Enski boltinn

Herrera verður klár í slaginn um helgina

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ander Herrera í æfingarleik gegn Valencia.
Ander Herrera í æfingarleik gegn Valencia. Vísir/GEtty
Ander Herrera, spænski miðjumaður Manchester United, er búinn að ná sér af meiðslunum og verður klár í slaginn um helgina þegar Manchester United mætir nýliðum QPR á heimavelli.

Herrera sem gekk til liðs við Manchester United frá Athletic Bilbao í sumar meiddist á ökkla á æfingu á dögunum og hefur misst af undanförnum leikjum.

Hann staðfesti hinsvegar á Twitter-síðu sinni að hann væri byrjaður að æfa á ný og að hann gæti tekið þátt í leiknum á laugardaginn en Manchester United bíður enn eftir fyrsta sigri liðsins undir stjórn Louis Van Gaal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×