Úr Verzló til Versace Kristjana Arnarsdóttir skrifar 25. júní 2014 10:02 Orri starfar hjá Cintamani í Bankastrætinu en hann hefur einnig verið fenginn í að sitja fyrir á auglýsingum fyrirtækisins. Vísir/Arnþór „Nú er ég búinn að fara þrisvar sinnum út í svokölluð sérverkefni, sem þýðir að það merki sem ég er að fara að sýna sérstaklega fyrir kaupir mig í raun út. Þá þarf ég ekki að fara í „casting“ eða prufur,“ segir fyrirsætan Orri Helgason en hann gekk sýningarpallinn hjá ítalska tískuhúsinu Versace í Mílanó um helgina þegar vor- og sumarlínan fyrir árið 2015 var sýnd. Orri hefur starfað sem fyrirsæta í þrjú ár eða allt frá því Helgi Ómarsson ljósmyndari kom auga á hann í Bónus. Þetta er í annað sinn sem Versace fær Orra til að sýna fyrir sig en Calvin Klein vildi einnig fá hann í ákveðið verkefni í fyrra. „Ég var mjög óöruggur í þessu og bransinn alveg nýr fyrir mér þegar ég fór út á vegum Calvin Klein. Það endaði með því að ég var ekkert notaður. Ég er svo búinn að fara tvisvar út á vegum Versace á þessu ári, fyrst í janúar og svo núna um helgina. Það var miklu betra skipulag á þessu hjá þeim núna,“ segir Orri. Hann segir sérverkefnin töluvert betri en allt harkið í kringum prufurnar en þá þurfi maður að hafa örlítið meira fyrir hlutunum. „Ég var á mjög flottu fjögurra stjörnu hóteli sem var í kortersfjarlægð frá sýningarstaðnum. Ég þurfti svo bara að vinna í um það bil tuttugu mínútur á dag. Síðast var mér sagt að mæta snemma um morguninn og svo beið ég allan daginn án þess að gera neitt.“ Orri segist hafa nýtt frítímann í Mílanó til að fara í ræktina og hanga með herbergisfélögunum en tveir aðrir strákar deildu með honum hótelherbergi. Orri útskrifaðist af viðskiptabraut í Verzlunarskóla Íslands í vor en í sumar starfar hann í verslun Cintamani í Bankastræti. Þrátt fyrir augljósa velgengni í fyrirsætustörfunum segist hann ekki vita hvort hann vilji leggja þetta alfarið fyrir sig. „Hér er á landi er voðalega lítið að gera í þessum bransa en ég tek að mér eitt og eitt verkefni. Ef ég vil fá fleiri stór verkefni þá þarf ég í raun að flytja út, maður þarf svolítið að koma andlitinu á framfæri sjálfur. Ég þarf að ræða þessi mál við Eskimo, módelskrifstofuna úti og kærustuna. Ég ætla að minnsta kosti að taka mér ársfrí frá skólanum núna, þetta á allt eftir að koma í ljós,“ segir Orri hress.Orri sýndi vor- og sumarlínu Versace fyrir árið 2015 um helgina.Vísir/GettyÍslenskar karlfyrirsætur sem slógu í gegn Nokkrar íslenskar karlfyrirsætur hafa gert það gott erlendis. Þeirra á meðal er Elmar Johnson en hann hefur meðal annars tekið þátt í tískuvikunni í New York og setið fyrir hjá svissneska fatarisanum Strellson. Elmar er hins vegar kominn langt á veg í læknanámi og hefur síðustu ár dregið sig í hlé frá fyrirsætustörfunum.Marteinn Sindri Jónsson varð einnig vinsæll fyrir nokkrum árum en hann sýndi meðal annars fyrir hina frægu hönnuði Marc Jacobs og Hugo Boss. Þá starfaði Björn Sveinbjörnsson lengi vel fyrir ítalska tískurisann Giorgio Armani. Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
„Nú er ég búinn að fara þrisvar sinnum út í svokölluð sérverkefni, sem þýðir að það merki sem ég er að fara að sýna sérstaklega fyrir kaupir mig í raun út. Þá þarf ég ekki að fara í „casting“ eða prufur,“ segir fyrirsætan Orri Helgason en hann gekk sýningarpallinn hjá ítalska tískuhúsinu Versace í Mílanó um helgina þegar vor- og sumarlínan fyrir árið 2015 var sýnd. Orri hefur starfað sem fyrirsæta í þrjú ár eða allt frá því Helgi Ómarsson ljósmyndari kom auga á hann í Bónus. Þetta er í annað sinn sem Versace fær Orra til að sýna fyrir sig en Calvin Klein vildi einnig fá hann í ákveðið verkefni í fyrra. „Ég var mjög óöruggur í þessu og bransinn alveg nýr fyrir mér þegar ég fór út á vegum Calvin Klein. Það endaði með því að ég var ekkert notaður. Ég er svo búinn að fara tvisvar út á vegum Versace á þessu ári, fyrst í janúar og svo núna um helgina. Það var miklu betra skipulag á þessu hjá þeim núna,“ segir Orri. Hann segir sérverkefnin töluvert betri en allt harkið í kringum prufurnar en þá þurfi maður að hafa örlítið meira fyrir hlutunum. „Ég var á mjög flottu fjögurra stjörnu hóteli sem var í kortersfjarlægð frá sýningarstaðnum. Ég þurfti svo bara að vinna í um það bil tuttugu mínútur á dag. Síðast var mér sagt að mæta snemma um morguninn og svo beið ég allan daginn án þess að gera neitt.“ Orri segist hafa nýtt frítímann í Mílanó til að fara í ræktina og hanga með herbergisfélögunum en tveir aðrir strákar deildu með honum hótelherbergi. Orri útskrifaðist af viðskiptabraut í Verzlunarskóla Íslands í vor en í sumar starfar hann í verslun Cintamani í Bankastræti. Þrátt fyrir augljósa velgengni í fyrirsætustörfunum segist hann ekki vita hvort hann vilji leggja þetta alfarið fyrir sig. „Hér er á landi er voðalega lítið að gera í þessum bransa en ég tek að mér eitt og eitt verkefni. Ef ég vil fá fleiri stór verkefni þá þarf ég í raun að flytja út, maður þarf svolítið að koma andlitinu á framfæri sjálfur. Ég þarf að ræða þessi mál við Eskimo, módelskrifstofuna úti og kærustuna. Ég ætla að minnsta kosti að taka mér ársfrí frá skólanum núna, þetta á allt eftir að koma í ljós,“ segir Orri hress.Orri sýndi vor- og sumarlínu Versace fyrir árið 2015 um helgina.Vísir/GettyÍslenskar karlfyrirsætur sem slógu í gegn Nokkrar íslenskar karlfyrirsætur hafa gert það gott erlendis. Þeirra á meðal er Elmar Johnson en hann hefur meðal annars tekið þátt í tískuvikunni í New York og setið fyrir hjá svissneska fatarisanum Strellson. Elmar er hins vegar kominn langt á veg í læknanámi og hefur síðustu ár dregið sig í hlé frá fyrirsætustörfunum.Marteinn Sindri Jónsson varð einnig vinsæll fyrir nokkrum árum en hann sýndi meðal annars fyrir hina frægu hönnuði Marc Jacobs og Hugo Boss. Þá starfaði Björn Sveinbjörnsson lengi vel fyrir ítalska tískurisann Giorgio Armani.
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira