Læknar vilja umtalsverðar launahækkanir Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. júní 2014 19:45 Læknafélag Íslands og Skurðlæknafélag Íslands hafa vísað kjaradeilum sínum til ríkissáttasemjara. Þeir fara fram á verulega hækkun á launum og útiloka ekki vinnustöðvanir ef áfram gengur illa að semja. Læknar hafa nú bæst í hóp þeirra fjölmörgu starfstétta deilt hafa hjá ríkissáttasemjara síðustu vikur og mánuði, en viðræður, vinnustöðvanir og verkföll hafi sannarlega sett sitt mark á samfélagið upp á síðkastið. Aðilar að Læknafélagi Íslands eru allir sjúkrahús- og heilsugæslulæknar, ef frá eru taldir þeir sem eru sjálfstætt starfandi. Kjarasamningar lækna hafa verið lausir frá því í febrúar og enn ber mikið á milli krafna þeirra og tilboðs samninganefndar ríkisins. Undanfarið hefur mikið verið rætt um læknaskort á Íslandi. Sífellt verður algengara að læknar snúi ekki heim úr sérnámi erlendis og meðalaldur lækna hefur aldrei verið hærri. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir nauðsynlegt að gripið verði í taumana sem fyrst. „Tíminn vinnur á móti okkur. Ef við bíðum mörg ár í viðbót þá missum við hreinlega heila eða heilar kynslóðir lækna úr landi og það verður mjög slæmt fyrir heilbrigðiskerfið,“ segir hann. Á aðalfundi Læknafélags Íslands í október síðastliðnum var ályktun um stofnun verkfallssjóðs lögð fram og samþykkt, en slíkur sjóður hefur ekki verið til áður. Þorbjörn útilokar ekki vinnustðvanir í takt við það sem á undan hefur gengið hjá öðrum stéttum, en tekur þó fram að verkfallsréttur lækna sé takmarkaðri en hjá öðrum stéttum. „Ég útiloka auðvitað ekki neitt en við vonumst að sjálfsögðu til að þetta gangi vel í sumar og með haustinu,“ segir hann. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Læknafélag Íslands og Skurðlæknafélag Íslands hafa vísað kjaradeilum sínum til ríkissáttasemjara. Þeir fara fram á verulega hækkun á launum og útiloka ekki vinnustöðvanir ef áfram gengur illa að semja. Læknar hafa nú bæst í hóp þeirra fjölmörgu starfstétta deilt hafa hjá ríkissáttasemjara síðustu vikur og mánuði, en viðræður, vinnustöðvanir og verkföll hafi sannarlega sett sitt mark á samfélagið upp á síðkastið. Aðilar að Læknafélagi Íslands eru allir sjúkrahús- og heilsugæslulæknar, ef frá eru taldir þeir sem eru sjálfstætt starfandi. Kjarasamningar lækna hafa verið lausir frá því í febrúar og enn ber mikið á milli krafna þeirra og tilboðs samninganefndar ríkisins. Undanfarið hefur mikið verið rætt um læknaskort á Íslandi. Sífellt verður algengara að læknar snúi ekki heim úr sérnámi erlendis og meðalaldur lækna hefur aldrei verið hærri. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir nauðsynlegt að gripið verði í taumana sem fyrst. „Tíminn vinnur á móti okkur. Ef við bíðum mörg ár í viðbót þá missum við hreinlega heila eða heilar kynslóðir lækna úr landi og það verður mjög slæmt fyrir heilbrigðiskerfið,“ segir hann. Á aðalfundi Læknafélags Íslands í október síðastliðnum var ályktun um stofnun verkfallssjóðs lögð fram og samþykkt, en slíkur sjóður hefur ekki verið til áður. Þorbjörn útilokar ekki vinnustðvanir í takt við það sem á undan hefur gengið hjá öðrum stéttum, en tekur þó fram að verkfallsréttur lækna sé takmarkaðri en hjá öðrum stéttum. „Ég útiloka auðvitað ekki neitt en við vonumst að sjálfsögðu til að þetta gangi vel í sumar og með haustinu,“ segir hann.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira