Varar heyrnarskerta við ódýrum heyrnartækjum Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. október 2014 07:00 Tæki sem Heyrnar- og talmeinastöðin selur geta kostað hundruð þúsunda. fréttablaðið/Vilhelm Heyrnar- og talmeinastöð Íslands (HTÍ) varar heyrnarskerta við því að kaupa heyrnartæki án ráðgjafar frá fagaðilum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kristján Sverrisson, forstjóri HTÍ, sendi fjölmiðla í gær. Kristján segir að borið hafi á því að einstaklingar auglýsi stíft til aldraðra heyrnartæki til sölu. Auglýsingum hefur verið komið fyrir í sambýlum aldraðra, bornar út í póstkassa á elliheimilum, dvalarheimilum og víðar. Kristján segir að þau tæki sem HTÍ hafi fengið að skoða séu kínversk framleiðsla og í þeim séu einfaldir hljóðmagnarar sem settir eru inn í hlustir viðkomandi. Tækin sé ekki hægt að aðlaga sérstaklega að heyrnarskerðingu viðkomandi einstaklings. „Þetta er einfaldur magnari sem bara hækkar öll hljóð inn í hlust, en þegar þú tapar heyrn þá gagnast það lítið,“ segir Kristján í samtali við Fréttablaðið. „Ég efast um að þetta henti mjög mörgum sem lausn,“ segir Kristján. Þessi umræddu heyrnartæki sem HTÍ varar við kosta innan við 30 þúsund krónur. Þau tæki sem HTÍ býður til sölu geta hins vegar kostað yfir 300 þúsund krónur, eða tífalt meira en þessi heyrnartæki sem Kristján varar við. Kristján segir í samtali við Fréttablaðið að auglýsingum um þessi kínversku tæki hafi verið dreift um nokkurt skeið. „Það kom inn fatlaður maður og eiginkona hans í gær og höfðu fengið auglýsingar um helgina þannig að hann heldur áfram markaðsstarfsemi,“ segir Kristján. Fréttablaðið náði tali af Þóri Gunnlaugssyni, sem flytur umrædd tæki inn. Hann líkir innflutningi og sölu á tækjunum við sölu á ódýrum gleraugum í versluninni Tiger. Þórir segir athugasemdir HTÍ byggðar á misskilningi. „Þeir vilja ekki að það komi neinn inn á þennan bisness þeirra, enda skiljanlegt,“ segir Þórir. Hann segist lána fólki tækið í eina viku gegn 2.000 króna greiðslu. „Síðan tekur fólk ákvörðun um það hvort það hefur not fyrir það eða ekki,“ segir hann. Í reglugerð um sölu heyrnartækja segir að til sölu þeirra þurfi rekstrarleyfi ráðherra. Áður en ráðherra veitir rekstrarleyfi skuli hann óska eftir umsögn landlæknis um það annars vegar hvort þau heyrnartæki, sem rekstrarleyfishafi hyggst selja, og önnur lækningatæki, sem hann hyggst nota, uppfylli kröfur samkvæmt lögum um lækningatæki og hins vegar hvort umsækjandi sé fær um að veita nauðsynlega fagþjónustu. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands (HTÍ) varar heyrnarskerta við því að kaupa heyrnartæki án ráðgjafar frá fagaðilum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kristján Sverrisson, forstjóri HTÍ, sendi fjölmiðla í gær. Kristján segir að borið hafi á því að einstaklingar auglýsi stíft til aldraðra heyrnartæki til sölu. Auglýsingum hefur verið komið fyrir í sambýlum aldraðra, bornar út í póstkassa á elliheimilum, dvalarheimilum og víðar. Kristján segir að þau tæki sem HTÍ hafi fengið að skoða séu kínversk framleiðsla og í þeim séu einfaldir hljóðmagnarar sem settir eru inn í hlustir viðkomandi. Tækin sé ekki hægt að aðlaga sérstaklega að heyrnarskerðingu viðkomandi einstaklings. „Þetta er einfaldur magnari sem bara hækkar öll hljóð inn í hlust, en þegar þú tapar heyrn þá gagnast það lítið,“ segir Kristján í samtali við Fréttablaðið. „Ég efast um að þetta henti mjög mörgum sem lausn,“ segir Kristján. Þessi umræddu heyrnartæki sem HTÍ varar við kosta innan við 30 þúsund krónur. Þau tæki sem HTÍ býður til sölu geta hins vegar kostað yfir 300 þúsund krónur, eða tífalt meira en þessi heyrnartæki sem Kristján varar við. Kristján segir í samtali við Fréttablaðið að auglýsingum um þessi kínversku tæki hafi verið dreift um nokkurt skeið. „Það kom inn fatlaður maður og eiginkona hans í gær og höfðu fengið auglýsingar um helgina þannig að hann heldur áfram markaðsstarfsemi,“ segir Kristján. Fréttablaðið náði tali af Þóri Gunnlaugssyni, sem flytur umrædd tæki inn. Hann líkir innflutningi og sölu á tækjunum við sölu á ódýrum gleraugum í versluninni Tiger. Þórir segir athugasemdir HTÍ byggðar á misskilningi. „Þeir vilja ekki að það komi neinn inn á þennan bisness þeirra, enda skiljanlegt,“ segir Þórir. Hann segist lána fólki tækið í eina viku gegn 2.000 króna greiðslu. „Síðan tekur fólk ákvörðun um það hvort það hefur not fyrir það eða ekki,“ segir hann. Í reglugerð um sölu heyrnartækja segir að til sölu þeirra þurfi rekstrarleyfi ráðherra. Áður en ráðherra veitir rekstrarleyfi skuli hann óska eftir umsögn landlæknis um það annars vegar hvort þau heyrnartæki, sem rekstrarleyfishafi hyggst selja, og önnur lækningatæki, sem hann hyggst nota, uppfylli kröfur samkvæmt lögum um lækningatæki og hins vegar hvort umsækjandi sé fær um að veita nauðsynlega fagþjónustu.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira