Haldið inni í skólum vegna gasmengunar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. nóvember 2014 19:09 Börnum var haldið inni í skólum um tíma í höfuðborginni í dag vegna mikillar gasmengunar frá eldstöðinni í Holuhrauni. Umhverfisfræðingur segir tengsl milli mengunarinnar og heilsubrests og tölur sýna tuttugu prósenta aukningu í sölu astmalyfja á landinu öllu. Borgarbúar hafa fundið töluvert fyrir menguninni í dag enda hafa loftgæðin verið slæm. Bæði hefur svifryk verið mikið og töluverð gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni. Þannig mældist styrkur brennisteinsdíoxíðs um 1800 mígrógrömm á rúmmetra þegar mest var í Reykjavík í dag. Í skólum var börnum jafnvel haldið inni um tíma enda ráðlagði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að það yrði gert á meðan að mengunin var hvað mest. Þá voru víða felldar niður íþróttaæfingar vegna mengunarinnar. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma og ofnæmisfélags Íslands, er með astma og fann hún vel fyrir menguninni í dag. „Þetta er einn af verstu morgnunum sem ég hef upplifað,“ Þeir sem eru með slæman astma þurfa oft að taka meira af lyfjunum sínum á degi sem þessu. Í tölum sem fréttastofa fékk frá Lyfju sést að sala fyrirtækisins á astmalyfjum á landinu öllu hefur aukist um 20% frá því gosið hófst. Þórbergur Egilsson hjá Lyfju sagði í samtali við fréttastofu í dag að sala astmalyfja hefði tekið stökk í haust og ekkert annað gæti skýrt það en mengunin frá gosinu. Mismunandi er eftir landsvæðum hversu mikið salan hefur aukist en aukningin er hvað mest á Austurlandi. Hún hefur einnig aukist töluvert á höfuðborgarsvæðinu. Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir er umhverfisfræðingur og doktorsnemi í faraldsfræði. Frá árinu 2009 hefur hún skoðað áhrif loftmengunar á heilsu í Reyjavík. „Erlendar rannsóknir þær sýna einhverjar að það er samband á milli brennisteinsdíoxíðs og heilsubrests. Út frá þessu þá er eiginlega mín tilfinning sú að þetta er að hafa áhrif og sérstaklega á þá sem að eru viðkvæmir og þá vil ég nefna að viðkvæmir það eru ekki bara þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Það eru líka börnin og okkar og það eru eldra fólk,“ segir Ragnhildur. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Börnum var haldið inni í skólum um tíma í höfuðborginni í dag vegna mikillar gasmengunar frá eldstöðinni í Holuhrauni. Umhverfisfræðingur segir tengsl milli mengunarinnar og heilsubrests og tölur sýna tuttugu prósenta aukningu í sölu astmalyfja á landinu öllu. Borgarbúar hafa fundið töluvert fyrir menguninni í dag enda hafa loftgæðin verið slæm. Bæði hefur svifryk verið mikið og töluverð gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni. Þannig mældist styrkur brennisteinsdíoxíðs um 1800 mígrógrömm á rúmmetra þegar mest var í Reykjavík í dag. Í skólum var börnum jafnvel haldið inni um tíma enda ráðlagði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að það yrði gert á meðan að mengunin var hvað mest. Þá voru víða felldar niður íþróttaæfingar vegna mengunarinnar. Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma og ofnæmisfélags Íslands, er með astma og fann hún vel fyrir menguninni í dag. „Þetta er einn af verstu morgnunum sem ég hef upplifað,“ Þeir sem eru með slæman astma þurfa oft að taka meira af lyfjunum sínum á degi sem þessu. Í tölum sem fréttastofa fékk frá Lyfju sést að sala fyrirtækisins á astmalyfjum á landinu öllu hefur aukist um 20% frá því gosið hófst. Þórbergur Egilsson hjá Lyfju sagði í samtali við fréttastofu í dag að sala astmalyfja hefði tekið stökk í haust og ekkert annað gæti skýrt það en mengunin frá gosinu. Mismunandi er eftir landsvæðum hversu mikið salan hefur aukist en aukningin er hvað mest á Austurlandi. Hún hefur einnig aukist töluvert á höfuðborgarsvæðinu. Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir er umhverfisfræðingur og doktorsnemi í faraldsfræði. Frá árinu 2009 hefur hún skoðað áhrif loftmengunar á heilsu í Reyjavík. „Erlendar rannsóknir þær sýna einhverjar að það er samband á milli brennisteinsdíoxíðs og heilsubrests. Út frá þessu þá er eiginlega mín tilfinning sú að þetta er að hafa áhrif og sérstaklega á þá sem að eru viðkvæmir og þá vil ég nefna að viðkvæmir það eru ekki bara þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Það eru líka börnin og okkar og það eru eldra fólk,“ segir Ragnhildur.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira