Síðasti jólabasar í bili Þórður Ingi Jónsson skrifar 17. desember 2014 10:30 Aðstandendur Kunstschlager frá vinstri: Sigmann Þórðarson, Kristín Karólína Helgadóttir, Helga Páley Friðþjófsdóttir, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Þorgerður Þórhallsdóttir, Helgi Þórsson, Hrönn Gunnarsdóttir og Ásta Fanney Sigurðardóttir. Í myndina vantar Baldvin Einarsson. Þarna er líka kötturinn Pommes, sem er því miður ekki til sölu. Í dag verður hinn árlegi jólabasar gallerísins Kunstschlager á Rauðarárstíg opnaður. Þetta er í þriðja skiptið sem basarinn er haldinn en verður því miður síðasti viðburðurinn í galleríinu þar sem Kunstschlager bætist í hóp þeirra sem hrökklast burt úr miðbænum vegna hækkandi húsaleigu. „Það er gaman fyrir fólk að koma og kynnast þessu áður en það lokar,“ segir Helga Páley Friðþjófsdóttir, einn aðstandenda gallerísins. „Þetta er síðasti séns til að kíkja þarna inn á þessum stað,“ segir Helga og ítrekar að ábendingar séu vel þegnar varðandi mögulegt húsnæði fyrir framtíðina. „Við viljum halda áfram sem hópur á næsta ári og erum enn að leita að húsnæði,“ segir Helga. Á Jólabasarnum í fyrra voru yfir 70 listamenn sem seldu verk. „Ég taldi ekki hvað þetta voru margir listamenn þegar við vorum að setja upp í fyrradag en ég er sjálf enn að taka við verkum. Það koma oft verk á síðustu stundu,“ segir Helga. Að sögn Helgu hefur basarinn hjálpað starfseminni mikið í gegnum tíðina. „Þetta hefur verið okkar helsta tekjulind fyrir árið. Það er líka svo skemmtilegt að sjá hvað hér er fjölbreytt og mikið af verkum á basarnum. Þarna er öll flóran og mikið af fjölbreyttum listamönnum. Þetta er list á góðu verði og góð fjárfesting.“ Húsið verður opnað klukkan 18.00 í dag og verður jólaglögg í boði og heitt á könnunni. Fram að jólum verður opið aðra daga frá klukkan 16.00 til 20.00. Jólafréttir Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Í dag verður hinn árlegi jólabasar gallerísins Kunstschlager á Rauðarárstíg opnaður. Þetta er í þriðja skiptið sem basarinn er haldinn en verður því miður síðasti viðburðurinn í galleríinu þar sem Kunstschlager bætist í hóp þeirra sem hrökklast burt úr miðbænum vegna hækkandi húsaleigu. „Það er gaman fyrir fólk að koma og kynnast þessu áður en það lokar,“ segir Helga Páley Friðþjófsdóttir, einn aðstandenda gallerísins. „Þetta er síðasti séns til að kíkja þarna inn á þessum stað,“ segir Helga og ítrekar að ábendingar séu vel þegnar varðandi mögulegt húsnæði fyrir framtíðina. „Við viljum halda áfram sem hópur á næsta ári og erum enn að leita að húsnæði,“ segir Helga. Á Jólabasarnum í fyrra voru yfir 70 listamenn sem seldu verk. „Ég taldi ekki hvað þetta voru margir listamenn þegar við vorum að setja upp í fyrradag en ég er sjálf enn að taka við verkum. Það koma oft verk á síðustu stundu,“ segir Helga. Að sögn Helgu hefur basarinn hjálpað starfseminni mikið í gegnum tíðina. „Þetta hefur verið okkar helsta tekjulind fyrir árið. Það er líka svo skemmtilegt að sjá hvað hér er fjölbreytt og mikið af verkum á basarnum. Þarna er öll flóran og mikið af fjölbreyttum listamönnum. Þetta er list á góðu verði og góð fjárfesting.“ Húsið verður opnað klukkan 18.00 í dag og verður jólaglögg í boði og heitt á könnunni. Fram að jólum verður opið aðra daga frá klukkan 16.00 til 20.00.
Jólafréttir Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira