Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum: Segir dóminn skilaboð um að útspil þöggunar dugi ekki lengur Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. júlí 2014 20:42 Fimm ummæli Pressunnar um mál Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum voru dæmd ómerk í héraðsdómi í dag líkt og fram hefur komið á Vísi í dag. Ásta Knútsdóttir og Sesselja Engilráð Barðdal sem fóru fyrir þeim hópi kvenna sem sakaði Gunnar um að hafa áreitt sig kynferðislega mættu í Héraðsdóm í dag til þess að hlýða á dómsuppkvaðningu. Þær fögnuðu niðurstöðunni: „Mér finnst þetta sigur. Mér finnst þetta skýr skilaboð út í samfélagið. Mér finnst þetta skýr skilaboð til gerenda úti í samfélaginu að svona útspil þöggunnar dugar ekki lengur, að hóta fólki dómstólum fyrir að segja frá sannleikanum,“ sagði Ásta í samtali við Fréttastofu. Hún sagði þetta að auki skilaboð til þolenda sem hafa enn ekki þorað að stíga fram. Málið var dómtekið þann 21. maí síðastliðinn.Fréttablaðið/GVA Ekkert óeðlilegt við það að einhver orð séu dæmd dauð og ómerk Eins og fram hefur komið krafðist Gunnar ómerkingar á alls tuttugu og einum ummælum Pressunnar og 15 milljóna í miskabætur. Fimm ummælanna voru dæmd ómerk og miskabótakröfu á hendur fyrrum ritstjóra Pressunnar, Steingrími Sævarr Ólafssyni og þeim Ástu og Sesselju var vísað frá. „Við áttum í sjálfu sér von á að einhver af þessum tugum frétta að einhver orð yrðu dæmd dauð og ómerk. Tvær fréttir af öllum þessum fjölda, það er bara ekkert óeðlilegt við það,“ sagði Ásta. Frávísun miskabótakröfu kom lögmanni Gunnars á óvart Lögmaður Gunnars, Einar Hugi Bjarnason, sagði alvarlegustu ummælin hafa verið dæmd ómerk og fagnaði niðurstöðunni. „Ég á auðvitað eftir að skoða forsendur dómsins en mér sýnist svona íf ljótu bragði að það hafi verið ómerkt fjölda ummæla og um það snerist auðvitað þetta mál. Þannig að það er mikill sigur fyrir minn umbjóðanda.“ „Þetta voru þessi alvarlegustu ummæli sem stefnt var út af í þessu máli og þau fengust ómerkt og það er mikill sigur.“ En hvað með þá niðurstöðu að miskabótakröfunni hefði verið vísað frá dómi? „Ég á auðvitað eftir að kynna mér forsendur dómsins og kanna það hvaða rök eru á bakvið þá niðurstöðu að vísa þeirri kröfu frá dómi. En hún kemur á óvart.“ „Ég gæti sótt mörg mál“ Gunnar var sjálfur á sama máli, sagði niðurstöðuna stórsigur þó að vissulega séu mörg fleiri ummæli um hann sem hann vilji láta dæma ómerk. „Ég gæti sótt mörg mál en ég verð bara að skoða huga minn og tala við mína fjölskyldu og sjá hvert framhaldið verður,“ sagði Gunnar spurður hvort hann hyggist sækja fleiri sambærileg mál. Miskabótakrafan var sett fram í táknrænum tilgangi að sögn Gunnars. „Við vitum að miskabætur í svona málum eru alltaf óverulegar. Við eigum eftir að fara yfir dóminn og niðurstöður og þá sjáum við hvað við gerum í framhaldi.“ Gunnar var aldrei sóttur til saka fyrir meint kynferðisbrot og hefur aldrei verið dæmdur. Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Fimm ummæli Pressunnar um mál Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum voru dæmd ómerk í héraðsdómi í dag líkt og fram hefur komið á Vísi í dag. Ásta Knútsdóttir og Sesselja Engilráð Barðdal sem fóru fyrir þeim hópi kvenna sem sakaði Gunnar um að hafa áreitt sig kynferðislega mættu í Héraðsdóm í dag til þess að hlýða á dómsuppkvaðningu. Þær fögnuðu niðurstöðunni: „Mér finnst þetta sigur. Mér finnst þetta skýr skilaboð út í samfélagið. Mér finnst þetta skýr skilaboð til gerenda úti í samfélaginu að svona útspil þöggunnar dugar ekki lengur, að hóta fólki dómstólum fyrir að segja frá sannleikanum,“ sagði Ásta í samtali við Fréttastofu. Hún sagði þetta að auki skilaboð til þolenda sem hafa enn ekki þorað að stíga fram. Málið var dómtekið þann 21. maí síðastliðinn.Fréttablaðið/GVA Ekkert óeðlilegt við það að einhver orð séu dæmd dauð og ómerk Eins og fram hefur komið krafðist Gunnar ómerkingar á alls tuttugu og einum ummælum Pressunnar og 15 milljóna í miskabætur. Fimm ummælanna voru dæmd ómerk og miskabótakröfu á hendur fyrrum ritstjóra Pressunnar, Steingrími Sævarr Ólafssyni og þeim Ástu og Sesselju var vísað frá. „Við áttum í sjálfu sér von á að einhver af þessum tugum frétta að einhver orð yrðu dæmd dauð og ómerk. Tvær fréttir af öllum þessum fjölda, það er bara ekkert óeðlilegt við það,“ sagði Ásta. Frávísun miskabótakröfu kom lögmanni Gunnars á óvart Lögmaður Gunnars, Einar Hugi Bjarnason, sagði alvarlegustu ummælin hafa verið dæmd ómerk og fagnaði niðurstöðunni. „Ég á auðvitað eftir að skoða forsendur dómsins en mér sýnist svona íf ljótu bragði að það hafi verið ómerkt fjölda ummæla og um það snerist auðvitað þetta mál. Þannig að það er mikill sigur fyrir minn umbjóðanda.“ „Þetta voru þessi alvarlegustu ummæli sem stefnt var út af í þessu máli og þau fengust ómerkt og það er mikill sigur.“ En hvað með þá niðurstöðu að miskabótakröfunni hefði verið vísað frá dómi? „Ég á auðvitað eftir að kynna mér forsendur dómsins og kanna það hvaða rök eru á bakvið þá niðurstöðu að vísa þeirri kröfu frá dómi. En hún kemur á óvart.“ „Ég gæti sótt mörg mál“ Gunnar var sjálfur á sama máli, sagði niðurstöðuna stórsigur þó að vissulega séu mörg fleiri ummæli um hann sem hann vilji láta dæma ómerk. „Ég gæti sótt mörg mál en ég verð bara að skoða huga minn og tala við mína fjölskyldu og sjá hvert framhaldið verður,“ sagði Gunnar spurður hvort hann hyggist sækja fleiri sambærileg mál. Miskabótakrafan var sett fram í táknrænum tilgangi að sögn Gunnars. „Við vitum að miskabætur í svona málum eru alltaf óverulegar. Við eigum eftir að fara yfir dóminn og niðurstöður og þá sjáum við hvað við gerum í framhaldi.“ Gunnar var aldrei sóttur til saka fyrir meint kynferðisbrot og hefur aldrei verið dæmdur.
Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira