Innlent

Bílvelta við Ártúnsbrekku í nótt

Bjarki Ármannsson skrifar
Þessi mynd náðist á slysstað í nótt.
Þessi mynd náðist á slysstað í nótt. Mynd/Aron Vignir
Ökumaður var fluttur á slysadeild stuttu eftir klukkan tólf í nótt þegar bíll hans kastaðist út af akbrautinni í Ártúnsbrekku og valt þar. Hann kastaðist yfir vegrið er annar bíll ók aftan á hann, að talið er á miklum hraða.

Lögregla og sjúkrabifreið voru kölluð á staðinn en ekki er talið að um alvarleg meiðsl hjá ökumönnum eða farþegum sé að ræða, að því er kemur fram í dagbók lögreglu. Loka þurfti akbrautinni um tíma á meðan unnið var á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×