Hafa miklar áhyggjur af stöðu Landspítalans Viktoría Hermannsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Afhentu áskorun Forsvarsmenn ýmissa samtaka afhentu forseta Aþingis, áskorun til stjórnvalda, í gær. Fréttablaðið/Stefán Forsvarsmenn 45 sjúklinga- og aðstandendasamtaka afhentu í gær Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, áskorun til stjórnvalda um að ráða nú þegar bót á því alvarlega ástandi sem ríkir á Landspítalanum. Skora þau á stjórnvöld að endurskoða fyrirhugaðan niðurskurð í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Telja félögin að niðurskurðurinn muni valda ómældum kostnaði fyrir spítalann og alla sem njóta þjónustu hans og þess öryggis sem því fylgir að hafa aðgang að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu.Ragnheiður HaraldsdóttirRagnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, segist finna fyrir vaxandi áhyggjum vegna ástandsins hjá krabbameinssjúklingum. „Því miður ekki að ástæðulausu,“ segir hún og á þá við ástand Landspítalans sjálfs. „Svo bætist við verkfallið sem felur í sér að verið er að fresta aðgerðum og meðferðum. Menn vita ekkert hvað býr í framtíðinni hvað þetta varðar. Heilbrigðisstarfsfólk talar almennt ekki mikið um hættur í heilbrigðisþjónustunni en við heyrum að það er farið að tala öðruvísi núna. Okkur finnst mörgum að við náum ekki eyrum stjórnvalda og þrátt fyrir mikla umræðu undanfarið er eins og menn séu ekki að bregðast við. Eins og þeir trúi þessu ekki alveg.“ Guðmundur Bjarnason, formaður stjórnar Hjartaheilla, tekur í sama streng. „Við teljum afar mikilvægt að stjórnvöld fáist til þess að hlusta á óskir okkar og þær áhyggjur sem við höfum af ástandi á Landspítalanum.“Guðmundur BjarnasonHann segir áhyggjurnar einnig snúa að því að ungt fólk vilji ekki koma til starfa á spítalanum vegna þess að hann sé ekki samkeppnishæfur þegar litið sé til spítala í nágrannalöndunum. Guðmundur segir að ályktunin hafi fyrst og fremst snúið að innviðum og ástandi spítalans án þess að félögin vilji blanda sér í kjaradeilur. Hann segir þó ástandið vegna verkfalls lækna hafa mikil áhrif á skjólstæðinga Hjartaheilla. „Við finnum alltaf fyrir hræðslu þeirra sem eru á biðlistum eftir aðgerðum. Það er mjög góð og skjót þjónusta í neyðartilfellum þar sem þarf að bregðast strax við. Það eru biðlistarnir sem við höfum áhyggjur af og við þessar aðstæður geta þeir ekkert annað en lengst. Fólk er að verða fyrir áföllum, t.d. ótímabærum dauðsföllum, fólk á besta aldri er að falla frá vegna þess að það fær ekki strax þá þjónustu sem er lífsnauðsynleg. Það er því miður að gerast.“ Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Fleiri fréttir Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Sjá meira
Forsvarsmenn 45 sjúklinga- og aðstandendasamtaka afhentu í gær Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, áskorun til stjórnvalda um að ráða nú þegar bót á því alvarlega ástandi sem ríkir á Landspítalanum. Skora þau á stjórnvöld að endurskoða fyrirhugaðan niðurskurð í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Telja félögin að niðurskurðurinn muni valda ómældum kostnaði fyrir spítalann og alla sem njóta þjónustu hans og þess öryggis sem því fylgir að hafa aðgang að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu.Ragnheiður HaraldsdóttirRagnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, segist finna fyrir vaxandi áhyggjum vegna ástandsins hjá krabbameinssjúklingum. „Því miður ekki að ástæðulausu,“ segir hún og á þá við ástand Landspítalans sjálfs. „Svo bætist við verkfallið sem felur í sér að verið er að fresta aðgerðum og meðferðum. Menn vita ekkert hvað býr í framtíðinni hvað þetta varðar. Heilbrigðisstarfsfólk talar almennt ekki mikið um hættur í heilbrigðisþjónustunni en við heyrum að það er farið að tala öðruvísi núna. Okkur finnst mörgum að við náum ekki eyrum stjórnvalda og þrátt fyrir mikla umræðu undanfarið er eins og menn séu ekki að bregðast við. Eins og þeir trúi þessu ekki alveg.“ Guðmundur Bjarnason, formaður stjórnar Hjartaheilla, tekur í sama streng. „Við teljum afar mikilvægt að stjórnvöld fáist til þess að hlusta á óskir okkar og þær áhyggjur sem við höfum af ástandi á Landspítalanum.“Guðmundur BjarnasonHann segir áhyggjurnar einnig snúa að því að ungt fólk vilji ekki koma til starfa á spítalanum vegna þess að hann sé ekki samkeppnishæfur þegar litið sé til spítala í nágrannalöndunum. Guðmundur segir að ályktunin hafi fyrst og fremst snúið að innviðum og ástandi spítalans án þess að félögin vilji blanda sér í kjaradeilur. Hann segir þó ástandið vegna verkfalls lækna hafa mikil áhrif á skjólstæðinga Hjartaheilla. „Við finnum alltaf fyrir hræðslu þeirra sem eru á biðlistum eftir aðgerðum. Það er mjög góð og skjót þjónusta í neyðartilfellum þar sem þarf að bregðast strax við. Það eru biðlistarnir sem við höfum áhyggjur af og við þessar aðstæður geta þeir ekkert annað en lengst. Fólk er að verða fyrir áföllum, t.d. ótímabærum dauðsföllum, fólk á besta aldri er að falla frá vegna þess að það fær ekki strax þá þjónustu sem er lífsnauðsynleg. Það er því miður að gerast.“
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Fleiri fréttir Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Sjá meira