Bíða í klukkutíma eftir dirty burger og rifjum: „Það er allt að verða vitlaust“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. ágúst 2014 17:54 Fólk bíður í klukkustund eftir réttum Michelin-stjörnu kokksins Agnars. „Það er allt að verða vitlaust,“ segir Agnar Sverrisson, eigandi staðarins Dirty Burgers & Ribs en staðurinn opnaði í dag og af því tilefni er allt á matseðlinum frítt fyrir gestina. Í bakgrunninum ómar tónlist. „Við erum með DJ hérna fyrir utan og það er svo gott veður. Allir eru bara hressir og kátir.“ Röðin er gríðarlega löng eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og segir Agnar fólk bíða í um klukkustund eftir matnum. Staðurinn tekur aðeins 15 manns í sæti og stendur við bensínstöðina Orkuna á Miklubraut. „Það er hleypt inn í hollum,“ útskýrir Agnar. „Við opnuðum klukkan fjögur en fólk var mætt í röð rétt fyrir þrjú og það hefur verið röð hérna síðan. Mér sýnist hún ekkert vera að minnka.“ Starfsmennirnir hafa nú þegar á tæpum tveimur klukkustundum afgreitt um 700 skammta og verður opið til átta í kvöld eða á meðan birgðir endast. „Við erum með vel yfir þúsund skammta. Það getur verið að þetta sleppi til átta en við höfum ekki hugmynd um það.“Því færri réttir, því betri matur Matseðillinn er ekki flókinn á Dirty Burger & Ribs en aðeins tveir réttir eru í boði – hamborgarar og rif eins og nafn staðarins gefur ti kynna. „Hugsunin er aðallega sú að, þeim mun fleiri rétti sem staðir eru með á matseðli, þeim mun erfiðara er að ná honum góðum. Ef þú ert bara með tvo rétti á matseðli þá er bara skylda að maturinn sé góður.“ Agnari finnst á fólki að það sé nokkuð ánægt með matinn. „Það er auðveldara að gleðja fólk þegar allt er frítt náttúrulega,“ viðurkennir hann og hlær. „En við erum bjartsýn á að við séum með góða vöru og erum mjög ánægð með þetta.“ Enginn ætti að vera svikinn af matseld Agnars þar sem hann er eini íslenski kokkurinn sem hefur hlotið hefur Michelin-stjörnu viðurkenninguna sem er ein hæsta viðurkenning sem nokkur kokkur getur fengið. DJ Rikki spilar fyrir gesti sem bíða spakir og í góðu stuði.Mynd/Samúel. Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Það er allt að verða vitlaust,“ segir Agnar Sverrisson, eigandi staðarins Dirty Burgers & Ribs en staðurinn opnaði í dag og af því tilefni er allt á matseðlinum frítt fyrir gestina. Í bakgrunninum ómar tónlist. „Við erum með DJ hérna fyrir utan og það er svo gott veður. Allir eru bara hressir og kátir.“ Röðin er gríðarlega löng eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og segir Agnar fólk bíða í um klukkustund eftir matnum. Staðurinn tekur aðeins 15 manns í sæti og stendur við bensínstöðina Orkuna á Miklubraut. „Það er hleypt inn í hollum,“ útskýrir Agnar. „Við opnuðum klukkan fjögur en fólk var mætt í röð rétt fyrir þrjú og það hefur verið röð hérna síðan. Mér sýnist hún ekkert vera að minnka.“ Starfsmennirnir hafa nú þegar á tæpum tveimur klukkustundum afgreitt um 700 skammta og verður opið til átta í kvöld eða á meðan birgðir endast. „Við erum með vel yfir þúsund skammta. Það getur verið að þetta sleppi til átta en við höfum ekki hugmynd um það.“Því færri réttir, því betri matur Matseðillinn er ekki flókinn á Dirty Burger & Ribs en aðeins tveir réttir eru í boði – hamborgarar og rif eins og nafn staðarins gefur ti kynna. „Hugsunin er aðallega sú að, þeim mun fleiri rétti sem staðir eru með á matseðli, þeim mun erfiðara er að ná honum góðum. Ef þú ert bara með tvo rétti á matseðli þá er bara skylda að maturinn sé góður.“ Agnari finnst á fólki að það sé nokkuð ánægt með matinn. „Það er auðveldara að gleðja fólk þegar allt er frítt náttúrulega,“ viðurkennir hann og hlær. „En við erum bjartsýn á að við séum með góða vöru og erum mjög ánægð með þetta.“ Enginn ætti að vera svikinn af matseld Agnars þar sem hann er eini íslenski kokkurinn sem hefur hlotið hefur Michelin-stjörnu viðurkenninguna sem er ein hæsta viðurkenning sem nokkur kokkur getur fengið. DJ Rikki spilar fyrir gesti sem bíða spakir og í góðu stuði.Mynd/Samúel.
Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira