði þegar ég starfaði á geðdeild. Það kom mér mjög á óvart hvað notkun kannabisefna var algeng þar.“ Arnar Jan segir það standa til að stofna vefsíðu helgaða kannabis. „Við erum búin að stofna fræðslufélag og ætlum að setja á laggirnar heimasíðu. Markmið síðunnar er að auka vitneskju almennings um áhrif kannabis á líkamann. Greinarnar á síðunni verða byggðar á vísindalegum niðurstöðum.“ „Þetta er ekki skaðlaust efni. Þetta eykur hættu á geðrofi. Þetta er punktur sem hefur vantað í umræðuna,“ segir Arnar Jan ennfremur um kannabis.Fagnar því að læknavísindunum fleygir fram „Það hefur hingað til reynst erfitt að sanna með óyggjandi hætti tengslin þarna á milli,“ segir Björgvin Mýrdal um tengsl kananbis og geðrofa og bætir við: „Maður fagnar því að vísindunum hafi fleygt fram þannig að hægt sé að staðfesta þessi tengsl.“ „Við teljum miklu betra fyrirkomulag að hafa þetta allt upp á borðunum og viljum því gera kannabisneyslu löglega,“ segir Björgvin. Hann segir að tíma lögreglu sé betur varið í að eltast við þyngri mál. „Maður hefur til dæmis fylgst með umræðunni um heimilisofbeldi og velt því fyrir sér hvort að lögreglan eigi ekki að beita sér í þannig málum frekar en að vera að handtaka fíkla og leita á fólki á tónlistarhátíðum.“ Í síðustu viku birti bandaríski miðillinn Washington Post umfjöllun um niðurstöður rannsóknar á áhrifa kannabisreykinga á heimilisofbeldi. Í þeim kemur fram að heimilisofbeldi er minnst á þeim heimilum þar sem pör reykja kannabis.Standa fyrir fyrirlestri um vímuefnavísindi Snarrótin og Háskóli Íslands munu svo standa fyrir fyrirlestri um vímuefnavísindi. Þá kemur til landsins fræðimaðurinn David Nutt. Á vefsíðu Háskóla Íslands segir:„Prófessor David Nutt er heimsþekktur breskur vísindamaður og sérfræðingur um vímuefnamál. Hann hefur vakið athygli fyrir gagnrýni sína á ríkjandi orðræðu margra stjórnmálamanna og fjölmiðla um vímuefnamál. Prófessor Nutt álítur á grundvelli rannsókna sinna að flokkunarkerfi vímuefna, sem bresk löggjöf byggist á, sé mestan part hjávísindi og standist ekki fræðilega gagnrýni. Prófessor Nutt er nýkjörinn forseti Evrópska heilarannsóknaráðsins (European Brain Council), prófessor í tauga- og geðlyfjafræði og formaður geðlyfjafræðihóps við rannsóknardeild Imperial College í London.“Þar segir einnig að rúmlega 400 ransóknargreinar eftir Nutt hafi birst í viðurkenndum fagtímaritum. Fyrirlesturinn verður þann 16. september.Miðtaugakerfi unglinga viðkvæmt Í umræðukafla fræðigreinarinnar sem birtist í Læknablaðinu í morgun er sérstaklega fjallað um áhrif kannabisreykinga á unglinga.„Margt bendir til þess að kannabisnotkun á unglingsaldri hafi víðtæk áhrif á vitsmunaþroska og geti meðal annars valdið lakara minni og einbeitingarskorti. Því er líklegt að miðtaugakerfi unglinga sé viðkvæmara fyrir eitrunaráhrifum kannabis en miðtaugakerfi fullorðinna, sem skýri sterk tengsl kannabisnotkunar unglinga og þróunar geðrofssjúkdóma í kjölfarið. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á þéttni kannabisviðtaka í miðtaugakerfinu benda til þess að hún sé mest á fósturstigi en minnki jafnt og þétt þangað til fullorðinsaldri er náð. Notkun kannabis á þeim tíma, áður en þéttni viðtakanna nær lágmarki sínu, gæti því fremur útsett unglinga fyrir ýmsum kvillum í miðtaugakerfinu, til dæmis geðrofssjúkdómum, en fullorðna notendur.Í kaflanum kemur einnig fram að styrkur THC fari vaxandi í þeim kannabisefnum sem séu á markaði. „Í ljósi þeirra gagna sem við höfum kynnt í þessari yfirlitsgrein teljum við afar mikilvægt að auka þekkingu lækna, annarra heilbrigðisstétta og almennings á alvarlegum afleiðingum reglulegrar kannabisnotkunar hjá unglingum og ungum fullorðnum og ekki síður á þeirri staðreynd að það er ekki hægt að spá fyrir um hverjir í hópi notenda kannabisefna veikist illa og til lengri tíma.“ Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira
Vísbendingar eru um að tengsl séu á milli kannabisnotkunar og geðrofa að því er segir í fræðigrein sem birtist í Læknablaðinu í morgun. Í greininni eru niðurstöður 32 rannsókna teknar saman. Kemur fram í Læknablaðinu að þegar niðurstöður rannsóknanna „eru teknar saman styðja þær ótvírætt að notkun kannabis sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðrof og að öllum líkindum einnig fyrir þróun langvinnra geðrofssjúkdóma eins og geðklofa.“ Þar kemur einnig fram að frekar rannsókna sé þörf „enda geta geðrofssjúkdómar verið lengi í þróun og vandasamt að mæla skýribreytu og svarbreytu og flókið samband þeirra.“ Greinin er skrifuð af Arnari Jan Jónssyni, Heru Birgisdóttur og Engilbert Sigurðssyni. Mikið hefur verið rætt um hvort lögleiða eigi kannabis að undanförnu og í kjölfar þess að fræðigreinin birtist í morgun hefur umræða spunnist upp á samfélagsmiðlum þar sem margir telja hana styðja skoðun þeirra sem vilja ekki lögleiða efnið. Björgvin Mýrdal, meðlimur Snarrótarinnar – sem eru samtök sem berjast fyrir borgaralegum réttindum – telur að fræðigreinin styrkji málstað samtakanna, sem berjast fyrir lögleiðingu kannabis. „Okkur finnst þetta styrkja okkar málstað. Í greininni er líka mikið talað um kannabisnotkun 14, 15 og 16 ára unglinga. Á meðan kannabis er selt á svörtum markaði er aðgengi ungmenna óheft að efninu. Ef það væri löglegt væri mun auðveldara að fylgjast með því.“Hugmyndin kviknaði á geðdeild „Tilgangurinn með greininni var að fara yfir þær vísindagreinar sem hafa birst um þessi tengsl og koma því sem þar birtist á framfæri. Við vorum ekki að pæla neitt í hvort ætti að lögleiða kannabis eða ekki,“ segir Arnar Jan Jónsson, einn þriggja höfunda fræðigreinarinnar og heldur áfram: „Hugmyndin að greininni kviknaði þegar ég starfaði á geðdeild. Það kom mér mjög á óvart hvað notkun kannabisefna var algeng þar.“ Arnar Jan segir það standa til að stofna vefsíðu helgaða kannabis. „Við erum búin að stofna fræðslufélag og ætlum að setja á laggirnar heimasíðu. Markmið síðunnar er að auka vitneskju almennings um áhrif kannabis á líkamann. Greinarnar á síðunni verða byggðar á vísindalegum niðurstöðum.“ „Þetta er ekki skaðlaust efni. Þetta eykur hættu á geðrofi. Þetta er punktur sem hefur vantað í umræðuna,“ segir Arnar Jan ennfremur um kannabis.Fagnar því að læknavísindunum fleygir fram „Það hefur hingað til reynst erfitt að sanna með óyggjandi hætti tengslin þarna á milli,“ segir Björgvin Mýrdal um tengsl kananbis og geðrofa og bætir við: „Maður fagnar því að vísindunum hafi fleygt fram þannig að hægt sé að staðfesta þessi tengsl.“ „Við teljum miklu betra fyrirkomulag að hafa þetta allt upp á borðunum og viljum því gera kannabisneyslu löglega,“ segir Björgvin. Hann segir að tíma lögreglu sé betur varið í að eltast við þyngri mál. „Maður hefur til dæmis fylgst með umræðunni um heimilisofbeldi og velt því fyrir sér hvort að lögreglan eigi ekki að beita sér í þannig málum frekar en að vera að handtaka fíkla og leita á fólki á tónlistarhátíðum.“ Í síðustu viku birti bandaríski miðillinn Washington Post umfjöllun um niðurstöður rannsóknar á áhrifa kannabisreykinga á heimilisofbeldi. Í þeim kemur fram að heimilisofbeldi er minnst á þeim heimilum þar sem pör reykja kannabis.Standa fyrir fyrirlestri um vímuefnavísindi Snarrótin og Háskóli Íslands munu svo standa fyrir fyrirlestri um vímuefnavísindi. Þá kemur til landsins fræðimaðurinn David Nutt. Á vefsíðu Háskóla Íslands segir:„Prófessor David Nutt er heimsþekktur breskur vísindamaður og sérfræðingur um vímuefnamál. Hann hefur vakið athygli fyrir gagnrýni sína á ríkjandi orðræðu margra stjórnmálamanna og fjölmiðla um vímuefnamál. Prófessor Nutt álítur á grundvelli rannsókna sinna að flokkunarkerfi vímuefna, sem bresk löggjöf byggist á, sé mestan part hjávísindi og standist ekki fræðilega gagnrýni. Prófessor Nutt er nýkjörinn forseti Evrópska heilarannsóknaráðsins (European Brain Council), prófessor í tauga- og geðlyfjafræði og formaður geðlyfjafræðihóps við rannsóknardeild Imperial College í London.“Þar segir einnig að rúmlega 400 ransóknargreinar eftir Nutt hafi birst í viðurkenndum fagtímaritum. Fyrirlesturinn verður þann 16. september.Miðtaugakerfi unglinga viðkvæmt Í umræðukafla fræðigreinarinnar sem birtist í Læknablaðinu í morgun er sérstaklega fjallað um áhrif kannabisreykinga á unglinga.„Margt bendir til þess að kannabisnotkun á unglingsaldri hafi víðtæk áhrif á vitsmunaþroska og geti meðal annars valdið lakara minni og einbeitingarskorti. Því er líklegt að miðtaugakerfi unglinga sé viðkvæmara fyrir eitrunaráhrifum kannabis en miðtaugakerfi fullorðinna, sem skýri sterk tengsl kannabisnotkunar unglinga og þróunar geðrofssjúkdóma í kjölfarið. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á þéttni kannabisviðtaka í miðtaugakerfinu benda til þess að hún sé mest á fósturstigi en minnki jafnt og þétt þangað til fullorðinsaldri er náð. Notkun kannabis á þeim tíma, áður en þéttni viðtakanna nær lágmarki sínu, gæti því fremur útsett unglinga fyrir ýmsum kvillum í miðtaugakerfinu, til dæmis geðrofssjúkdómum, en fullorðna notendur.Í kaflanum kemur einnig fram að styrkur THC fari vaxandi í þeim kannabisefnum sem séu á markaði. „Í ljósi þeirra gagna sem við höfum kynnt í þessari yfirlitsgrein teljum við afar mikilvægt að auka þekkingu lækna, annarra heilbrigðisstétta og almennings á alvarlegum afleiðingum reglulegrar kannabisnotkunar hjá unglingum og ungum fullorðnum og ekki síður á þeirri staðreynd að það er ekki hægt að spá fyrir um hverjir í hópi notenda kannabisefna veikist illa og til lengri tíma.“
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir „Mikilvægt að hafa mann sem er vaxinn þessu starfi“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Sjá meira