Undirskriftasöfnun nálgast viðmiðunarmörk Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2014 11:40 Sigurður Líndal leiðir stjórnlaganefnd, sem Bjarni vísar til en þar telja menn rétt að krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu liggi nálægt tíu prósentum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í viðtali við Kastljósi í gærkvöldi þar sem hann lýsti sig almennt hlynntan þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá er spurning, við hvað ber að miða, svo krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu sé nokkuð sem ekki verður litið hjá? Bjarni sagði skynsamlegt setja ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarskrá og ákveðið hlutfall kosningabærra manna gæti kallað milliliðalaust eftir þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að treysta á forsetann. Bjarni vísaði í því sambandi til stjórnlaganefndar. En, hversu hátt hlutfall? Hversu margir? Formaður stjórnlaganefndar er Sigurður Líndal prófessor og þegar Vísir heyrði í honum var hann einmitt að vinna í álitsgerð nefndarinnar en sagðist eiga afskaplega erfitt með að ákveða sig; við hvaða prósentu skuli miða? En menn horfðu mjög til tölunnar tíu prósent kosningabærra manna. Á kjörskrá eru um 240 þúsund manns, sem þýðir einfaldlega það að 24 þúsund manns þarf þá að lágmarki til að krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu sé marktæk. Á vefsvæðinu thjod.is er undirskriftasöfnun í gangi, þar sem farið er fram á að viðræðum við Evrópusambandið verði ekki slitið. Þegar þetta er ritað hafa 22.583 skrifað undir – og þeim fer fjölgandi. Sigurður segir þjóðaratkvæði hið besta mál en að ýmsu sé að hyggja í því sambandi. Og hann á ákaflega erfitt með að gera upp hug sinn, hvar rétta talan liggi. Og það liggur ekki fyrir. „Lengi var miðað við tíu prósent kosningabærra manna,“ segir Sigurður sem telur að þetta verði að liggja einhvers staðar á bilinu 10 til 20 prósent. „Þetta má ekki vera of hátt því þá er þetta farið að nálgast það að vera kosning. Þetta má ekki vera of lágt því þá hleypir maður allskonar vitleysu af stað. Það þarf að passa sig á því að fara ekki á þjóðaratkvæðafyllerí. Hætt við að menn fari út í rugl. Og, ekki öll mál sem henta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það verða að vera skýrar spurningar og um eitthvað sem allir sæmilega upplýstir menn geta sett sig inn í. Svo er þetta spurning um áhuga þjóðarinnar?“ Sigurður segist eiga erfitt með að gera upp hug sinn og hallast að því að vera nær 10 prósentum en 20. Ákjósanlegast væri að þetta sé þannig að auðvelt sé að reikna þetta í huganum, og þá eru 10 prósentin ákjósanleg. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var í viðtali við Kastljósi í gærkvöldi þar sem hann lýsti sig almennt hlynntan þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá er spurning, við hvað ber að miða, svo krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu sé nokkuð sem ekki verður litið hjá? Bjarni sagði skynsamlegt setja ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarskrá og ákveðið hlutfall kosningabærra manna gæti kallað milliliðalaust eftir þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að treysta á forsetann. Bjarni vísaði í því sambandi til stjórnlaganefndar. En, hversu hátt hlutfall? Hversu margir? Formaður stjórnlaganefndar er Sigurður Líndal prófessor og þegar Vísir heyrði í honum var hann einmitt að vinna í álitsgerð nefndarinnar en sagðist eiga afskaplega erfitt með að ákveða sig; við hvaða prósentu skuli miða? En menn horfðu mjög til tölunnar tíu prósent kosningabærra manna. Á kjörskrá eru um 240 þúsund manns, sem þýðir einfaldlega það að 24 þúsund manns þarf þá að lágmarki til að krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu sé marktæk. Á vefsvæðinu thjod.is er undirskriftasöfnun í gangi, þar sem farið er fram á að viðræðum við Evrópusambandið verði ekki slitið. Þegar þetta er ritað hafa 22.583 skrifað undir – og þeim fer fjölgandi. Sigurður segir þjóðaratkvæði hið besta mál en að ýmsu sé að hyggja í því sambandi. Og hann á ákaflega erfitt með að gera upp hug sinn, hvar rétta talan liggi. Og það liggur ekki fyrir. „Lengi var miðað við tíu prósent kosningabærra manna,“ segir Sigurður sem telur að þetta verði að liggja einhvers staðar á bilinu 10 til 20 prósent. „Þetta má ekki vera of hátt því þá er þetta farið að nálgast það að vera kosning. Þetta má ekki vera of lágt því þá hleypir maður allskonar vitleysu af stað. Það þarf að passa sig á því að fara ekki á þjóðaratkvæðafyllerí. Hætt við að menn fari út í rugl. Og, ekki öll mál sem henta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það verða að vera skýrar spurningar og um eitthvað sem allir sæmilega upplýstir menn geta sett sig inn í. Svo er þetta spurning um áhuga þjóðarinnar?“ Sigurður segist eiga erfitt með að gera upp hug sinn og hallast að því að vera nær 10 prósentum en 20. Ákjósanlegast væri að þetta sé þannig að auðvelt sé að reikna þetta í huganum, og þá eru 10 prósentin ákjósanleg.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira