Síðasti jólabasar í bili Þórður Ingi Jónsson skrifar 17. desember 2014 10:30 Aðstandendur Kunstschlager frá vinstri: Sigmann Þórðarson, Kristín Karólína Helgadóttir, Helga Páley Friðþjófsdóttir, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Þorgerður Þórhallsdóttir, Helgi Þórsson, Hrönn Gunnarsdóttir og Ásta Fanney Sigurðardóttir. Í myndina vantar Baldvin Einarsson. Þarna er líka kötturinn Pommes, sem er því miður ekki til sölu. Í dag verður hinn árlegi jólabasar gallerísins Kunstschlager á Rauðarárstíg opnaður. Þetta er í þriðja skiptið sem basarinn er haldinn en verður því miður síðasti viðburðurinn í galleríinu þar sem Kunstschlager bætist í hóp þeirra sem hrökklast burt úr miðbænum vegna hækkandi húsaleigu. „Það er gaman fyrir fólk að koma og kynnast þessu áður en það lokar,“ segir Helga Páley Friðþjófsdóttir, einn aðstandenda gallerísins. „Þetta er síðasti séns til að kíkja þarna inn á þessum stað,“ segir Helga og ítrekar að ábendingar séu vel þegnar varðandi mögulegt húsnæði fyrir framtíðina. „Við viljum halda áfram sem hópur á næsta ári og erum enn að leita að húsnæði,“ segir Helga. Á Jólabasarnum í fyrra voru yfir 70 listamenn sem seldu verk. „Ég taldi ekki hvað þetta voru margir listamenn þegar við vorum að setja upp í fyrradag en ég er sjálf enn að taka við verkum. Það koma oft verk á síðustu stundu,“ segir Helga. Að sögn Helgu hefur basarinn hjálpað starfseminni mikið í gegnum tíðina. „Þetta hefur verið okkar helsta tekjulind fyrir árið. Það er líka svo skemmtilegt að sjá hvað hér er fjölbreytt og mikið af verkum á basarnum. Þarna er öll flóran og mikið af fjölbreyttum listamönnum. Þetta er list á góðu verði og góð fjárfesting.“ Húsið verður opnað klukkan 18.00 í dag og verður jólaglögg í boði og heitt á könnunni. Fram að jólum verður opið aðra daga frá klukkan 16.00 til 20.00. Jólafréttir Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Í dag verður hinn árlegi jólabasar gallerísins Kunstschlager á Rauðarárstíg opnaður. Þetta er í þriðja skiptið sem basarinn er haldinn en verður því miður síðasti viðburðurinn í galleríinu þar sem Kunstschlager bætist í hóp þeirra sem hrökklast burt úr miðbænum vegna hækkandi húsaleigu. „Það er gaman fyrir fólk að koma og kynnast þessu áður en það lokar,“ segir Helga Páley Friðþjófsdóttir, einn aðstandenda gallerísins. „Þetta er síðasti séns til að kíkja þarna inn á þessum stað,“ segir Helga og ítrekar að ábendingar séu vel þegnar varðandi mögulegt húsnæði fyrir framtíðina. „Við viljum halda áfram sem hópur á næsta ári og erum enn að leita að húsnæði,“ segir Helga. Á Jólabasarnum í fyrra voru yfir 70 listamenn sem seldu verk. „Ég taldi ekki hvað þetta voru margir listamenn þegar við vorum að setja upp í fyrradag en ég er sjálf enn að taka við verkum. Það koma oft verk á síðustu stundu,“ segir Helga. Að sögn Helgu hefur basarinn hjálpað starfseminni mikið í gegnum tíðina. „Þetta hefur verið okkar helsta tekjulind fyrir árið. Það er líka svo skemmtilegt að sjá hvað hér er fjölbreytt og mikið af verkum á basarnum. Þarna er öll flóran og mikið af fjölbreyttum listamönnum. Þetta er list á góðu verði og góð fjárfesting.“ Húsið verður opnað klukkan 18.00 í dag og verður jólaglögg í boði og heitt á könnunni. Fram að jólum verður opið aðra daga frá klukkan 16.00 til 20.00.
Jólafréttir Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira