Bankasýsla ríkisins starfar áfram í hálft ár til viðbótar Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. desember 2014 07:15 Oddný G. Harðardóttir gagnrýndi meirihlutann harðlega í gær vegna málefna Bankasýslunnar. vísir/daníel Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu stjórnarmeirihlutann harðlega í gær fyrir hugmyndir um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Stofnunin var ekki á fjárlögum þegar drögin voru kynnt og var reyndar ekki bætt inn fyrr en við þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið. Samkvæmt frumvarpi sem er í smíðum í fjármálaráðuneytinu stendur til að fella Bankasýsluna undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta óásættanlegt fyrirkomulag, þegar til stendur að selja eignarhluti ríkisins á næsta ári. „Slík ráðstöfun er auk þess ekki til þess fallin að auka traust og trúverðugleika hvað varðar meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum með neinum hætti. Auk þess hefur engum starfsmanni Bankasýslunnar verið sagt upp og því óvíst hvaðan eigi að greiða laun starfsmannanna á árinu 2015,“ sagði Oddný. Hún gagnrýndi það sem hún kallaði „lausatök um meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum“. Oddný sagði að síðdegis í fyrrakvöld hefði minnihlutinn beðið um fund vegna málefna Bankasýslunnar og þurft að ganga svolítið eftir þeim fundi þegar allt útlit var fyrir að það ætti að fella stofnunina inn í fjármála- og efnahagsráðuneytið án þess að það væri til lagaumgjörð um það. „Nú liggur hér fyrir breytingartillaga þar sem gert er ráð fyrir að Bankasýslan starfi í að minnsta kosti hálft ár,“ sagði Oddný. Hún vildi vita hvað hefði gerst á fundi fjárlaganefndar síðdegis í fyrrakvöld sem varð til þess að ákveðið var að leggja áfram pening í Bankasýsluna og halda áfram með hana. Bryndís Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, tók undir með Oddnýju. Hún gagnrýndi að ekki hefði verið gert ráð fyrir framlagi til Bankasýslunnar á fjárlögum og sagði vinnubrögðin ekki til eftirbreytni.Vigdís Haukdsóttir, formaður fjárlaganefndar.vísir/daníelVigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði það alveg skýrt hvað hefði breytt afstöðu meirihlutans í málinu. Það hefði komið fram í máli fulltrúa fjármálaráðuneytisins. „Það var ekki komið fyrir þingið það frumvarp sem verið var að vonast eftir um niðurlagningu Bankasýslunnar. Eða það frumvarp sem breytir raunverulega hlutverki Bankasýslunnar,“ sagði Vigdís. Bankasýsla ríkisins var stofnuð með lögum árið 2009, eftir að íslenska ríkið hafði eignast hluti í stóru viðskiptabönkunum þremur og nokkrum sparisjóðum. Bankasýslan heldur utan um hluti ríkisins í Landsbankanum, Arion og Íslandsbanka. Að auki fer stofnunin með hlut ríkisins í Sparisjóði Bolungarvíkur, Sparisjóði Norðurlands, Sparisjóði Vestmannaeyja og Sparisjóði Norðfjarðar. Ljóst er að eignir Bankasýslunnar munu minnka innan fárra ára. Til stendur að selja hlut ríkisins í Landsbankanum og að auki hefur verið rætt um sölu á hlutum í Arion og Íslandsbanka. Til að hafa breytingarnar á Bankasýslunni réttar samkvæmt lögum hefði verið lögð fram tillaga um að farið yrði í vinnu við frumvörp um breytingar á Bankasýslunni, en stofnunin framlengd til 1. júní á meðan verið væri að koma þeim frumvörpum í gegnum þingið sem þyrfti. Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut Íslands“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu stjórnarmeirihlutann harðlega í gær fyrir hugmyndir um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Stofnunin var ekki á fjárlögum þegar drögin voru kynnt og var reyndar ekki bætt inn fyrr en við þriðju umræðu um fjárlagafrumvarpið. Samkvæmt frumvarpi sem er í smíðum í fjármálaráðuneytinu stendur til að fella Bankasýsluna undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þetta óásættanlegt fyrirkomulag, þegar til stendur að selja eignarhluti ríkisins á næsta ári. „Slík ráðstöfun er auk þess ekki til þess fallin að auka traust og trúverðugleika hvað varðar meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum með neinum hætti. Auk þess hefur engum starfsmanni Bankasýslunnar verið sagt upp og því óvíst hvaðan eigi að greiða laun starfsmannanna á árinu 2015,“ sagði Oddný. Hún gagnrýndi það sem hún kallaði „lausatök um meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum“. Oddný sagði að síðdegis í fyrrakvöld hefði minnihlutinn beðið um fund vegna málefna Bankasýslunnar og þurft að ganga svolítið eftir þeim fundi þegar allt útlit var fyrir að það ætti að fella stofnunina inn í fjármála- og efnahagsráðuneytið án þess að það væri til lagaumgjörð um það. „Nú liggur hér fyrir breytingartillaga þar sem gert er ráð fyrir að Bankasýslan starfi í að minnsta kosti hálft ár,“ sagði Oddný. Hún vildi vita hvað hefði gerst á fundi fjárlaganefndar síðdegis í fyrrakvöld sem varð til þess að ákveðið var að leggja áfram pening í Bankasýsluna og halda áfram með hana. Bryndís Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, tók undir með Oddnýju. Hún gagnrýndi að ekki hefði verið gert ráð fyrir framlagi til Bankasýslunnar á fjárlögum og sagði vinnubrögðin ekki til eftirbreytni.Vigdís Haukdsóttir, formaður fjárlaganefndar.vísir/daníelVigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði það alveg skýrt hvað hefði breytt afstöðu meirihlutans í málinu. Það hefði komið fram í máli fulltrúa fjármálaráðuneytisins. „Það var ekki komið fyrir þingið það frumvarp sem verið var að vonast eftir um niðurlagningu Bankasýslunnar. Eða það frumvarp sem breytir raunverulega hlutverki Bankasýslunnar,“ sagði Vigdís. Bankasýsla ríkisins var stofnuð með lögum árið 2009, eftir að íslenska ríkið hafði eignast hluti í stóru viðskiptabönkunum þremur og nokkrum sparisjóðum. Bankasýslan heldur utan um hluti ríkisins í Landsbankanum, Arion og Íslandsbanka. Að auki fer stofnunin með hlut ríkisins í Sparisjóði Bolungarvíkur, Sparisjóði Norðurlands, Sparisjóði Vestmannaeyja og Sparisjóði Norðfjarðar. Ljóst er að eignir Bankasýslunnar munu minnka innan fárra ára. Til stendur að selja hlut ríkisins í Landsbankanum og að auki hefur verið rætt um sölu á hlutum í Arion og Íslandsbanka. Til að hafa breytingarnar á Bankasýslunni réttar samkvæmt lögum hefði verið lögð fram tillaga um að farið yrði í vinnu við frumvörp um breytingar á Bankasýslunni, en stofnunin framlengd til 1. júní á meðan verið væri að koma þeim frumvörpum í gegnum þingið sem þyrfti.
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut Íslands“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira