Spurning hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2014 20:13 Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að til greina komi að skila hríðskotabyssum sem Gæslan fékk frá Norska hernum hafi Norðmenn hætt við að gefa Íslendingum byssurnar og krefjist greiðslu. Byssurnar verði innsiglaðar af Tollinum þar til botn fæst í málið. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í morgun þar sem hann var m.a. spurður um tollafgreiðslu byssanna frá Noregi. Nefndarmenn spurðu forstjóra Landhelgisgæslunnar m.a. um hvort leynd hefði hvílt yfir innfultningi vopnanna til landsins í febrúar. Hann segir svo ekki vera. Tollurinn hafi vitað af innflutningnum á sínum tíma. En hvers vegna hafa vopin ekki enn verið tollafgreidd og hvers vegna hafa þau verið innsigluð af tollinum? „Við höfum bara ekki tekið þessi vopn í notkun. Þau komu hér í febrúar og það hefur hreinlega ekki unnist tími til að ganga frá þessari komu. Það hefur ekki verið gengið frá pappírum milli Landhelgisgæslu og lögreglu um hvernig skuli nánar háttað afhendingu,“ sagði Georg að loknum fundi með allsherjar- og menntamálanefnd. Tollurinn innsiglaði vopnin í geymslu Gæslunnar í þarsíðustu viku. „Þegar það kom upp að það kynni að leika vafi á því hvort um gjöf eða sölu væri að ræða var það sameiginleg ákvörðun landhelgisgæslu og tollstjóra að rétt væri að innsigla þessi vopn á meðan það mál væri óleyst. Og þannig verður það þar til búið er að skera úr um það. Ef gefandinn hefur skipt um skoðun þá nærð það bara ekki lengra. Þá er bara tvennt til. Þá er annað hvort að borga þessi vopn eða skila þeim aftur,“ segir Georg. Vopnin yrðu því innsigluð á meðan þetta skýrðist enda engin brýn þörf á þeim á næstunni. Gæslan hefði verið í rausnarlegu sambandi við Norðmenn áratugum saman og m.a. fengið 50 hríðskotabyssur frá þeim árið 2011 án þess að reikningur væri sendur fyrir þeim. Rætt verði um þetta við Norðmenn á næstunni og fundið út hvort greiða þurfi fyrir byssurnar. „Ef það verður niðurstaðan þurfum við að hafa samráð við Ríkislögreglustjóra sem á stærstan part af þessum vopnum. Ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði haft náið samstarf við okkar ráðuneyti og í framhaldi af því yrði þá tekin ákvörðun um hvernig með skuli fara,“ segir Georg Lárusson. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir að til greina komi að skila hríðskotabyssum sem Gæslan fékk frá Norska hernum hafi Norðmenn hætt við að gefa Íslendingum byssurnar og krefjist greiðslu. Byssurnar verði innsiglaðar af Tollinum þar til botn fæst í málið. Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar kom fyrir allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í morgun þar sem hann var m.a. spurður um tollafgreiðslu byssanna frá Noregi. Nefndarmenn spurðu forstjóra Landhelgisgæslunnar m.a. um hvort leynd hefði hvílt yfir innfultningi vopnanna til landsins í febrúar. Hann segir svo ekki vera. Tollurinn hafi vitað af innflutningnum á sínum tíma. En hvers vegna hafa vopin ekki enn verið tollafgreidd og hvers vegna hafa þau verið innsigluð af tollinum? „Við höfum bara ekki tekið þessi vopn í notkun. Þau komu hér í febrúar og það hefur hreinlega ekki unnist tími til að ganga frá þessari komu. Það hefur ekki verið gengið frá pappírum milli Landhelgisgæslu og lögreglu um hvernig skuli nánar háttað afhendingu,“ sagði Georg að loknum fundi með allsherjar- og menntamálanefnd. Tollurinn innsiglaði vopnin í geymslu Gæslunnar í þarsíðustu viku. „Þegar það kom upp að það kynni að leika vafi á því hvort um gjöf eða sölu væri að ræða var það sameiginleg ákvörðun landhelgisgæslu og tollstjóra að rétt væri að innsigla þessi vopn á meðan það mál væri óleyst. Og þannig verður það þar til búið er að skera úr um það. Ef gefandinn hefur skipt um skoðun þá nærð það bara ekki lengra. Þá er bara tvennt til. Þá er annað hvort að borga þessi vopn eða skila þeim aftur,“ segir Georg. Vopnin yrðu því innsigluð á meðan þetta skýrðist enda engin brýn þörf á þeim á næstunni. Gæslan hefði verið í rausnarlegu sambandi við Norðmenn áratugum saman og m.a. fengið 50 hríðskotabyssur frá þeim árið 2011 án þess að reikningur væri sendur fyrir þeim. Rætt verði um þetta við Norðmenn á næstunni og fundið út hvort greiða þurfi fyrir byssurnar. „Ef það verður niðurstaðan þurfum við að hafa samráð við Ríkislögreglustjóra sem á stærstan part af þessum vopnum. Ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði haft náið samstarf við okkar ráðuneyti og í framhaldi af því yrði þá tekin ákvörðun um hvernig með skuli fara,“ segir Georg Lárusson.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira