Ósáttir við „grímulausan áróður gegn trúleysi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2014 11:08 Jóladagatalið sem Vantrúarmenn eru ósáttir við. Vantrú, sem hefur það að markmiði að veita mótvægi við boðun hindurvitna, gagnrýna harðlega jóladagatalið Jesús og Jósefína sem sýnt er á RÚV. Gagnrýnin kemur fram í pistli á vef Vantrúar. Jóladagatalið er annað tveggja sem RÚV er með til sýningar en auk þess er nýtt íslenskt jóladagatal, Jólasveinana, til sýninga. Þáttaröðin Jesús og Jósefína er dönsk að uppruna en sýnd með íslenskri talsetningu á RÚV. Hún var framleidd árið 2003 og fjallar um hina tólf ára Jósefínu sem ferðast í tímavél til Nasaret árið tólf. Þar hittir hún Jesús sem barn og kynnist kristinni trú. „Í gegnum tíðina hafa margir bent á að boðskapurinn í þáttunum sé töluvert vafasamur þegar kemur að trúleysi. Nú eru þessi þættir svo óbærilega leiðinlegir að fæstir foreldrar afbera að horfa á þetta með börnum sínum þannig að við höfum klippt til atriði úr einum þætti til að sýna hvernig fjallað er um hugmyndina um heim án guðstrúar,“ segir í pistlinum. Í myndbroti sem Vantrúarmenn hafa tekið saman sést Jósefína spyrja móður sína og kennara spurninga um hvernig heimurinn væri ef ekki væri fyrir kristni. „Maður gæti sagt að ef við værum heppin væru einhver önnur trúarbrögð sem hjálpuðu okkur að útskýra hvernig heimurinn virkar. Ef við værum óheppin værum við stödd í andlegu myrkri og tryðum ekki á neitt,“ segir móðirin við spurningu hennar. Kennari svarar spurningunni: „Ef kristnin væri ekki til þá er ég hrædd um að við værum týnd,“ segir kennarinn og bætir við: „Þá held ég að hið illa hefði náð yfirhöndinni. Jesús kristur er sannleikurinn. Það er aðeins í gegnum hann sem við finnum frelsi.“ Vantrúarmenn segjast vita að peningar séu af skornum skammti hjá RÚV og erfitt að framleiða og kaupa gæðaefni. „En það gengur ekki að "sjónvarp allra landsmanna" sýni barnaefni sem er grímulaus áróður gegn trúleysi.“Uppfært klukkan 12:25 Samkvæmt upplýsingum frá RÚV er jóladagatalið sýnt í fyrsta skipti þar á bæ en hafi áður verið til sýninga á Stöð 2 í lokaðri dagskrá. Í pistli Vantrúar kemur fram að dagatalið sé til sýninga í þrjú þúsundasta skiptið hjá RÚV en það hefur verið leiðrétt. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Vantrú, sem hefur það að markmiði að veita mótvægi við boðun hindurvitna, gagnrýna harðlega jóladagatalið Jesús og Jósefína sem sýnt er á RÚV. Gagnrýnin kemur fram í pistli á vef Vantrúar. Jóladagatalið er annað tveggja sem RÚV er með til sýningar en auk þess er nýtt íslenskt jóladagatal, Jólasveinana, til sýninga. Þáttaröðin Jesús og Jósefína er dönsk að uppruna en sýnd með íslenskri talsetningu á RÚV. Hún var framleidd árið 2003 og fjallar um hina tólf ára Jósefínu sem ferðast í tímavél til Nasaret árið tólf. Þar hittir hún Jesús sem barn og kynnist kristinni trú. „Í gegnum tíðina hafa margir bent á að boðskapurinn í þáttunum sé töluvert vafasamur þegar kemur að trúleysi. Nú eru þessi þættir svo óbærilega leiðinlegir að fæstir foreldrar afbera að horfa á þetta með börnum sínum þannig að við höfum klippt til atriði úr einum þætti til að sýna hvernig fjallað er um hugmyndina um heim án guðstrúar,“ segir í pistlinum. Í myndbroti sem Vantrúarmenn hafa tekið saman sést Jósefína spyrja móður sína og kennara spurninga um hvernig heimurinn væri ef ekki væri fyrir kristni. „Maður gæti sagt að ef við værum heppin væru einhver önnur trúarbrögð sem hjálpuðu okkur að útskýra hvernig heimurinn virkar. Ef við værum óheppin værum við stödd í andlegu myrkri og tryðum ekki á neitt,“ segir móðirin við spurningu hennar. Kennari svarar spurningunni: „Ef kristnin væri ekki til þá er ég hrædd um að við værum týnd,“ segir kennarinn og bætir við: „Þá held ég að hið illa hefði náð yfirhöndinni. Jesús kristur er sannleikurinn. Það er aðeins í gegnum hann sem við finnum frelsi.“ Vantrúarmenn segjast vita að peningar séu af skornum skammti hjá RÚV og erfitt að framleiða og kaupa gæðaefni. „En það gengur ekki að "sjónvarp allra landsmanna" sýni barnaefni sem er grímulaus áróður gegn trúleysi.“Uppfært klukkan 12:25 Samkvæmt upplýsingum frá RÚV er jóladagatalið sýnt í fyrsta skipti þar á bæ en hafi áður verið til sýninga á Stöð 2 í lokaðri dagskrá. Í pistli Vantrúar kemur fram að dagatalið sé til sýninga í þrjú þúsundasta skiptið hjá RÚV en það hefur verið leiðrétt.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira