Vill einnig sjá fíkniefnahund á tónleikum hjá Sinfó Stefán Árni Pálsson skrifar 18. febrúar 2014 09:29 Björn Steinbekk Kristjánsson var ekki ánægður með starfshætti lögreglunnar og fréttaflutninginn. VÍSIR/samsett MYND „Ég skil ekki vinnubrögð lögreglunar í kringum þessa hátíð og þá sérstaklega að mæta með fíkniefnahund í Hörpuna,“ sagði Björn Steinbekk Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sónar Reykjavík, í samtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Þar gagnrýndi hann vinnubrögð lögreglunnar á hátíðinni um helgina. „Þeir eiga þá að mæta með hund á alla skemmtistaði í Reykjavík um helgar eða þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands er að spila í Hörpunni. Lögreglan í Reykjavík þarf aðeins að hugsa sig um og ræða betur við okkur áður en þeir fara í svona aðgerðir.“ Raftónlistarhátíðin Sónar fór fram um helgina í Hörpu og tókst hátíðin vel að sögn hátíðarhaldara . Þó skyggði á hátíðarhöldin fjöldi fíkniefnamála sem upp komu eða 39 talsins. Hátíðin hófst á fimmtudag en lokakvöld hátíðarinnar var á laugardagskvöldið. Þetta er í annað skipti sem hátíðin er haldin hér á landi. Tónleikagestir voru um 3500 samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum hátíðarinnar og þar af voru rúmlega eitthundrað erlendir blaðamenn.Fólk skemmti sér vel á Sónar um helgina.mynd/aníta eldjárnBirni þótti athyglisvert að eigendur Hörpunnar hafi ekki sjálfir gert athugasemd við starfshætti lögreglunnar. „Það eru haldnir hundruð tónleika á ári í húsinu og lögreglan mætir með fíkniefnahund á þessa hátíð. Við skulum ekki gera upp á milli fólks og þetta er niðurlægjandi fyrir þá listamenn sem hafa lagt mikla vinnu á sig.“ Björn er samt sem áður gríðarlega ánægður með hátíðina í heild sinni. Í viðtalinu gagnrýndi Björn fréttaflutninginn frá hátíðinni og vildi hann meina að hann hafi verið of einsleitur. „Við erum að fá 1000 útlendinga til landsins á hátíðina og 100 erlendir fréttamenn voru einnig viðstaddir en þetta virðist ekki hafa fengið neina athygli í fjölmiðlum,“ segir Björn. Björn fagnar umræðunni um fíkniefni og forvarnir gegn þeim. „Það þarf samt að setja þetta í samhengi. 39 mál af 3500 manna hátíð er aðeins 1% af gestum hátíðarinnar. Við fengum aldrei tækifæri til að tjá okkur um þetta mál um helgina.“ Vísir greindi frá þeim fíkniefnamálum sem upp komu á hátíðinni um helgina. Endurtekið var haft samband við Björn en hann neitaði að tjá sig við fréttastofu. Steinþór Helgi Arnsteinsson, upplýsingafulltrúi Sónar, sagði í viðtali við Stöð 2 og Bylgjuna að skipuleggjendur hátíðarinnar hafi verið í nánu samstarfi við fíkniefnadeild lögreglunnar. Björn segist alvarlega hafa íhugað það að halda aldrei aftur hátíðina Sónar í Reykjavík á sunnudeginum. „Við erum svo lítið samfélag og nálægðin er svo mikil að svona fréttaflutningur hefur gríðarleg áhrif. Hátíðin í fyrra var erfið í framkvæmd og var mikil fíkniefnaneysla, sérstaklega á föstudagskvöldinu. Við lærðum mikið af á þeirri reynslu og fórum út í þessa hátíð með því að skipuleggja okkur betur. Við vildum endilega hafa lögregluna í húsinu en það að hafa fíkniefnahund á svæðinu þykir mér einkennileg vinnubrögð.“ Tengdar fréttir 35 fíkniefnabrot í tengslum við Sónar 35 fíkniefnabrot hafa komið upp í tengslum við Sónar Reykjavík- tónlistarhátíðina sem hófst á fimmtudaginn. Lokakvöld hátíðarinnar er í kvöld en þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin hér á landi. Rúmlega 3500 gestir eru á Sónar Reykjavík. 15. febrúar 2014 12:56 Tryllt Sónar fyrirpartý á Paloma Bast magazine og Grotta Zine partý á Paloma 11. febrúar 2014 18:30 2500 manns í Hörpu í hádeginu - MYNDIR Milljarður Rís var haldið í dag í Hörpu af UN Women í samstarfi við Sonar Reykjavík og Rvk Lunch Beat. 14. febrúar 2014 12:54 Um fjörutíu fíkniefnamál á Sónar Fjögur fíkniefnamál komu upp við Hörpu í nótt en þar var tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík haldin um helgina. Í öllum tilvikum var um vörslu fíkniefna að ræða. 16. febrúar 2014 10:24 3000 manns sóttu Sónar Reykjavík í gær - MYNDIR Fyrsta kvöld tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík var í gær. 14. febrúar 2014 13:28 Fimm fíkniefnamál á Sónar Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni. 14. febrúar 2014 09:36 Stemningin á kvöldi tvö Fréttastofa Vísis heimsótti Hörpu á föstudagskvöldið. 15. febrúar 2014 20:45 Svona er Sónar - MYNDIR Margt var um manninn í Hörpu á upphafsdegi tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík. 15. febrúar 2014 10:00 Um tuttugu fíkniefnamál við Hörpu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af 20 aðilum vegna fíkniefnabrota í nótt og voru flest brotin í og við tónlistarhúsið Hörpu. 15. febrúar 2014 11:32 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Sjá meira
„Ég skil ekki vinnubrögð lögreglunar í kringum þessa hátíð og þá sérstaklega að mæta með fíkniefnahund í Hörpuna,“ sagði Björn Steinbekk Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sónar Reykjavík, í samtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Þar gagnrýndi hann vinnubrögð lögreglunnar á hátíðinni um helgina. „Þeir eiga þá að mæta með hund á alla skemmtistaði í Reykjavík um helgar eða þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands er að spila í Hörpunni. Lögreglan í Reykjavík þarf aðeins að hugsa sig um og ræða betur við okkur áður en þeir fara í svona aðgerðir.“ Raftónlistarhátíðin Sónar fór fram um helgina í Hörpu og tókst hátíðin vel að sögn hátíðarhaldara . Þó skyggði á hátíðarhöldin fjöldi fíkniefnamála sem upp komu eða 39 talsins. Hátíðin hófst á fimmtudag en lokakvöld hátíðarinnar var á laugardagskvöldið. Þetta er í annað skipti sem hátíðin er haldin hér á landi. Tónleikagestir voru um 3500 samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum hátíðarinnar og þar af voru rúmlega eitthundrað erlendir blaðamenn.Fólk skemmti sér vel á Sónar um helgina.mynd/aníta eldjárnBirni þótti athyglisvert að eigendur Hörpunnar hafi ekki sjálfir gert athugasemd við starfshætti lögreglunnar. „Það eru haldnir hundruð tónleika á ári í húsinu og lögreglan mætir með fíkniefnahund á þessa hátíð. Við skulum ekki gera upp á milli fólks og þetta er niðurlægjandi fyrir þá listamenn sem hafa lagt mikla vinnu á sig.“ Björn er samt sem áður gríðarlega ánægður með hátíðina í heild sinni. Í viðtalinu gagnrýndi Björn fréttaflutninginn frá hátíðinni og vildi hann meina að hann hafi verið of einsleitur. „Við erum að fá 1000 útlendinga til landsins á hátíðina og 100 erlendir fréttamenn voru einnig viðstaddir en þetta virðist ekki hafa fengið neina athygli í fjölmiðlum,“ segir Björn. Björn fagnar umræðunni um fíkniefni og forvarnir gegn þeim. „Það þarf samt að setja þetta í samhengi. 39 mál af 3500 manna hátíð er aðeins 1% af gestum hátíðarinnar. Við fengum aldrei tækifæri til að tjá okkur um þetta mál um helgina.“ Vísir greindi frá þeim fíkniefnamálum sem upp komu á hátíðinni um helgina. Endurtekið var haft samband við Björn en hann neitaði að tjá sig við fréttastofu. Steinþór Helgi Arnsteinsson, upplýsingafulltrúi Sónar, sagði í viðtali við Stöð 2 og Bylgjuna að skipuleggjendur hátíðarinnar hafi verið í nánu samstarfi við fíkniefnadeild lögreglunnar. Björn segist alvarlega hafa íhugað það að halda aldrei aftur hátíðina Sónar í Reykjavík á sunnudeginum. „Við erum svo lítið samfélag og nálægðin er svo mikil að svona fréttaflutningur hefur gríðarleg áhrif. Hátíðin í fyrra var erfið í framkvæmd og var mikil fíkniefnaneysla, sérstaklega á föstudagskvöldinu. Við lærðum mikið af á þeirri reynslu og fórum út í þessa hátíð með því að skipuleggja okkur betur. Við vildum endilega hafa lögregluna í húsinu en það að hafa fíkniefnahund á svæðinu þykir mér einkennileg vinnubrögð.“
Tengdar fréttir 35 fíkniefnabrot í tengslum við Sónar 35 fíkniefnabrot hafa komið upp í tengslum við Sónar Reykjavík- tónlistarhátíðina sem hófst á fimmtudaginn. Lokakvöld hátíðarinnar er í kvöld en þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin hér á landi. Rúmlega 3500 gestir eru á Sónar Reykjavík. 15. febrúar 2014 12:56 Tryllt Sónar fyrirpartý á Paloma Bast magazine og Grotta Zine partý á Paloma 11. febrúar 2014 18:30 2500 manns í Hörpu í hádeginu - MYNDIR Milljarður Rís var haldið í dag í Hörpu af UN Women í samstarfi við Sonar Reykjavík og Rvk Lunch Beat. 14. febrúar 2014 12:54 Um fjörutíu fíkniefnamál á Sónar Fjögur fíkniefnamál komu upp við Hörpu í nótt en þar var tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík haldin um helgina. Í öllum tilvikum var um vörslu fíkniefna að ræða. 16. febrúar 2014 10:24 3000 manns sóttu Sónar Reykjavík í gær - MYNDIR Fyrsta kvöld tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík var í gær. 14. febrúar 2014 13:28 Fimm fíkniefnamál á Sónar Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni. 14. febrúar 2014 09:36 Stemningin á kvöldi tvö Fréttastofa Vísis heimsótti Hörpu á föstudagskvöldið. 15. febrúar 2014 20:45 Svona er Sónar - MYNDIR Margt var um manninn í Hörpu á upphafsdegi tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík. 15. febrúar 2014 10:00 Um tuttugu fíkniefnamál við Hörpu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af 20 aðilum vegna fíkniefnabrota í nótt og voru flest brotin í og við tónlistarhúsið Hörpu. 15. febrúar 2014 11:32 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Sjá meira
35 fíkniefnabrot í tengslum við Sónar 35 fíkniefnabrot hafa komið upp í tengslum við Sónar Reykjavík- tónlistarhátíðina sem hófst á fimmtudaginn. Lokakvöld hátíðarinnar er í kvöld en þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin hér á landi. Rúmlega 3500 gestir eru á Sónar Reykjavík. 15. febrúar 2014 12:56
2500 manns í Hörpu í hádeginu - MYNDIR Milljarður Rís var haldið í dag í Hörpu af UN Women í samstarfi við Sonar Reykjavík og Rvk Lunch Beat. 14. febrúar 2014 12:54
Um fjörutíu fíkniefnamál á Sónar Fjögur fíkniefnamál komu upp við Hörpu í nótt en þar var tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík haldin um helgina. Í öllum tilvikum var um vörslu fíkniefna að ræða. 16. febrúar 2014 10:24
3000 manns sóttu Sónar Reykjavík í gær - MYNDIR Fyrsta kvöld tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík var í gær. 14. febrúar 2014 13:28
Svona er Sónar - MYNDIR Margt var um manninn í Hörpu á upphafsdegi tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík. 15. febrúar 2014 10:00
Um tuttugu fíkniefnamál við Hörpu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af 20 aðilum vegna fíkniefnabrota í nótt og voru flest brotin í og við tónlistarhúsið Hörpu. 15. febrúar 2014 11:32