Innlent

Þessar götur verða lokaðar í Reykjavík í dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Gleðigöngunni sumarið 2011.
Frá Gleðigöngunni sumarið 2011. Vísir/Valli
Hin árlega Gleðiganga Hinsegin daga fer fram í miðbæ Reykjavíkur í dag og hefst klukkan 14. Af þeim sökum raskasta bílaumferð töluvert í miðbænum í dag.

Á meðfylgjandi mynd frá lögreglunni má sjá hvaða götur það eru sem verða lokaðar í dag. Lækjargötu var lokuð í suðurátt í morgunsárið og verður þannig háttað til klukkan 20 í kvöld. Hverfisgata verður lokuð fyrir bílaumferð frá klukkan 12 til 17:30 og sömu sögu er að segja um neðri hluta Laugavegar.

Nánari upplýsingar má sjá á kortinu hér að neðan en Gleðigangan hefst við BSÍ við Vatnsmýrarveg klukkan 14. Gengið er að Arnarhóli og er veðurspá nokkuð góð fyrir göngufólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×