Hámarka þungunarlíkur ófrjórra með smáforriti: „Þetta er rússíbani tilfinningalega“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. júlí 2014 09:00 Berglind Ósk Birgisdóttir og Gyða Eyjólfsdóttir segja það hafa mikil áhrif á tilfinningalíf fólks að geta ekki eignast barn. "Þetta er svo samfélagslegt og svo bara ofboðslega djúp þrá,“ eftir barni hjá fólki segir Berglind sem sjálf hefur gengið í gegnum glasameðferð. Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta er rússíbani tilfinningalega, miklar sveiflur milli vonar og vonleysis,“ segir Gyða Eyjólfsdóttir, sálfræðingur, en hún hefur sérhæft sig í að aðstoða pör sem kljást við ófrjósemi. Hún ásamt Berglindi Ósk Birgisdóttur, hjúkrunarfræðingi, hefur hannað smáforritið IVF Coaching í android síma sem kemur til með að hjálpa pörum um allan heim í gegnum glasameðferðir, með jafna áherslu á líffræðilegu hliðina og hina andlegu. Gyða segist hafa gengið með hugmyndina í maganum um árabil, hún hefur sjálf skoðað þau andlegu áhrif sem glasameðferð hefur á pör í áratug en vantaði einhvern með bakgrunn og þekkingu sem varða meðferðirnar sjálfar og líffræðileg áhrif. „Berglind hefur hann, sem hjúkrunarfræðingur og sem manneskja sem hefur átt við ófrjósemi og farið í margar meðferðir sjálf.“ Gyða og Berglind segja ófrjósemi vera mikið feimnismál. Gyða hafi oft hvatt konur sem til hennar koma til þess að sækja kaffihúsahittinga og fyrirlestra þar sem fjallað er um ófrjósemi. „En þær mæta ekki, þetta er svo mikið feimnismál. Þær vilja ekki að einhver sjái þær, þá upplifa þær að einhver sjái skömmina þeirra.“ Það var af þessari ástæðu sem Gyða sá þörf fyrir app sem veitir pörum ákveðna aðhlynningu á meðan á glasameðferð stendur yfir. „Okkur langar svo að ná til fleiri para svo fleirum geti liðið vel.“Markaðurinn galopinn fyrir app af þessu tagi Um tvær milljónir af pörum sem tala ensku fara í glasameðferð á ári hverju. Talan byggir á rannsókn kvennanna sem segja ljóst að markaður sé fyrir app af þessu tagi en allur texti verður á ensku. Appið verður í þremur hlutum. Fyrsta síðan er upplýsingasíða um undirbúning og mismunandi meðferðir, lyf, vítamín og slökunaræfingar. Annar hlutinn kallast meðferðin mín og þar er dagatal yfir þær sex vikur sem meðferðin tekur. Daglega kemur hjálpleg melding á símann með upplýsingum um hvað er að fara að gerast, við hverju par má búast, hvað eykur líkur á að meðferð takist, punktar um hvernig er hægt að láta sér líða betur og hjálpleg ráð varðandi samskipti við maka og fjölskyldumeðlimi. Þriðji hlutinn er síða sem geymir stillingaratriði. Allar upplýsingar í smáforritinu byggja á viðurkenndum rannsóknum og liggur víðtæk gagnaöflun til grundvallar vinnu þeirra Gyðu og Berglindar. Líkurnar á að þungun verði eftir glasameðferð eru á milli 30 og 35 prósent og því þarf öllu jafna að endurtaka meðferð oft með tilheyrandi tilfinningaróti. „Ríflega 60 prósent kvenna sem eru búnar að reyna í tvö ár eða lengur eru komnar með klínískan kvíða og klínískt þunglyndi,“ útskýrir Gyða. „Þetta reynir svo á.“ Berglind bætir við að rannsóknir hafi sýnt fram á að þeir sem gangi í gegnum slíkar meðferðir upplifi jafnmikið þunglyndi og kvíða og krabbameinssjúklingar og þeir sem hafa greinst með HIV.Fólk þyrfti að bíða í minni tíma eftir gullmolanum sínum „Fólk er oft á tíðum að fara í fjölda meðferða. Með því að nota appið þá vonumst við til þess að hægt sé að draga úr þeim fjölda meðferða sem fólk þarf að fara í áður en það fær gullmolann sinn í hendurnar,“ útskýrir Berglind. „Það sé semsagt hægt að hámarka þungunarlíkurnar með þessum rannsóknarniðurstöðum,“ bætir Gyða við. Þær stöllur langar í kjölfarið til þess að rannsaka hvaða áhrif appið kemur til með að hafa en það sé seinni tíma umræða – fyrst þurfi að koma því á markað. Þær hafa nú hafið söfnun á KarolinaFund.com fyrir þeirri upphæð sem enn stendur eftir til þess að hægt sé að greiða forritaranum, en nú þegar hafa þær sjálfar lagt háa fjárhæð í verkefnið auk þess sem þær fengu styrk frá Nýsköpunarmiðstöð. Söfnunin stendur til 8. ágúst og hægt er að styrkja verkefnið hér. „Við kynnum að meta allan stuðning.“ Facebook síða IVF Coaching verður virk á komandi mánuði og stendur til að birta reynslusögur ófrjórra para á síðunni með nánari upplýsingum um verkefnið.Silja Ástþórsdóttir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
„Þetta er rússíbani tilfinningalega, miklar sveiflur milli vonar og vonleysis,“ segir Gyða Eyjólfsdóttir, sálfræðingur, en hún hefur sérhæft sig í að aðstoða pör sem kljást við ófrjósemi. Hún ásamt Berglindi Ósk Birgisdóttur, hjúkrunarfræðingi, hefur hannað smáforritið IVF Coaching í android síma sem kemur til með að hjálpa pörum um allan heim í gegnum glasameðferðir, með jafna áherslu á líffræðilegu hliðina og hina andlegu. Gyða segist hafa gengið með hugmyndina í maganum um árabil, hún hefur sjálf skoðað þau andlegu áhrif sem glasameðferð hefur á pör í áratug en vantaði einhvern með bakgrunn og þekkingu sem varða meðferðirnar sjálfar og líffræðileg áhrif. „Berglind hefur hann, sem hjúkrunarfræðingur og sem manneskja sem hefur átt við ófrjósemi og farið í margar meðferðir sjálf.“ Gyða og Berglind segja ófrjósemi vera mikið feimnismál. Gyða hafi oft hvatt konur sem til hennar koma til þess að sækja kaffihúsahittinga og fyrirlestra þar sem fjallað er um ófrjósemi. „En þær mæta ekki, þetta er svo mikið feimnismál. Þær vilja ekki að einhver sjái þær, þá upplifa þær að einhver sjái skömmina þeirra.“ Það var af þessari ástæðu sem Gyða sá þörf fyrir app sem veitir pörum ákveðna aðhlynningu á meðan á glasameðferð stendur yfir. „Okkur langar svo að ná til fleiri para svo fleirum geti liðið vel.“Markaðurinn galopinn fyrir app af þessu tagi Um tvær milljónir af pörum sem tala ensku fara í glasameðferð á ári hverju. Talan byggir á rannsókn kvennanna sem segja ljóst að markaður sé fyrir app af þessu tagi en allur texti verður á ensku. Appið verður í þremur hlutum. Fyrsta síðan er upplýsingasíða um undirbúning og mismunandi meðferðir, lyf, vítamín og slökunaræfingar. Annar hlutinn kallast meðferðin mín og þar er dagatal yfir þær sex vikur sem meðferðin tekur. Daglega kemur hjálpleg melding á símann með upplýsingum um hvað er að fara að gerast, við hverju par má búast, hvað eykur líkur á að meðferð takist, punktar um hvernig er hægt að láta sér líða betur og hjálpleg ráð varðandi samskipti við maka og fjölskyldumeðlimi. Þriðji hlutinn er síða sem geymir stillingaratriði. Allar upplýsingar í smáforritinu byggja á viðurkenndum rannsóknum og liggur víðtæk gagnaöflun til grundvallar vinnu þeirra Gyðu og Berglindar. Líkurnar á að þungun verði eftir glasameðferð eru á milli 30 og 35 prósent og því þarf öllu jafna að endurtaka meðferð oft með tilheyrandi tilfinningaróti. „Ríflega 60 prósent kvenna sem eru búnar að reyna í tvö ár eða lengur eru komnar með klínískan kvíða og klínískt þunglyndi,“ útskýrir Gyða. „Þetta reynir svo á.“ Berglind bætir við að rannsóknir hafi sýnt fram á að þeir sem gangi í gegnum slíkar meðferðir upplifi jafnmikið þunglyndi og kvíða og krabbameinssjúklingar og þeir sem hafa greinst með HIV.Fólk þyrfti að bíða í minni tíma eftir gullmolanum sínum „Fólk er oft á tíðum að fara í fjölda meðferða. Með því að nota appið þá vonumst við til þess að hægt sé að draga úr þeim fjölda meðferða sem fólk þarf að fara í áður en það fær gullmolann sinn í hendurnar,“ útskýrir Berglind. „Það sé semsagt hægt að hámarka þungunarlíkurnar með þessum rannsóknarniðurstöðum,“ bætir Gyða við. Þær stöllur langar í kjölfarið til þess að rannsaka hvaða áhrif appið kemur til með að hafa en það sé seinni tíma umræða – fyrst þurfi að koma því á markað. Þær hafa nú hafið söfnun á KarolinaFund.com fyrir þeirri upphæð sem enn stendur eftir til þess að hægt sé að greiða forritaranum, en nú þegar hafa þær sjálfar lagt háa fjárhæð í verkefnið auk þess sem þær fengu styrk frá Nýsköpunarmiðstöð. Söfnunin stendur til 8. ágúst og hægt er að styrkja verkefnið hér. „Við kynnum að meta allan stuðning.“ Facebook síða IVF Coaching verður virk á komandi mánuði og stendur til að birta reynslusögur ófrjórra para á síðunni með nánari upplýsingum um verkefnið.Silja Ástþórsdóttir
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira