Oft eldri menn með stelpur í neyslu sem hálfgerðar ambáttir Viktoría Hermannsdóttir skrifar 27. september 2014 22:13 Mæðgurnar Helena Rós Sigmarsdóttir og Ástríður Grímsdóttir. Vísir/Ernir „Það er alveg skýrt að við erum ekki að leita að sökudólgi fyrir því hvernig fór. Þessi maður lagði samt sitt á vogarskálarnar við það,“ segir amma Ástríðar Ránar Erlendsdóttur heitinnar. Móðir hennar, Helena Rós Sigmarsdóttir, og amman, Ástríður Grímsdóttir, lýsa í einlægu viðtali í Fréttablaðinu í dag yfri áhyggjum sínum á því hve algengt sé að eldri menn notfæri sér stúlkur sem séu í neyslu. Ástríður Rán stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Í ársbyrjun var hún komin úr meðferð og á góðum stað að sögn mæðgnanna. Ástríður ætlaði að vera edrú og var byrjuð í skóla. „Síðan koma svona menn eins og þessi og setja allt úr skorðum,“ segir amma hennar og bendir á blað með útprentuðu samtali Ástríðar og þjóðþekkts manns á miðjum aldri. Maðurinn setti sig í samband við Ástríði á Facebook og byrjaði að tala við hana. „Það er vitað mál að það eru oft eldri menn sem eru með þessar stelpur sem hálfgerðar ambáttir en þetta sýnir að það eru ekki bara menn sem sjálfir eru í neyslu. Þarna er bara maður í fínni stöðu, miklu eldri sem fór að sýna henni áhuga,“ segir amma hennar. Amma Ástríðar segir barnabarn sitt hafa deilt með sér samskiptum sínum við manninn. Ástríður yngri hafi hlegið að því að þessi „gamli maður“ væri að tala við hana. Ástríður amma hafi haft samband við umræddan mann og sagt honum að láta barnabarn sitt vera. Hins vegar höfðu samskiptin verið meiri en móðirin og amman töldu. Náðu þau yfir ellefu daga áður en Ástríður heitin fór á hans fund.Ástríður glímdi við fíknuefnavanda frá 14 ára aldri.Lokkaði hana heim með aðeins eitt í huga „Maður sér að hún er fyrst alltaf með undanbrögð af hverju hún komist ekki; hún segist vera að fara í skólann, á fund eða samkomu, þurfi að hvíla sig, sé með barnið sitt. Í nánast öllum þessum samskiptum á hann upptökin að samtalinu. Þegar ég les þetta yfir aftur þá þá spyr maður sig: Af hverju hættir ekki helvítis maðurinn? Af hverju djöflast hann áfram. Þessi fjöldi skilaboða sýnir hvað ásetningurinn er mikill, hann er að eiga við tvítuga stúlku, fimmtugur maðurinn,“ segir amma hennar. Eftir nokkurra daga þrýsting hafi Ástríður heitin látið undan, farið til hans og fallið heima hjá honum. Í kjölfarið hafi allt verið á niðurleið hjá henni. Þær taka þó fram að þær séu ekki að kenna manninum um hvernig fór fyrir Ástríði á endanum. Þær vilja samt vekja athygli á því að þetta séu ekki alltaf menn sem sjálfir eru tengdir fíkniefnaheiminum sem séu að misnota sér neyð þessara stúlkna. Þær segja að mikilvægt sé fyrir foreldra sem eiga dætur í neyslu að skoða hverjir séu að setja sig í samband við stúlkurnar á samskiptasíðum. Í þessu tilfelli hafi verið um einbeittan ásetning að ræða þar sem maðurinn hafi áunnið sér traust hennar og lokkað svo heim til sín, gefið henni áfengi og haft aðeins eitt í huga. „Það er alveg skýrt að við erum ekki að leita að sökudólgi fyrir því hvernig fór. Þessi maður lagði samt sitt á vogarskálarnar við það,“ segir amma hennar. Samskiptin virðast hafa fjarað út eftir hittinginn. Þau spjalla aðeins lítillega saman í nokkra daga á eftir en svo virðist maðurinn hafa misst áhugann á að tala við hana.Helgarviðtalið í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Vildi vera á beinu brautinni Ung móðir stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Hún hét Ástríður Rán Erlendsdóttir og var aðeins 22 ára þegar hún lést. Móðir hennar og amma segja frá baráttu Ástríðar. 27. september 2014 00:01 Helmingi færri úrræði fyrir börnin Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu, segir Sigurbjörg Sigurðardóttir einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun. Hún tekur undir gagnrýni um úrræðaleysi frá fjölskylda ungrar móður sem svipti sig lífi á Vogi fyrr í mánuðinum. 27. september 2014 19:03 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Það er alveg skýrt að við erum ekki að leita að sökudólgi fyrir því hvernig fór. Þessi maður lagði samt sitt á vogarskálarnar við það,“ segir amma Ástríðar Ránar Erlendsdóttur heitinnar. Móðir hennar, Helena Rós Sigmarsdóttir, og amman, Ástríður Grímsdóttir, lýsa í einlægu viðtali í Fréttablaðinu í dag yfri áhyggjum sínum á því hve algengt sé að eldri menn notfæri sér stúlkur sem séu í neyslu. Ástríður Rán stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Í ársbyrjun var hún komin úr meðferð og á góðum stað að sögn mæðgnanna. Ástríður ætlaði að vera edrú og var byrjuð í skóla. „Síðan koma svona menn eins og þessi og setja allt úr skorðum,“ segir amma hennar og bendir á blað með útprentuðu samtali Ástríðar og þjóðþekkts manns á miðjum aldri. Maðurinn setti sig í samband við Ástríði á Facebook og byrjaði að tala við hana. „Það er vitað mál að það eru oft eldri menn sem eru með þessar stelpur sem hálfgerðar ambáttir en þetta sýnir að það eru ekki bara menn sem sjálfir eru í neyslu. Þarna er bara maður í fínni stöðu, miklu eldri sem fór að sýna henni áhuga,“ segir amma hennar. Amma Ástríðar segir barnabarn sitt hafa deilt með sér samskiptum sínum við manninn. Ástríður yngri hafi hlegið að því að þessi „gamli maður“ væri að tala við hana. Ástríður amma hafi haft samband við umræddan mann og sagt honum að láta barnabarn sitt vera. Hins vegar höfðu samskiptin verið meiri en móðirin og amman töldu. Náðu þau yfir ellefu daga áður en Ástríður heitin fór á hans fund.Ástríður glímdi við fíknuefnavanda frá 14 ára aldri.Lokkaði hana heim með aðeins eitt í huga „Maður sér að hún er fyrst alltaf með undanbrögð af hverju hún komist ekki; hún segist vera að fara í skólann, á fund eða samkomu, þurfi að hvíla sig, sé með barnið sitt. Í nánast öllum þessum samskiptum á hann upptökin að samtalinu. Þegar ég les þetta yfir aftur þá þá spyr maður sig: Af hverju hættir ekki helvítis maðurinn? Af hverju djöflast hann áfram. Þessi fjöldi skilaboða sýnir hvað ásetningurinn er mikill, hann er að eiga við tvítuga stúlku, fimmtugur maðurinn,“ segir amma hennar. Eftir nokkurra daga þrýsting hafi Ástríður heitin látið undan, farið til hans og fallið heima hjá honum. Í kjölfarið hafi allt verið á niðurleið hjá henni. Þær taka þó fram að þær séu ekki að kenna manninum um hvernig fór fyrir Ástríði á endanum. Þær vilja samt vekja athygli á því að þetta séu ekki alltaf menn sem sjálfir eru tengdir fíkniefnaheiminum sem séu að misnota sér neyð þessara stúlkna. Þær segja að mikilvægt sé fyrir foreldra sem eiga dætur í neyslu að skoða hverjir séu að setja sig í samband við stúlkurnar á samskiptasíðum. Í þessu tilfelli hafi verið um einbeittan ásetning að ræða þar sem maðurinn hafi áunnið sér traust hennar og lokkað svo heim til sín, gefið henni áfengi og haft aðeins eitt í huga. „Það er alveg skýrt að við erum ekki að leita að sökudólgi fyrir því hvernig fór. Þessi maður lagði samt sitt á vogarskálarnar við það,“ segir amma hennar. Samskiptin virðast hafa fjarað út eftir hittinginn. Þau spjalla aðeins lítillega saman í nokkra daga á eftir en svo virðist maðurinn hafa misst áhugann á að tala við hana.Helgarviðtalið í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Vildi vera á beinu brautinni Ung móðir stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Hún hét Ástríður Rán Erlendsdóttir og var aðeins 22 ára þegar hún lést. Móðir hennar og amma segja frá baráttu Ástríðar. 27. september 2014 00:01 Helmingi færri úrræði fyrir börnin Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu, segir Sigurbjörg Sigurðardóttir einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun. Hún tekur undir gagnrýni um úrræðaleysi frá fjölskylda ungrar móður sem svipti sig lífi á Vogi fyrr í mánuðinum. 27. september 2014 19:03 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Vildi vera á beinu brautinni Ung móðir stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Hún hét Ástríður Rán Erlendsdóttir og var aðeins 22 ára þegar hún lést. Móðir hennar og amma segja frá baráttu Ástríðar. 27. september 2014 00:01
Helmingi færri úrræði fyrir börnin Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu, segir Sigurbjörg Sigurðardóttir einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun. Hún tekur undir gagnrýni um úrræðaleysi frá fjölskylda ungrar móður sem svipti sig lífi á Vogi fyrr í mánuðinum. 27. september 2014 19:03