Vill einnig sjá fíkniefnahund á tónleikum hjá Sinfó Stefán Árni Pálsson skrifar 18. febrúar 2014 09:29 Björn Steinbekk Kristjánsson var ekki ánægður með starfshætti lögreglunnar og fréttaflutninginn. VÍSIR/samsett MYND „Ég skil ekki vinnubrögð lögreglunar í kringum þessa hátíð og þá sérstaklega að mæta með fíkniefnahund í Hörpuna,“ sagði Björn Steinbekk Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sónar Reykjavík, í samtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Þar gagnrýndi hann vinnubrögð lögreglunnar á hátíðinni um helgina. „Þeir eiga þá að mæta með hund á alla skemmtistaði í Reykjavík um helgar eða þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands er að spila í Hörpunni. Lögreglan í Reykjavík þarf aðeins að hugsa sig um og ræða betur við okkur áður en þeir fara í svona aðgerðir.“ Raftónlistarhátíðin Sónar fór fram um helgina í Hörpu og tókst hátíðin vel að sögn hátíðarhaldara . Þó skyggði á hátíðarhöldin fjöldi fíkniefnamála sem upp komu eða 39 talsins. Hátíðin hófst á fimmtudag en lokakvöld hátíðarinnar var á laugardagskvöldið. Þetta er í annað skipti sem hátíðin er haldin hér á landi. Tónleikagestir voru um 3500 samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum hátíðarinnar og þar af voru rúmlega eitthundrað erlendir blaðamenn.Fólk skemmti sér vel á Sónar um helgina.mynd/aníta eldjárnBirni þótti athyglisvert að eigendur Hörpunnar hafi ekki sjálfir gert athugasemd við starfshætti lögreglunnar. „Það eru haldnir hundruð tónleika á ári í húsinu og lögreglan mætir með fíkniefnahund á þessa hátíð. Við skulum ekki gera upp á milli fólks og þetta er niðurlægjandi fyrir þá listamenn sem hafa lagt mikla vinnu á sig.“ Björn er samt sem áður gríðarlega ánægður með hátíðina í heild sinni. Í viðtalinu gagnrýndi Björn fréttaflutninginn frá hátíðinni og vildi hann meina að hann hafi verið of einsleitur. „Við erum að fá 1000 útlendinga til landsins á hátíðina og 100 erlendir fréttamenn voru einnig viðstaddir en þetta virðist ekki hafa fengið neina athygli í fjölmiðlum,“ segir Björn. Björn fagnar umræðunni um fíkniefni og forvarnir gegn þeim. „Það þarf samt að setja þetta í samhengi. 39 mál af 3500 manna hátíð er aðeins 1% af gestum hátíðarinnar. Við fengum aldrei tækifæri til að tjá okkur um þetta mál um helgina.“ Vísir greindi frá þeim fíkniefnamálum sem upp komu á hátíðinni um helgina. Endurtekið var haft samband við Björn en hann neitaði að tjá sig við fréttastofu. Steinþór Helgi Arnsteinsson, upplýsingafulltrúi Sónar, sagði í viðtali við Stöð 2 og Bylgjuna að skipuleggjendur hátíðarinnar hafi verið í nánu samstarfi við fíkniefnadeild lögreglunnar. Björn segist alvarlega hafa íhugað það að halda aldrei aftur hátíðina Sónar í Reykjavík á sunnudeginum. „Við erum svo lítið samfélag og nálægðin er svo mikil að svona fréttaflutningur hefur gríðarleg áhrif. Hátíðin í fyrra var erfið í framkvæmd og var mikil fíkniefnaneysla, sérstaklega á föstudagskvöldinu. Við lærðum mikið af á þeirri reynslu og fórum út í þessa hátíð með því að skipuleggja okkur betur. Við vildum endilega hafa lögregluna í húsinu en það að hafa fíkniefnahund á svæðinu þykir mér einkennileg vinnubrögð.“ Tengdar fréttir 35 fíkniefnabrot í tengslum við Sónar 35 fíkniefnabrot hafa komið upp í tengslum við Sónar Reykjavík- tónlistarhátíðina sem hófst á fimmtudaginn. Lokakvöld hátíðarinnar er í kvöld en þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin hér á landi. Rúmlega 3500 gestir eru á Sónar Reykjavík. 15. febrúar 2014 12:56 Tryllt Sónar fyrirpartý á Paloma Bast magazine og Grotta Zine partý á Paloma 11. febrúar 2014 18:30 2500 manns í Hörpu í hádeginu - MYNDIR Milljarður Rís var haldið í dag í Hörpu af UN Women í samstarfi við Sonar Reykjavík og Rvk Lunch Beat. 14. febrúar 2014 12:54 Um fjörutíu fíkniefnamál á Sónar Fjögur fíkniefnamál komu upp við Hörpu í nótt en þar var tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík haldin um helgina. Í öllum tilvikum var um vörslu fíkniefna að ræða. 16. febrúar 2014 10:24 3000 manns sóttu Sónar Reykjavík í gær - MYNDIR Fyrsta kvöld tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík var í gær. 14. febrúar 2014 13:28 Fimm fíkniefnamál á Sónar Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni. 14. febrúar 2014 09:36 Stemningin á kvöldi tvö Fréttastofa Vísis heimsótti Hörpu á föstudagskvöldið. 15. febrúar 2014 20:45 Svona er Sónar - MYNDIR Margt var um manninn í Hörpu á upphafsdegi tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík. 15. febrúar 2014 10:00 Um tuttugu fíkniefnamál við Hörpu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af 20 aðilum vegna fíkniefnabrota í nótt og voru flest brotin í og við tónlistarhúsið Hörpu. 15. febrúar 2014 11:32 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Ég skil ekki vinnubrögð lögreglunar í kringum þessa hátíð og þá sérstaklega að mæta með fíkniefnahund í Hörpuna,“ sagði Björn Steinbekk Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sónar Reykjavík, í samtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Þar gagnrýndi hann vinnubrögð lögreglunnar á hátíðinni um helgina. „Þeir eiga þá að mæta með hund á alla skemmtistaði í Reykjavík um helgar eða þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands er að spila í Hörpunni. Lögreglan í Reykjavík þarf aðeins að hugsa sig um og ræða betur við okkur áður en þeir fara í svona aðgerðir.“ Raftónlistarhátíðin Sónar fór fram um helgina í Hörpu og tókst hátíðin vel að sögn hátíðarhaldara . Þó skyggði á hátíðarhöldin fjöldi fíkniefnamála sem upp komu eða 39 talsins. Hátíðin hófst á fimmtudag en lokakvöld hátíðarinnar var á laugardagskvöldið. Þetta er í annað skipti sem hátíðin er haldin hér á landi. Tónleikagestir voru um 3500 samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum hátíðarinnar og þar af voru rúmlega eitthundrað erlendir blaðamenn.Fólk skemmti sér vel á Sónar um helgina.mynd/aníta eldjárnBirni þótti athyglisvert að eigendur Hörpunnar hafi ekki sjálfir gert athugasemd við starfshætti lögreglunnar. „Það eru haldnir hundruð tónleika á ári í húsinu og lögreglan mætir með fíkniefnahund á þessa hátíð. Við skulum ekki gera upp á milli fólks og þetta er niðurlægjandi fyrir þá listamenn sem hafa lagt mikla vinnu á sig.“ Björn er samt sem áður gríðarlega ánægður með hátíðina í heild sinni. Í viðtalinu gagnrýndi Björn fréttaflutninginn frá hátíðinni og vildi hann meina að hann hafi verið of einsleitur. „Við erum að fá 1000 útlendinga til landsins á hátíðina og 100 erlendir fréttamenn voru einnig viðstaddir en þetta virðist ekki hafa fengið neina athygli í fjölmiðlum,“ segir Björn. Björn fagnar umræðunni um fíkniefni og forvarnir gegn þeim. „Það þarf samt að setja þetta í samhengi. 39 mál af 3500 manna hátíð er aðeins 1% af gestum hátíðarinnar. Við fengum aldrei tækifæri til að tjá okkur um þetta mál um helgina.“ Vísir greindi frá þeim fíkniefnamálum sem upp komu á hátíðinni um helgina. Endurtekið var haft samband við Björn en hann neitaði að tjá sig við fréttastofu. Steinþór Helgi Arnsteinsson, upplýsingafulltrúi Sónar, sagði í viðtali við Stöð 2 og Bylgjuna að skipuleggjendur hátíðarinnar hafi verið í nánu samstarfi við fíkniefnadeild lögreglunnar. Björn segist alvarlega hafa íhugað það að halda aldrei aftur hátíðina Sónar í Reykjavík á sunnudeginum. „Við erum svo lítið samfélag og nálægðin er svo mikil að svona fréttaflutningur hefur gríðarleg áhrif. Hátíðin í fyrra var erfið í framkvæmd og var mikil fíkniefnaneysla, sérstaklega á föstudagskvöldinu. Við lærðum mikið af á þeirri reynslu og fórum út í þessa hátíð með því að skipuleggja okkur betur. Við vildum endilega hafa lögregluna í húsinu en það að hafa fíkniefnahund á svæðinu þykir mér einkennileg vinnubrögð.“
Tengdar fréttir 35 fíkniefnabrot í tengslum við Sónar 35 fíkniefnabrot hafa komið upp í tengslum við Sónar Reykjavík- tónlistarhátíðina sem hófst á fimmtudaginn. Lokakvöld hátíðarinnar er í kvöld en þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin hér á landi. Rúmlega 3500 gestir eru á Sónar Reykjavík. 15. febrúar 2014 12:56 Tryllt Sónar fyrirpartý á Paloma Bast magazine og Grotta Zine partý á Paloma 11. febrúar 2014 18:30 2500 manns í Hörpu í hádeginu - MYNDIR Milljarður Rís var haldið í dag í Hörpu af UN Women í samstarfi við Sonar Reykjavík og Rvk Lunch Beat. 14. febrúar 2014 12:54 Um fjörutíu fíkniefnamál á Sónar Fjögur fíkniefnamál komu upp við Hörpu í nótt en þar var tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík haldin um helgina. Í öllum tilvikum var um vörslu fíkniefna að ræða. 16. febrúar 2014 10:24 3000 manns sóttu Sónar Reykjavík í gær - MYNDIR Fyrsta kvöld tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík var í gær. 14. febrúar 2014 13:28 Fimm fíkniefnamál á Sónar Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni. 14. febrúar 2014 09:36 Stemningin á kvöldi tvö Fréttastofa Vísis heimsótti Hörpu á föstudagskvöldið. 15. febrúar 2014 20:45 Svona er Sónar - MYNDIR Margt var um manninn í Hörpu á upphafsdegi tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík. 15. febrúar 2014 10:00 Um tuttugu fíkniefnamál við Hörpu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af 20 aðilum vegna fíkniefnabrota í nótt og voru flest brotin í og við tónlistarhúsið Hörpu. 15. febrúar 2014 11:32 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
35 fíkniefnabrot í tengslum við Sónar 35 fíkniefnabrot hafa komið upp í tengslum við Sónar Reykjavík- tónlistarhátíðina sem hófst á fimmtudaginn. Lokakvöld hátíðarinnar er í kvöld en þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin hér á landi. Rúmlega 3500 gestir eru á Sónar Reykjavík. 15. febrúar 2014 12:56
2500 manns í Hörpu í hádeginu - MYNDIR Milljarður Rís var haldið í dag í Hörpu af UN Women í samstarfi við Sonar Reykjavík og Rvk Lunch Beat. 14. febrúar 2014 12:54
Um fjörutíu fíkniefnamál á Sónar Fjögur fíkniefnamál komu upp við Hörpu í nótt en þar var tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík haldin um helgina. Í öllum tilvikum var um vörslu fíkniefna að ræða. 16. febrúar 2014 10:24
3000 manns sóttu Sónar Reykjavík í gær - MYNDIR Fyrsta kvöld tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík var í gær. 14. febrúar 2014 13:28
Svona er Sónar - MYNDIR Margt var um manninn í Hörpu á upphafsdegi tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík. 15. febrúar 2014 10:00
Um tuttugu fíkniefnamál við Hörpu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af 20 aðilum vegna fíkniefnabrota í nótt og voru flest brotin í og við tónlistarhúsið Hörpu. 15. febrúar 2014 11:32