M-in þrjú á Landspítala: Maurar, mygla og mósasýkingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2014 14:27 Tómas segir að á því húsi þar sem maurarnir fundust hafi ekki verið almennilegt viðhald í áratugi. „Þetta hittist nú bara svona skringilega á,“ segir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við Háskóla Íslands, um M-in þrjú á Landspítalanum: myglu, mósasýkingu og maura. Mygla hefur verið viðvarandi vandamál á spítalanum og í seinustu viku kom svo upp mósasýking á tveimur deildum spítalans. Þá fundust maurar í einu af húsum spítalans við Hringbraut. Tómas segir lækna ekki aðeins vera í kjarabaráttu; þeir séu einnig að berjast fyrir nýjum spítala og því að fá meiri fé inn í rekstur Landspítala á næsta ári. „Það er auðvitað tilviljun að þetta skuli allt koma upp á sama tíma. Það er hins vegar svo að á því húsi þar sem maurarnir fundust hefur ekki verið almennilegt viðhald í áratugi,“ segir Tómas. Aðstaðan á spítalanum sé ekki til þess fallin að lokka fólk heim, að ekki sé minnst á léleg kjör. „Það er ítrekað auglýst í stöður á spítalanum og það sækir einfaldlega enginn um,“ segir Tómas. Aðspurður um andrúmsloftið á meðal lækna á Landspítalanum segir Tómas: „Það vill auðvitað enginn læknir vera í verkfalli. Okkur líður ekki vel með að þetta skuli bitna svona á okkar skjólstæðingum. Okkar starf felst auðvitað í því að lækna sjúka og það er ekki skemmtilegt að þurfa að fara í svona aðgerðir.“ Tómas bætir þó við að það sé mikil samstaða meðal lækna og að þeir skynji mikinn stuðning vegna sinna aðgerða, ekki síst frá almenningi. Þar að auki sé lykilatriði að landlæknir sé farinn að átta sig betur á þeirri stöðu sem uppi er á spítalanum. „Landlæknisembættið gaf út skýrslu í ágúst síðastliðnum um ástandið á lyflækningadeild og einnig var gerð úttekt öðrum deildum spítalans. Þar voru gerðar mjög alvarlegar athugasemdir við ástand spítalans og starfsemi margra deilda. Það er alveg ljóst að landlæknir hefur núna áttað sig betur á ástandinu. Því finnst mér nú sem allir séu að róa í sama báti, þar á meðal stjórnendur spítalans og landlæknir,“ segir Tómas. En hvað með stjórnvöld? „Við höfum skynjað ákveðinn skilning frá stjórnvöldum en það vantar upp á úrlausnirnar, að eitthvað sé gert. Starfsfólk spítalans upplifir því ákveðna örvæntingu og vonleysi vegna þess að það vantar upp á efndirnar. Það þarf eitthvað plan sem er trúverðugt.“ Tómas segir þó að stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafi lýst því yfir við sig og fleiri að þeir hafi áhyggjur af ástandinu. Þá telur hann að ekki standi til að einkavæða heilbrigðiskerfið. „Einkavæðing hefur gefist mjög vel á mörgum sviðum heilbrigðiskerfisins og það má alveg gera meira af því, til dæmis í heilsugæslunni. Það verður hins vegar aldrei vel heppnað á neinn hátt að einkavæða þessa lykilstarfsemi á Landspítalanum og ég held að allir læknar, og stjórnvöld, átti sig á því.“ Tengdar fréttir Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Þetta hittist nú bara svona skringilega á,“ segir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við Háskóla Íslands, um M-in þrjú á Landspítalanum: myglu, mósasýkingu og maura. Mygla hefur verið viðvarandi vandamál á spítalanum og í seinustu viku kom svo upp mósasýking á tveimur deildum spítalans. Þá fundust maurar í einu af húsum spítalans við Hringbraut. Tómas segir lækna ekki aðeins vera í kjarabaráttu; þeir séu einnig að berjast fyrir nýjum spítala og því að fá meiri fé inn í rekstur Landspítala á næsta ári. „Það er auðvitað tilviljun að þetta skuli allt koma upp á sama tíma. Það er hins vegar svo að á því húsi þar sem maurarnir fundust hefur ekki verið almennilegt viðhald í áratugi,“ segir Tómas. Aðstaðan á spítalanum sé ekki til þess fallin að lokka fólk heim, að ekki sé minnst á léleg kjör. „Það er ítrekað auglýst í stöður á spítalanum og það sækir einfaldlega enginn um,“ segir Tómas. Aðspurður um andrúmsloftið á meðal lækna á Landspítalanum segir Tómas: „Það vill auðvitað enginn læknir vera í verkfalli. Okkur líður ekki vel með að þetta skuli bitna svona á okkar skjólstæðingum. Okkar starf felst auðvitað í því að lækna sjúka og það er ekki skemmtilegt að þurfa að fara í svona aðgerðir.“ Tómas bætir þó við að það sé mikil samstaða meðal lækna og að þeir skynji mikinn stuðning vegna sinna aðgerða, ekki síst frá almenningi. Þar að auki sé lykilatriði að landlæknir sé farinn að átta sig betur á þeirri stöðu sem uppi er á spítalanum. „Landlæknisembættið gaf út skýrslu í ágúst síðastliðnum um ástandið á lyflækningadeild og einnig var gerð úttekt öðrum deildum spítalans. Þar voru gerðar mjög alvarlegar athugasemdir við ástand spítalans og starfsemi margra deilda. Það er alveg ljóst að landlæknir hefur núna áttað sig betur á ástandinu. Því finnst mér nú sem allir séu að róa í sama báti, þar á meðal stjórnendur spítalans og landlæknir,“ segir Tómas. En hvað með stjórnvöld? „Við höfum skynjað ákveðinn skilning frá stjórnvöldum en það vantar upp á úrlausnirnar, að eitthvað sé gert. Starfsfólk spítalans upplifir því ákveðna örvæntingu og vonleysi vegna þess að það vantar upp á efndirnar. Það þarf eitthvað plan sem er trúverðugt.“ Tómas segir þó að stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafi lýst því yfir við sig og fleiri að þeir hafi áhyggjur af ástandinu. Þá telur hann að ekki standi til að einkavæða heilbrigðiskerfið. „Einkavæðing hefur gefist mjög vel á mörgum sviðum heilbrigðiskerfisins og það má alveg gera meira af því, til dæmis í heilsugæslunni. Það verður hins vegar aldrei vel heppnað á neinn hátt að einkavæða þessa lykilstarfsemi á Landspítalanum og ég held að allir læknar, og stjórnvöld, átti sig á því.“
Tengdar fréttir Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Maurar fundust á Landspítalanum Farómaurar hafa fundist á nokkrum stöðum í einu af húsum Landspítalans við Hringbraut. Á meðal deilda í húsinu eru framleiðslueldhús spítalans, heilbrigðistæknideild og trésmíðaverkstæði. 31. október 2014 17:12