Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa Hanna Ruth Ólafsdóttir skrifar 13. september 2014 09:00 Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda, vill láta rífa húsið sem hann segir skapa slysahættu. Vísir/Stefán „Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. Húsið, sem Stefán segir ónýtt eftir að hitaveiturör sprakk í því fyrir fjórum árum, hefur staðið autt til margra ára og er eitt af þeim húsum sem eru á lista lögreglunnar og slökkviliðs Reykjavíkur yfir yfirgefin hús og dópgreni í borginni. Stefán furðar sig á því að á meðan slökkviliðið sé markvisst að vinna að fækkun þessara húsa, fáist ekki leyfi frá borginni til að rífa það niður. Að sögn Stefáns hefur fjölskyldan ítrekað óskað eftir leyfi til að fá að rífa húsið en án árangurs. Stefán segir misræmi vera í fyrirmælum slökkviliðs og lögreglu annars vegar og borgarinnar hins vegar. „Eftir lekann fór slökkviliðið fram á að við myndum byrgja alla glugga og loka húsinu. Nokkru síðar fengum við bréf frá borginni þar sem við vorum beðin um að mála húsið og laga gler í gluggum sem við gerðum. Nú vill slökkviliðið aftur láta byrgja gluggana og maður veit bara ekkert hverjum maður á að taka mark á.“ Stefán gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang og segir vanta kjark og þor til að taka á málinu. Á meðan sé húsið slysagildra. „Í fyrstu var ástæðan sú að húsið var talið friðað en Minjastofnun Íslands hefur nú staðfest að húsið sé ónýtt og aflétt friðuninni. Við ítrekuðum því beiðni okkar um niðurrif, en þrátt fyrir að þetta liggi fyrir virðist borgin ekki geta tekið þessa ákvörðun. Ábyrgðin er því algjörlega hennar. Þetta er stórhættulegt og bara tímaspursmál hvenær einhver slasar sig þarna.“ Björn Stefán Halldórsson, byggingarfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að borgin vilji láta gera annað mat á húsinu áður en endanleg ákvörðun verður tekin um niðurrif þess. „Húsið hefur þótt vera fulltrúi þessarar gerðar húsa frá þessum tíma á þessum stað og hefur þótt gott hús til þessa. Við viljum fyrst og fremst vera viss um ástand hússins en ef það reynist vera ónýtt gæti reynst nauðsynlegt að rífa það. Við erum í rauninni að láta athuga hvað réttast sé að gera,“ segir byggingarfulltrúi. Tengdar fréttir Deila vegna Veghúsastígs 1 öll í hnút Formaður Umhverfis- og skipulagssviðs vill láta gera nýtt deiliskipulag í samvinnu við eigendur Veghúsastígs 1. Borgin mun fá hlutlausan aðila til að meta húsið. Húsið og gamli steinbærinn við Klapparstíg verði gerðir upp. 18. september 2014 10:45 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
„Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. Húsið, sem Stefán segir ónýtt eftir að hitaveiturör sprakk í því fyrir fjórum árum, hefur staðið autt til margra ára og er eitt af þeim húsum sem eru á lista lögreglunnar og slökkviliðs Reykjavíkur yfir yfirgefin hús og dópgreni í borginni. Stefán furðar sig á því að á meðan slökkviliðið sé markvisst að vinna að fækkun þessara húsa, fáist ekki leyfi frá borginni til að rífa það niður. Að sögn Stefáns hefur fjölskyldan ítrekað óskað eftir leyfi til að fá að rífa húsið en án árangurs. Stefán segir misræmi vera í fyrirmælum slökkviliðs og lögreglu annars vegar og borgarinnar hins vegar. „Eftir lekann fór slökkviliðið fram á að við myndum byrgja alla glugga og loka húsinu. Nokkru síðar fengum við bréf frá borginni þar sem við vorum beðin um að mála húsið og laga gler í gluggum sem við gerðum. Nú vill slökkviliðið aftur láta byrgja gluggana og maður veit bara ekkert hverjum maður á að taka mark á.“ Stefán gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang og segir vanta kjark og þor til að taka á málinu. Á meðan sé húsið slysagildra. „Í fyrstu var ástæðan sú að húsið var talið friðað en Minjastofnun Íslands hefur nú staðfest að húsið sé ónýtt og aflétt friðuninni. Við ítrekuðum því beiðni okkar um niðurrif, en þrátt fyrir að þetta liggi fyrir virðist borgin ekki geta tekið þessa ákvörðun. Ábyrgðin er því algjörlega hennar. Þetta er stórhættulegt og bara tímaspursmál hvenær einhver slasar sig þarna.“ Björn Stefán Halldórsson, byggingarfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að borgin vilji láta gera annað mat á húsinu áður en endanleg ákvörðun verður tekin um niðurrif þess. „Húsið hefur þótt vera fulltrúi þessarar gerðar húsa frá þessum tíma á þessum stað og hefur þótt gott hús til þessa. Við viljum fyrst og fremst vera viss um ástand hússins en ef það reynist vera ónýtt gæti reynst nauðsynlegt að rífa það. Við erum í rauninni að láta athuga hvað réttast sé að gera,“ segir byggingarfulltrúi.
Tengdar fréttir Deila vegna Veghúsastígs 1 öll í hnút Formaður Umhverfis- og skipulagssviðs vill láta gera nýtt deiliskipulag í samvinnu við eigendur Veghúsastígs 1. Borgin mun fá hlutlausan aðila til að meta húsið. Húsið og gamli steinbærinn við Klapparstíg verði gerðir upp. 18. september 2014 10:45 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Deila vegna Veghúsastígs 1 öll í hnút Formaður Umhverfis- og skipulagssviðs vill láta gera nýtt deiliskipulag í samvinnu við eigendur Veghúsastígs 1. Borgin mun fá hlutlausan aðila til að meta húsið. Húsið og gamli steinbærinn við Klapparstíg verði gerðir upp. 18. september 2014 10:45
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum